Leita í fréttum mbl.is

Lífleg umræða!

Margar áhugaverðar greinar hafa birst um Evrópumál að undanförnu, aðallega í Fréttablaðinu. Þar má til dæmis nefna greinar eftir Semu Erlu Serdar, Einar Benediktsson og Jón Steindór Valdimarsson. Evrópusamtökin hafa birt þessar greinar á heimasíðu sinni http://www.evropa.is og hvetjum við alla til að lesa þessar greinar.

En leiðari Ólafs Stephensen ritstjóra í Fréttablaðinu í dag er skyldulesning fyrir hugsandi fólk. Þar tætir hann í sig rök þeirra aðila sem hafa verið að gagnrýna aðildarviðræður og kallað þær ,,aðlögunarviðræður". Ólafur skrifar meðal annars:

,,Það er svolítið spaugilegt að ýmsir þeir, sem nú hlaupa upp til handa og fóta vegna gruns um „aðlögun" hafa sjálfir staðið fyrir slíkri aðlögun, og það án þess að búið væri að sækja um aðild að ESB. Einar K. Guðfinnsson, sem nú vill fund í landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd vegna málsins, lagði til dæmis fram frumvarp um aðlögun íslenzks landbúnaðar að heilbrigðisreglum ESB, sem landbúnaðurinn kunni honum reyndar litlar þakkir fyrir.

Evrópusambandið er svo fyrirferðarmikið á alþjóðavettvangi og samskipti Íslands við sambandið svo mikil, að alls konar aðlögun að reglum sambandsins er og verður nauðsynleg, jafnvel þótt Ísland gangi aldrei í ESB. Þannig hefur verið nokkuð víðtæk samstaða um að náist samkomulag um aukna fríverzlun á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar, muni Ísland þurfa að breyta stuðningi sínum við landbúnað til samræmis við það sem gerist í ESB.

Með aðild að Evrópusambandinu hefði Ísland áhrif á alls konar reglur, sem það þarf í dag að laga sig að, þótt það standi utan ESB. Þannig væri hagsmunum Íslands betur borgið. En það vilja þeir auðvitað alls ekki sjá, sem nú hræðast „aðlögunina".

Hægt er að lesa leiðarann á þessari slóð:

 

http://www.visir.is/esb-og-adlogunin/article/2010634279123


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst nú samt fyndnast að heyra það sem norski prófessorinn sagði. Að á endanum muni rök og skynsemi ekki sigra í þjóðaratkvæðagreiðslu heldur hvor aðilinn með á á móti höfði sterkar til þjóðerniskenndar "stórasta lands í heimi". Líklega eru þeir sem skynsamlega tala og hugsa um já og nei sjónarmið jafnmargir. Síðan þarf að ná til hóps manna sem gæti fundist það ógna þjóðerniskennd sinni að segja já frekar en nei.

Íslenska er óþjált tungumál í stjórnmála umræðu. Orð einsog Aðild má greinilega túlka sem "innlimun". Aðlögunarferli er greinilega hægt að túlka neikvætt líka. Hinn "stolti" Íslendingur vill auðvitað ekki aðlagast neinu. Hann er og verður það sem hann er. Verðbólga er íslensk finnst íslendingnum og það er verðtrygging líka. Ef "útlendingum" líkar þetta ekki geta þeir barasta átt sig og ég er farinn í fýlu, langa fýlu. 

Íslenska útgerðin sem er rekin fyrir erlent lánsfé og allur afli sendur þangað og gróðinn saltaður í evrum er "alíslenskur". Jafnvel þó´"útlendingurinn" eigi þetta óbeint. Jafnvel svo mikið að það vefst fyrir ESB að setja viðskiptabann á sjóræningjaútgerðirnar. Sennilega verður þetta leyst sem innanhúss mál fjármagnseigenda og útgerðar.

Gagnkvæmni er ekki hugtak sem íslendingurinn hefur lært. Það er nú bara þannig. Öll réttindi eru einhliða í hugum landans. Ef við semjum um einhver réttindi dettur fæstum í hug að neitt komi á móti og verða steinhissa og "blekktir" á svipinn.

Íslendingar mega fara útum alla evrópu og vinna og læra en vilja ekki að evrópumenn fái vinnu hér þegar hana er að hafa.

Ég veit svo sannarlega ekki hvernig hægt er að sannfæra fólk um að þjóðin geti blómstrað innan ESB þegar lýgin og útúrsnúningarnir er eina vonin og hana hafa andstæðingarnir svo yfir flóir.

Gísli Ingvarsson, 25.8.2010 kl. 16:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.

Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.

EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI.
"

"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.


(Bókin er 1.200 blaðsíður.)

Þorsteinn Briem, 25.8.2010 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband