Leita í fréttum mbl.is

Andrés, Ásmundur og Sema

Ásmundur Einar DaðasonNei-sinni nr.1 á Íslandi, Ásmundur Einar Daðason skrifar grein gegn í Fréttablaðinu í dag og beinir henni gegn formanni Evrópusamtakanna, Andrési Péturssyni.  Þar segir m.a.:

" En mig langar til þess að beina mikilvægri spurningu til formanns Evrópusamtakanna og óska eftir málefnalegum svörum. Á blaðamannafundi í Brussel um síðustu mánaðamót kvað Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, upp úr með það að Íslendingar fengju engar varanlegar undanþágur við inngöngu í ESB. Þetta sagði Stefan Füle eftir að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafði tjáð fréttamönnum að Íslendingar þyrftu að fá sérstöðu sína í sjávarútvegi virta með undanþágum. Stækkunarstjórinn tók þá orðið til að fyrirbyggja allan misskilning hvað þetta snerti og sagði að menn yrðu að hafa í huga að ESB veitti ekki varanlegar undanþágur frá lögum sambandsins. Þetta væri alveg skýrt. Svo mælti Stefán. Hvað finnst Andrési um þessar yfirlýsingar Stefáns?"

Hann getur hinsvegar eiginlega fengið öll sín svör í góðri grein eftir formann Ungra Evrópusinna, Semu E. Serdar í sama blaði. Þar gerir hún sérlausnir ESB-ríkja að umtalsefni og segir m.a.:

"Ótal mörg dæmi eru til um slíkt. Til dæmis fengu Pólverjar aðlögunarfrest á gildistöku réttar borgara og lögaðila frá öðrum ríkjum ESB til kaupa á fasteignum og jarðnæði í Póllandi til ársins 2016. Þá gerðu Búlgarar kröfu um tímabundna undanþágu frá reglum sambandsins um hámarkstjöruinnihald í sígarettum og frá álagningu fulls virðisaukaskatts á sígarettur og fengu. En hvað með varanlegu sérlausnirnar (fyrirvara) hans Ásmundar? Standa þær ekki?

Svarið er einfaldlega jú, varanlegar sérlausnir milli umsóknarríkja og ESB halda (í raun verða sérlausnirnar að reglum sem ný og fyrrum aðildarríki gangast undir) Í aðildarviðræðum sínum sömdu Lettar um varanleg sérákvæði um veiðar í Rigaflóa. Þannig óskuðu Lettar eftir sérreglum um veiðar á vissum hafsvæðum og í samræmi við þá ósk voru samdar sérreglur sem takmarka stærð og vélarafl skipa sem heimilt er að veiða og tryggja að samanlögð veiðigeta skipa sem fá að veiða verði ei meiri en sú sem þau höfðu sem veiddu þar fyrir inngöngu Lettlands í ESB."

Öll grein Semu er hér og bendum við Ásmundi hér með á hana. Og lestu nú, Ásmundur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu gæti verið SÉRÁKVÆÐI um að hér gildi að sjálfsögðu áfram 200 sjómílna efnahagslögsaga og EINGÖNGU íslensk fiskiskip megi, eins og nú, veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan lögsögunnar.

"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99


"Í þessu sambandi telur meirihlutinn mikilvægt að leggja áherslu á meginreglur hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem telja verður að tryggi ákveðin grundvallarréttindi sem EKKI verða skert með reglum Evrópusambandsins, meðal annars FULLVELDISRÉTTINN um 200 mílna fiskveiðilögsögu.

Þessum viðhorfum til stuðnings er meginregla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika
, sem ætti enn frekar að tryggja stöðu Íslands gagnvart sínum staðbundnu stofnum."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis


Útlendingar mættu hins vegar fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, eins og þeir mega nú, og við Íslendingar mættum einnig fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum í aðildarríkjum Evrópusambandsins, eins og við megum nú.


"Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, sem sett voru árið 1991, mega útlendingar eiga allt að 25% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Fyrirtæki sem er óbeint í eigu útlendinga má eiga 49,9% í sjávarútvegsfyrirtæki.
"

"Við erum ekki á móti erlendu eignarhaldi í sjávarútvegi en það verður að vera innan skynsamlegra marka.

Reglurnar eins og þær eru núna hafa ekkert verið að þvælast fyrir mönnum. Ég held að þær séu ágætar eins og þær eru.

Það er þá tryggt að menn hafi yfirráð yfir sjávarútvegsfyrirtækjunum hér heima
," segir Adolf Guðmundsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna sér ekki ástæðu til að breyta lögum um erlent eignarhald í sjávarútvegi

Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 20:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].

HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR
, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.

EINNIG
LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."

Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.

Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 20:51

3 identicon

Lettar og Maltverjar fengu í gegn takmarkanir á stærð og vélarafli báta sem veiða við þeirra strendur. Þetta þýðir vissulega að ekki er hagkvæmt að gera út frá þessi hafsvæði nema frá þessum löndum en rökstuðningurinn hvílir engu að síður á umhverfisverndarsjónarmiðum. Þannig er komist hjá því að brjóta gegn meginreglum um fjórfrelsið.

Hvernig á að koma slíkri sérlausn við á Íslandi? Augljóslega gengur ekki að banna aðrar veiðar en trilluveiðar innan 200 mílna lögsögunnar.

Annar ríkisstjórnarflokkurinn samþykkti það fyrir mörgum árum (var það ekki 2003) að skilgreina samningsmarkmið fyrir aðlögunarviðræður. Er ekki komin tími á að það verði kynnt fyrir almenningi hverskonar lausnum stjórnin stefnir að?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 20:52

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

STYRKIR TIL LANDBÚNAÐAR Í SVÍÞJÓÐ OG FINNLANDI.

"Nordisk bistand i områdene C1-C4 og nasjonal bistand for Sør-Finland i område A og B.

Av landbruksstøtten kommer ca 60% fra nasjonale midler
og ca 40% fra EU. Total støtte til landbruket i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt på totalt 4 014 mill euro."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Strategy for Finnish Agriculture - Sjá svæði C1-C4 á bls. 72


"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.

In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4.

Aid is paid for traditional agricultural production sectors in the region, i.e. animal husbandry, including reindeer husbandry, plant production and horticulture (greenhouse production and storage aid).

Northern aid scheme also includes transportation aid for meat and milk in northernmost Finland.

In 2007 northern aid was paid to almost 35,000 beneficiaries in Finland. The payments to the production of 2007 have been estimated at 328 million euros, of which the share of animal husbandry is 78%.

Of the total aid 48% is paid as production aid for milk and 19% as various forms of aid for beef production. About 55% of the cultivated arable area of Finland is located in the area covered by the northern aid scheme."

Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry

Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 20:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:

Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:


"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.

FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD."

"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA en yfirlýsingar hins vegar EKKI.

Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."

YFIRLÝSING nr. 33 gekk "miklu skemur en að kvótaskipting milli aðildarríkjanna og hlutdeild Noregs sé fastbundin til frambúðar.

Hún gefur þvert á móti til kynna að sú hafi EKKI verið ætlunin með aðildarlögunum.

Í tengslum við þessa umræðu er þó rétt að huga nánar að lögfræðilegri þýðingu YFIRLÝSINGAR nr. 33 og kanna hvort í henni hafi falist einhver réttindi sem Norðmenn hefðu getað gripið til.

YFIRLÝSINGIN er svohljóðandi:

"Sambandinu er kunnugt um þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir Noreg og aðildarríkin að viðhalda meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar sem grundvöll þess að ná markmiðum um varanlegt kerfi til að úthluta fiskveiðiheimildum í framtíðinni."

YFIRLÝSINGIN hefði að sjálfsögðu getað haft einhverja þýðingu í framtíðinni EN ÞAR SEM HÚN VAR EKKI HLUTI AÐILDARLAGANNA HEFÐI HÚN ALDREI GETAÐ TRYGGT NORÐMÖNNUM LAGALEGA TIL FRAMBÚÐAR ÞAU RÉTTINDI SEM ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR NOTIÐ."

"Alveg öruggt er að eignarréttarleg krafa Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna lögsögu náði EKKI fram að ganga. Augljóst er að slíka grundvallarbreytingu á stjórnkerfi bandalagsins um fiskveiðar HEFÐI ÞURFT AÐ TAKA FRAM SKÝRUM ORÐUM Í AÐILDARLÖGUNUM en það var EKKI gert."

"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.

SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."

Í AÐILDARSAMNINGI
Íslands að Evrópusambandinu gæti því verið SÉRÁKVÆÐI um að hér gildi 200 sjómílna fiskveiðilögsaga og eingöngu íslensk fiskiskip megi, eins og nú, veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan lögsögunnar.

Útlendingar mættu hins vegar fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, eins og þeir mega nú, og við Íslendingar mættum einnig fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum í aðildarríkjum Evrópusambandsins, eins og við megum nú.


"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99

Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 20:55

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Setja á tímamörk á ESB viðræðurnar strax.Til dæmis sex mánður.Ef ekki næst eitthvað sem hægt er að leggja fyrir þjóðinaa innan þeirra tímamarka er sjálfsagður hlutur að hætta viðræðunum og lýsa þær árangurslausar.Össur hefur ekki en, svarað því í hvað þeir fjórir milljarðar króna sem ESB ætlar að koma með til Íslands eiga að fara.Nei við ESB.Áfram Jón Bjarnason og öll hin í VG.

Sigurgeir Jónsson, 24.8.2010 kl. 21:09

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Landfræðilega er Ísland ekki síður tengt Amerríku en Evrópu.Ekki þarf nema líta á landakort og skoða atvinnugreinar ríkja ESB til að sjá að við eigum ekkert frekar sameiginlegt með þeim, en ríkjum N-Amerríku,USA,Kanada og Grænlandi.Nei við ESB og steina br.áfram Ísland.

Sigurgeir Jónsson, 24.8.2010 kl. 21:18

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já það er nú svo.  Stundum hallast eg að því að óvinnandi verk sé að fá suma menn, almennt séð, nðrá skynsamlegt umræðuplan varðandi efnið.

Stefan sagði þetta ekkert sem ásmundur segir.  Það er bara rangt  Össur sagði, aðspurður af spánverja utanúr sal um sjávarútveg, að hann væri viss um að fyndist skapandi lausn á því máli.  Stefán vinur okkar tók undir það!  Sagði að hann væri viss um að það næðist nausynlegt stig sköpunnar varðandi sjávarútveg!

Hann tók undir orð Össurar en umorðaði það í raun á ögn formlegri og embættismannalegri hátt.  Eg sá þennan fund á netinu.

Svo segir hann að það sé ekkert hægt að sleppa umræðu eða taka útfyrir sviga svokölluð acquis í neinum málaflokki.  Hvað er þar í raun til umræðu varðandi sjávarútveg?

,,The acquis on fisheries consists of regulations, which do not require transposition into national legislation. However, it requires the introduction of measures to prepare the administration and the operators for participation in the common fisheries policy, which covers market policy, resource and fleet management, inspection and control, structural actions and state aid control. In some cases, existing fisheries agreements and conventions with third countries or international organisations need to be adapted."

Hvað er svona voðalegt?  Málið er að menn eru ekkert nægilega vel inní þessum málum.  Það sem Stefán sagði í raun, eftir að hann samþykkti orð Össurar um skapandi lausn, var að ekki undi lýðast algjört stjórnleysi varðandi fiskveiðar á Íslandi.  Eðlilega.

Það sem hann segir er raun allt til staðar í núverandi kerfi á Íslandi - allavega í orði.  Þó stundum hagi ísland sér á óábyrgann hátt varðandi sameiginlega stofna, sem kunnugt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.8.2010 kl. 22:13

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten i Nord-Finland. Denne er IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14


"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.

In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas
C1–C4."

Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry

Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 22:25

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.  Að sem sagt, að í umræðunni er búið að koma því inn hjá fjölda fólks, að fiskistefna ESB sé þannig að allir veiði bara hips um haps og að íslendingar þurf einhverja ,,undanþágu" frá því.  Útfrá þessari uppdiktun eru menn allta að tala og tala.  Þegar staðreyndin er að ekkert er fráleitara en að veiðar séu bara stjórnlausar í EU og varðandi sérstaklega veiðar á ákv. svæðum:  Veiðireynsla + Hlutfallslegur stöðugleiki.  Grunnprinsipp og í raun undirstaðan.  Fiskistefna EU er aðallega um eftirlit Ríkja með fiskveiðum og stjórnun veiða, verndun fiskistofna.  Umhverfisvernd.

Í framhaldinu, þ.e. og með þá í huga hvernig sumir láta - að þá dettur manni nánast í hug að eitthvað sé bogið við eftirlit hér á landi og stjórnun veiðanna!  Og menn séu þá eitthvað hræddir þar.  Meina, hérna var allt í ruglinu með eftirlit og stjórnun fjármálakerfis hjá sjöllum sem alheimi er nú kunnugt.

Varðandi undanþágur/sérlausnir/fyrirvara etc. - þá er staðreyndin að mögulegt er að fá slíkt fram á næstum öllum sviðum EU málaflokka - að því gefnu að forsendurnar á bak við að slíkt eigi við í hinu eða þessu tilfellinu séu sterklega og röklega upp byggðar og meiki sens!  Ef það finnast engin rök til að undirbyggja nefndar sérlausnir/undanþágur/fyrirvara - þá er engin ástæða til slíks.  Skiljanlega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.8.2010 kl. 22:43

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Countries: Finland

Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)

"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)

Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture


Þorsteinn Briem, 25.8.2010 kl. 01:01

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það hentar NEI-sinnum að koma með ósannindi. Því ef einungis mætti beita sannleikanum þá væri fylgið við ESB mun meira.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.8.2010 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband