Leita í fréttum mbl.is

Það rýkur í kringum Jón!

Jón BjarnasonÓhætt er að sega að það blási hressilega í kringum landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra Íslands Jón Bjarnason (mynd). Hann eri í sviðsljósinu og fékk forsíðuna í Mogganum í morgun.

Össur Skarphéðinsson brást hart við ummælum Jóns í því blaði í morgun að nú væri kominn tími til að stoppa aðildarumsókn Íslands að ESB. Mogginn og Jón eiga nefnilega þetta sameiginlegt!

Jón Bjarnason er helsti talsmaður hins óbreytta ástands, Jón Bjarnason vill engar breytingar á Íslandi. Morgundagurinn á að vera EINS og gærdagurinn!

Þrátt fyrir t.d. hörmulega fjárhagsstöðu margra bænda, sem eins og aðrir í þessu landi myndu fá stórbætta (rekstrar)aðstöðu með lægri vöxtum og verðbólgu, ódýrari aðföngum o.s.fr.v. Landbúnaður er jú í eðli sínu rekstur. Almenningur þarf einnig að reka sín heimili!

Ungir jafnaðarmenn hafaa brugðist ókvæða við og krefjast nú afsagnar Jóns Bjarnasonar. Þeir sendu frá þessa ályktun um málið í kvöld:

Ályktun Ungra Jafnaðarmanna

Ungir Jafnaðarmenn bregðast ókvæða við þeim hvatvísu ummælum Jóns Bjarnasonar Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra þess efnis að íslensk stjórnvöld segi ósatt frá því hvernig samningaferli við Evrópusambandið sé háttað og að ríkisstjórninni beri að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka.
Ítrekuð dæmi eru til um að Jón Bjarnason sé ófær um að starfa jafnfætis ríkisstjórninni og beinlínis þvert á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna, þá má nefna andstöðu hans við uppstokkun innan stjórnarráðsins og tregleika við eflingu nýliðunar og samkeppni í landbúnaðargeiranum. Í ljósi þess krefjast Ungir jafnaðarmenn tafarlausrar afsagnar Jóns Bjarnasonar af stóli Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þeir sem kalla sig jafnaðarmenn, eru arfleifð gamalla tíma.Komintern sáluga, dreymdi um sameiningu allra bolsa Evrópu.Nú dreymir alla þá sem kalla sig jafnaðarmenn í Evrópu um að sameinast í einu ríki ESB.Hitler var þjóðernisjafnaðarmaður.Honum tókst að sameina stærsta hluta Evrópu með valdi í skamman tíma.Nútímajafnaðarmenn ESB eru að því með hótunum um viðskiptaþvinganir og einangrun.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 24.8.2010 kl. 21:28

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

BREYTINGAR Á RÁÐUNEYTUNUM 1. JANÚAR OG 1. APRÍL NÆSTKOMANDI.

"Innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti verða stofnuð 1. janúar 2011.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti verður stofnað 1. apríl 2011.

Þá verður verður einnig nafni umhverfisráðuneytisins breytt og það fær nafnið umhverfis- og auðlindaráðuneyti
til samræmis við endurskoðað hlutverk."

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands


9.6.2010:


"Lagt var fram  frumvarp til laga á Alþingi í kvöld þar sem mælt er fyrir um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands.

Verði frumvarpið að lögum fækkar ráðuneytunum úr tólf í níu.

Um er að ræða stjórnarfrumvarp og er fyrsti flutningsmaður Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Breytingarnar fela í sér að innanríkisráðuneyti verður til við sameiningu dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, velferðarráðuneyti við sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti við sameiningu iðnaðarráðuneytisins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

Einnig er lagt til að heiti umhverfisráðuneytisins verði breytt í umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Um er að ræða breytingar í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 10. maí 2009 um stjórnkerfisumbætur.
"

Frumvarp um breytingar á ráðuneytunum lagt fram


Ríkisstjórn Íslands

Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 21:53

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þeir sem líkja ESB við Hitler eru að stimpla sig sjálfkrafa útur umræðunni.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.8.2010 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband