24.8.2010 | 21:41
Taktu hár úr hala mínum......
Meira af Jóni Bjarnasyni: Félag atvinnurekenda íhugar að kæra Jón. RÚV birti frétt um málið:
"Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir landbúnaðarráðherra brjóta alþjóðasamninga. Hann reisi allt of háa tollmúra á innfluttar landbúnaðarafurðir með því að verðleggja tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur hærra en tíðkast hefur. Kaupmenn íhuga að kæra ráðherrann.
Samkvæmt alþjóðalögum ber landbúnaðarráðherra að gefa út ákveðinn kvóta af erlendum landbúnaðarvörum sem bera lægri tolla en aðrar slíkar vörur. Þetta hefur ráðherrann hinsvegar hundsað síðustu misserin og býður kvótann út á hærra verði en áður hefur tíðkast. Þegar þetta bætist við hrun krónunnar er verð á mörgum innfluttum landbúnaðarvörum orðið mjög hátt. Yfir þessu kvarta kaupmenn og beita Félagi atvinnurekenda fyrir sig.
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, bendir á að þetta hafi verið kært til umboðsmanns Alþingis. Í áliti hans komi fram að ráðherra sé að brjóta alþjóðasamninga Íslands með því að bjóða ekki innflutningskvóta með lægri tolli en almennt sé kveðið á um. Íslenskar landbúnaðarafurðir séu frábærar en neytendur vilji val. Verið sé að bregða fæti fyrir erlenda samkeppni og hann veltir því fyrir sér hvað ráðherra myndi gera ef við fengjum sömu viðbrögð við útflutningi okkar. Það skorti í umræðuna að við séum líka í útflutningi og viljum væntanlega að erlend ríki standi við alþjóðaskuldbindingar." (http://www.ruv.is/frett/segir-radherra-brjota-samninga)
Í sögunni um Búkollu hverfur kusa og stráksi er sendur að leita. Vonda tröllskessan hafði tekið hana. Stráksi finnur Búkollu og leysir hana. En stór tröllskessa er á eftir þeim (vondu útlendingarnir). Bregður Búkolla því á það ráð að reisa háar hindranir, sem aðeins "fuglinn fljúgandi" kemst yfir (tollamúrar) til að tefja framgang tröllskessunnar. Kíkjum aðeins á söguna þegar líður að lokum hennar:
"Nú sér karlsson, að skessan muni strax ná sér, því hún var svo stórstíg.
Þá segir hann: "Hvað eigum við nú að gera, Búkolla mín?"
"Taktu hár úr hala mínum, og leggðu það á jörðina," segir hún.
Síðan segir hún við hárið: "Legg ég á, og mæli ég um, að þú verðir að svo stóru fjalli, sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi."
Varð þá hárið að svo háu fjalli, að karlsson sá ekki nema upp í heiðan himininn.
Þegar skessan kemur að fjallinu, segir hún: "Ekki skal þér þetta duga, strákur. Sæktu stóra borjárnið hans föður míns, stelpa!" segir hún við minni skessuna.
Stelpan fer og kemur með borjárnið. Borar þá skessan gat á fjallið, en varð of bráð á sér, þegar hún sá í gegn, og tróð sér inn í gatið, en það var of þröngt, svo hún stóð þar föst og varð loks að steini í gatinu, og þar er hún enn.
En karlsson komst heim með Búkollu sína, og urðu karl og kerling því ósköp fegin."
Þá er það spurningin eftir allt saman: Tekst Jóni Bjarnasyni að vernda íslenskan landbúnað gegn vondum "erlendum tröllskessum" ?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ERU GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.
"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.
Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.
Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.
Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.
Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.
Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.
Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."
Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9
Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.
Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.
Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.
Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69
En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 22:00
Áfram Jón, gegn aftaníossum ESB.Nei við arðráni og nýlendukúgun.
Sigurgeir Jónsson, 24.8.2010 kl. 22:49
TOLLAR af landbúnaðarvörum frá löndum í Evrópusambandinu FALLA HÉR NIÐUR við aðild Íslands að sambandinu og þannig getur matarreikningur okkar Íslendinga LÆKKAÐ UM FIMM MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI.
Matarreikningur Finna LÆKKAÐI UM 11% við aðild Finnlands að Evrópusambandinu.
"- matprisene falt I gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem I 1995 (årsak reduksjon I produsentprisen)
- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10
Býlum hér mun áfram fækka og þau munu stækka enn frekar, eins og í Finnlandi.
Sauðfjárbúum HEFUR FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.
Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36
"Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.
Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd ["nordisk bistand", OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU]."
"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK, ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR EVRÓPUSAMBANDSINS."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79
"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten I Nord-Finland. Denne ER IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14
"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.
In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4."
Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry
Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 22:55
Kanada er fjölmennasta ríki Íslendinga fyrir utan Ísland sjálft.Framtíðin liggur í norðrinu ekki á Balkanskaga, eða við Miðjarðarhafið eða í elliheimilum Evópu.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 24.8.2010 kl. 23:02
EVRÓPUSAMBANDSRÍKIN, SEM ÖLL ERU SJÁLFSTÆÐ OG FULLVALDA RÍKI, eiga að sjálfsögðu viðskipti við ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, TIL AÐ MYNDA KÍNA OG KANADA, en Evrópska efnahagssvæðið GREIÐIR EINFALDLEGA HÆSTA VERÐIÐ fyrir íslenskar vörur og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn.
Í fyrra, árið 2009, komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.
Árið 2009 fóru einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar til Bandaríkjanna, 2,3% til Kína, 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada en þá komu einungis 6,9% af vöruinnflutningi okkar frá Bandaríkjunum, 5% frá Kína, 1,9% frá Kanada og 0,7% frá Rússlandi.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu en einungis um 10% í Bandaríkjunum, 2% í Kanada, 1% í Kína og enn færri í Rússlandi.
Þar að auki ferðumst við Íslendingar aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og Íslendingar í námi erlendis stunda langflestir nám á Evrópska efnahagssvæðinu.
"Erasmus er flaggskip Evrópusambandsins á sviði menntasamstarfs og á hverju ári gerir Erasmus um tvöhundruð þúsund evrópskum stúdentum kleift að nema eða vinna erlendis."
Erasmus - Flaggskip Evrópusambandsins á sviði menntasamstarfs
The Erasmus Programme
Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2010
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 23:09
Í fyrra, árið 2009, fluttum við út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og LANDBÚNAÐARVÖRUR fyrir um ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Gjaldeyristekjur okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009
Þorsteinn Briem, 25.8.2010 kl. 00:00
"Countries: Finland
Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)
"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)
Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture
Þorsteinn Briem, 25.8.2010 kl. 01:02
Steinar Briem. Hvað færð þú á mánuði greidda úr sukksjóðum ESB fyrir þín rasistaskrif gegn
íslenzkum þjóðarhagsmunum í þágu ESB-hagsmuna?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.8.2010 kl. 01:32
Guðmundur Jónas Kristjánsson
Þú ert jafn skemmtilega HEIMSKUR og þú ert LJÓTUR.
Og er þá mikið sagt!
Þar að auki hefur þú greinilega ekki hugmynd um hvað orðið rasismi merkir.
Þess vegna ætla ég að sleppa því að láta birta þér stefnu fyrir meiðyrði.
Haltu bara áfram að hlusta á þinn Wagner og þýsku óperur, elsku kallinn minn.
"Racism is the belief that the genetic factors which constitute are a raceprimary determinant of human traits and capacities and that racial differences produce an inherent superiority of a particular race."
Racism - Wikipedia
Við Íslendingar GRÆÐUM MUN MEIRA á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til að mynda UPPTÖKU EVRU, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN og NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum.
Með aðildinni LÆKKAR VERÐ Á LANDBÚNAÐARVÖRUM frá Evrópusambandslöndunum í verslunum hérlendis um FIMM MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI vegna niðurfellingar tolla.
Framleiðendur á landbúnaðarvörum í þeim löndum gætu því selt meira af þeim hér en áður. Hins vegar er enn óvíst HVAÐA kjötvörur nákvæmlega MÆTTI SELJA HÉR frá Evrópusambandslöndunum, þar sem eftir er að komast að niðurstöðu um slíkt.
Lambakjöt yrði tæpast flutt hér inn í einhverjum mæli og margir myndu ekki vilja kaupa innflutt nautakjöt, enda þótt það yrði töluvert ódýrara en það íslenska.
Íslenski matvörumarkaðurinn er aftur á móti MJÖG LÍTILL og NÚ ÞEGAR ERU FLESTAR MATVÖRUR HÉR INNFLUTTAR.
Þar að auki myndi innflutningur hér á AÐFÖNGUM frá Evrópusambandslöndunum TIL LANDBÚNAÐAR MINNKA með auknum innflutningi á landbúnaðarvörum frá þessum löndum.
ERLEND AÐFÖNG til landbúnaðar hérlendis eru til að mynda olía, dráttarvélar, kjarnfóður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og tilbúinn áburður.
Og þar sem VIÐ ÍSLENDINGAR HÖFUM MUN MEIRI HAG AF ÞVÍ en íbúar Evrópusambandslandanna að Ísland fengi aðild að sambandinu væri HARLA EINKENNILEGT ef Evrópusambandið hefði áhuga á að greiða Íslendingum fyrir þá opinberu SKOÐUN, SEM BYGGÐ ER Á FJÖLDAMÖRGUM RÖKUM, að Ísland STÓRGRÆÐI á aðild að sambandinu.
Þorsteinn Briem, 25.8.2010 kl. 03:12
Þú verður að átta þig á því Steini að margir af andstæðingum ESB skilja ekki útlensku
Óskar Þorkelsson, 25.8.2010 kl. 05:56
Þorsteinn Briem, 25.8.2010 kl. 06:17
Viljum minna menn (sem eru hér í miklum meirihluta) að spara STÓRU orðin hér á blogginu. Sérstaklega um útlit manna og annað slíkt.
Verum málefnaleg!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 25.8.2010 kl. 06:40
Evrópusamtökin,
Sem betur fer eru eingöngu menn hér, þar sem konur eru líka menn.
Það er gott að Evrópusamtökin viti það.
En á meðan Evrópusamtökin útiloka EKKI skrif þeirra manna hér sem kalla mig RASISTA og annað slíkt mun ég að sjálfsögðu EKKI spara stóru orðin gegn þeim.
Undirritaður er ALDREI með ókurteisi, hvað þá meiðyrði, í garð þeirra sem sýna mér kurteisi hér.
Og það er STÓRFURÐULEGT hvers konar skrif Evrópusamtökin hafa LEYFT hér í minn garð, meðal annars alls kyns MEIÐYRÐI, jafnvel daglega.
En YKKUR finnst þessi ummæli í minn garð greinilega vera MÁLEFNALEG og samþykkið þau með því að eyða þeim ekki!
Hvernig væri nú að ÞIÐ SJÁLF reynduð að taka ykkur á í þessum efnum, í stað þess að kvarta undan því að menn svari hér fyrir sig?!
Og gott væri nú fyrir YKKUR að lesa vel íslenska LÖGGJÖF UM MEIÐYRÐI í almennum hegningarlögum.
En YKKUR finnst GREINILEGA í góðu lagi að láta alls kyns MEIÐYRÐI standa hér og eruð því ENGU BETRI en þeir sem birta meiðyrðin.
Þorsteinn Briem, 25.8.2010 kl. 07:37
Þetta er enn einn naglinn á líkkistu Jóns sem ráðherra.
Sleggjan og Hvellurinn, 25.8.2010 kl. 13:56
Jón er í fullu fjöri og segir bara sannleikann.
En sannleikanum verða ESB sinnar sárreiðastir sem oft áður.
Þessi líkkistunagli sem Sleggjan og Co eru að tala um að verði settur í líkkistu Jóns Bjarnasonar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þykir mér nú líklegra að verði rekinn í líkkistuna sem þjóðin er að smíða utan um ESB umsóknina.
Því það verður hún en ekki Jón sem verður borinn til grafar bráðum.
Blóm og kransar verða vel þegnir við þá fjölmennu og fjörlegu jarðarför
Fólk verður þar ekki til að syrgja, heldur mun þjóðin samfagna yfir stórsigri fólksins og þjóðarinnar !
Gunnlaugur I., 25.8.2010 kl. 14:37
Ertu að segja að Jón segir sannleikann en Jóhanna, Steingrímur J og Össur eru að lúga?
Mikil er trú þín á þessum manni.
Sleggjan og Hvellurinn, 25.8.2010 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.