Leita í fréttum mbl.is

Lífið er makríll??

Makríll á sundiHin harðnandi makríldeila Íslands, Færeyja og ESB, verður að öllum líkindum ekki leyst nema við samningaborðið.

LÍÚ hefur hinsvegar tekið þann pólinn í hæðina að þessi deila sé dæmi þess að borin von sé að ná samningum við ESB. Það má því kannski segja að makríllinn, þessi fíni, matfiskur, sé að verða pólitísku sprengiefni hér á landi!

Bendum svo á fróðlega grein um þetta mál í Fréttablaðinu i dag eftir Atla Hermanssson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að sjálfsögðu takið þið ekki hikstalaust afstöðu með hagsmunum okkar Íslendinga; yfirríkið er efst í ykkar huga. Við hinir megum þakka fyrir meðan þið smánið ekki land okkar í orðum og yfirlýsingum.

Jón Valur Jensson, 24.8.2010 kl. 05:25

4 identicon

Við eigum að halda fast í okkar kröfur.

Þegar inn í ESB er komið, þá verðum við líka að krefjast sem mest af úthafsveiðikvóta ESB.

Ég er ekki alveg að skilja hvert þið eruð að fara með þessu.

Ekki hjálpar þetta nú mikið okkur ESB-sinnum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 08:11

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Þetta er ennþá bull í þér þó svo að þú endurtakir það.

Jón Frímann Jónsson, 24.8.2010 kl. 11:56

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ætlið þið kumpánar að mæta í sjálfstæðisbaráttuna?

Fyrr dytti ég dauður niður en að verða vitni að því.

Jón Valur Jensson, 24.8.2010 kl. 12:00

7 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Stefán: Málið með þessari færslu er verið að benda á að þetta er UMDEILT mál.

Samtökin taka ekki afstöðu í málinu.

Málið er kannski ef til vill það að auðlindir er eitthvað sem menn þurfa kannski að semja um, sé um þræ deilt.

Eða?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 24.8.2010 kl. 12:56

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað eru þið að tala um. Makríl. Ég er að hugsa um ESB innlimunina ykkar svo ekki minnast á makríl hérna.

Valdimar Samúelsson, 24.8.2010 kl. 12:59

9 identicon

Valdimar:  Við erum að fara að innlima ESB.  Þú veist það alveg að þetta er engin innlinum.  ESB getur ekki innlimað neitt.  Þú hefur ranga hugmynd um það hvað ESB er.  En þú ert nú ekki einn um það.

Innganga snýst um það að við hættum að tala um okkur og þá og byrjum að tala um okkur og vinna saman að sameiginlegum markmiðum í þágu Íslands og annarra Evrópuþjóða.

Það er spurning hvað fólk úti á landi hefur sameiginlegt með borgarbúum.  Á landsbyggðin að lýsa yfir sjálfstæði eða fá sjálfstjórn?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 13:08

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Það eru menn eins og þú sem hafa valdið því að þjóðir hafa tapað sjálfstæði sínu.

Jón Frímann Jónsson, 24.8.2010 kl. 13:09

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er það að ísland er að taka sér allt of stóran kvóta.  Það sér það hver maður ef hann hugsar ískalt og rólega.  Þetta skaðar ísland umrætt háttalag.  Svo verður að hafa í huga að sumir eru greinilega að gera allt eða grípa hvert tækifæri til að stofna til illinda við esb - þeas stilla því þannig upp.  (þarf líklega ekki að skýra nánar)

Fréttaflutningur á ísl. er líka svona og svona.  Td. með aðgerðir skota gagnvart færeyingum - að þeir ráku dallinn bara burt!  (allaveg tímabundið.  Veit ekki alveg hvar hann svo endaði) 

Að þá er sleppt einu mikilvægu atriði.  Að samkv. þarlendum fjölmiðlum (sakal finna ef þess er óskað. Tekur smá tíma að finna aftur) að þá var ástæðan ekki síst krafa Nojara.  Nojarar landa miklum makríl á þessu svæði Í Skotlandi - og þeir sögðu bara:  Ef þið leyfið löndun á makríl sem veiddur er á óábyrgann hátt og í raun utan kvóta - þá segjum við bara bæ bæ!  Og löndnum annarsstaðar.

Þetta var líka það sko.  Gríðarlegir hagsmunir í húfi á allan eða margskonar hátt.  (Nojarar eru hinsvegaryfirleitt teknir útfyrir sviga í fréttum hérna uppi)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.8.2010 kl. 13:17

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:

"61. gr. Verndun hinna lífrænu auðlinda

1.
Strandríkið skal ákveða leyfilegan afla hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu sinni.

2.
Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu." [...]

"62. gr. Nýting hinna lífrænu auðlinda

1.
Að óhnekktri 61. gr. skal strandríkið stuðla að því að markmiðinu um bestu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni verði náð.

2. Strandríkið skal ákveða getu sína til að nýta hinar lífrænu auðlindir sérefnahagslögsögunnar.
" [...]

"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar


1.
Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.

2.
Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."

64. gr. Miklar fartegundir


1.
Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.

65. gr. Sjávarspendýr

Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.

Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."

Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 15:45

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla vinnuhóps um makrílveiðar í desember 2009:

"ÞJÓÐRÉTTARLEG STAÐA OG RÉTTUR ÍSLANDS TIL MAKRÍLVEIÐA.

Undanfarinn áratug eða allt frá því að samkomulag var gert á vettvangi Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) um makrílveiðar hafa íslensk stjórnvöld mótmælt samkomulaginu á þeirri forsendu að Ísland sé strandríki að makríl en sé haldið utan við strandríkjasamkomulag.

Gildandi samkomulag um stjórn makrílveiða nær til úthafsins á samningssvæði NEAFC og lögsögu Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja. Samkomulagið nær ekki til íslenskrar efnahagslögsögu.

Slíkt samkomulag nær ekki yfir lögsögu strandríkis nema strandríki samþykki slíkt.

Árið 2008 settu íslensk stjórnvöld takmarkanir þar á í samræmi við skyldur aðildarríkja að Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC).

Noregur
, Evrópusambandið og Færeyjar hafa ekki verið tilbúin að viðurkenna strandríkjarétt Íslands og haldið Íslandi utan við strandríkjaviðræður.

Hins vegar er Ísland samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna óumdeilanlega strandríki að makríl. Í 63. grein Hafréttarsamningsins er strandríki, ríki "where the ... stock occur[s] ... within the exclusive economic zone".

Í ljósi viðkomu makrílsstofnsins og makrílveiða innan lögsögu Íslands er Ísland strandríki að makríl samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.

Íslendingar hafa undanfarin ár mótmælt veiðistjórnun á makríl og eru því ekki bundnir af samkomulagi annarra aðila.


Ísland er í fullum rétti að nýta auðlind sem er innan efnahagslögsögu landsins
og að halda öðru fram er í þversögn við alþjóðalög.

Hins vegar fylgir þeim rétti að nýta sameiginlega auðlind samkvæmt Hafréttarsamningi og Úthafsveiðisamningi sú skylda að ríki leiti eftir samvinnu við önnur strandríki.

Hafréttarsamningurinn kveður á um að:

"Where the same stock or stocks of associated species occur both within the exclusive economic zone and in an area beyond and adjacent to the zone, the coastal State and the States fishing for such stocks in the adjacent area shall seek, either directly or through appropriate sub regional or regional organizations, to agree upon the measures necessary for the conservation of these stocks in adjacent area."

Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 17:07

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].

HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR
, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.

EINNIG
LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."

Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.

Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 17:24

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu gæti verið SÉRÁKVÆÐI um að hér gildi að sjálfsögðu áfram 200 sjómílna efnahagslögsaga og EINGÖNGU íslensk fiskiskip megi, eins og nú, veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan lögsögunnar.

"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99


"Í þessu sambandi telur meirihlutinn mikilvægt að leggja áherslu á meginreglur hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem telja verður að tryggi ákveðin grundvallarréttindi sem EKKI verða skert með reglum Evrópusambandsins, meðal annars FULLVELDISRÉTTINN um 200 mílna fiskveiðilögsögu.

Þessum viðhorfum til stuðnings er meginregla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika
, sem ætti enn frekar að tryggja stöðu Íslands gagnvart sínum staðbundnu stofnum."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis


Útlendingar mættu hins vegar fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, eins og þeir mega nú, og við Íslendingar mættum einnig fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum í aðildarríkjum Evrópusambandsins, eins og við megum nú.


"Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, sem sett voru árið 1991, mega útlendingar eiga allt að 25% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Fyrirtæki sem er óbeint í eigu útlendinga má eiga 49,9% í sjávarútvegsfyrirtæki.
"

"Við erum ekki á móti erlendu eignarhaldi í sjávarútvegi en það verður að vera innan skynsamlegra marka.

Reglurnar eins og þær eru núna hafa ekkert verið að þvælast fyrir mönnum. Ég held að þær séu ágætar eins og þær eru.

Það er þá tryggt að menn hafi yfirráð yfir sjávarútvegsfyrirtækjunum hér heima
," segir Adolf Guðmundsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna sér ekki ástæðu til að breyta lögum um erlent eignarhald í sjávarútvegi

Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 17:41

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

SAMNINGAR ÍSLANDS VIÐ ÖNNUR RÍKI UM VEIÐAR ÚR DEILISTOFNUM.

"Deilistofnar hér eru þeir fiskstofnar sem eru hluta ársins innan íslensku efnahagslögsögunnar en hluta ársins á úthöfunum eða í lögsögu annarra ríkja."

"Samningur milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen."

"Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndin (NEAFC).

Samkomulag sem tekið hefur verið upp innan NEAFC:


Samkomulag um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum.

Samkomulag um veiðar úr kolmunnastofninum milli Evrópusambandsins, Færeyja, Íslands og Noregs.

Samkomulag um veiðar á karfa á NEAFC svæðinu (ICES svæðahlutum I og II).

Samkomulag um veiðar á úthafskarfastofnunum á Reykjaneshrygg."

Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum, sjá bls. 149-156


Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 18:58

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef fiskur kemur inná íslenska lögsögu þá eiga Íslendingar rétt á að veiða hann. Ég hélt að það væri alveg ljóst.

En ef ESB beitir einhverskonar hafnarbanni á okkur þá eigum við ekki annara kosta völ en að semja.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.8.2010 kl. 19:23

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eins og hvaða menn eins og ég, Jón Frímann Jónsson?

Jón Valur Jensson, 24.8.2010 kl. 20:10

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.8.2010 (í dag):

Sigurður Sverrisson
, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Landsambands íslenskra útvegsmanna, neitar því í samtali við Financial Timesmakrílveiðar íslenskra skipa séu óábyrgar.

Þvert á móti hefðu Íslendingar getað veitt margfalt meira en kvóti þeirra segir til um vegna þess hve mikið sé af makríl innan íslenskrar lögsögu.

"Sigurður segist vongóður um að samkomulag náist við Evrópusambandið og Noreg fyrir næsta ár."

Financial Times fjallar um makríldeiluna

Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband