25.8.2010 | 14:36
Lífleg umræða!
En leiðari Ólafs Stephensen ritstjóra í Fréttablaðinu í dag er skyldulesning fyrir hugsandi fólk. Þar tætir hann í sig rök þeirra aðila sem hafa verið að gagnrýna aðildarviðræður og kallað þær ,,aðlögunarviðræður". Ólafur skrifar meðal annars:
,,Það er svolítið spaugilegt að ýmsir þeir, sem nú hlaupa upp til handa og fóta vegna gruns um aðlögun" hafa sjálfir staðið fyrir slíkri aðlögun, og það án þess að búið væri að sækja um aðild að ESB. Einar K. Guðfinnsson, sem nú vill fund í landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd vegna málsins, lagði til dæmis fram frumvarp um aðlögun íslenzks landbúnaðar að heilbrigðisreglum ESB, sem landbúnaðurinn kunni honum reyndar litlar þakkir fyrir.
Evrópusambandið er svo fyrirferðarmikið á alþjóðavettvangi og samskipti Íslands við sambandið svo mikil, að alls konar aðlögun að reglum sambandsins er og verður nauðsynleg, jafnvel þótt Ísland gangi aldrei í ESB. Þannig hefur verið nokkuð víðtæk samstaða um að náist samkomulag um aukna fríverzlun á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar, muni Ísland þurfa að breyta stuðningi sínum við landbúnað til samræmis við það sem gerist í ESB.
Með aðild að Evrópusambandinu hefði Ísland áhrif á alls konar reglur, sem það þarf í dag að laga sig að, þótt það standi utan ESB. Þannig væri hagsmunum Íslands betur borgið. En það vilja þeir auðvitað alls ekki sjá, sem nú hræðast aðlögunina".
Hægt er að lesa leiðarann á þessari slóð:
http://www.visir.is/esb-og-adlogunin/article/2010634279123
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Mér finnst nú samt fyndnast að heyra það sem norski prófessorinn sagði. Að á endanum muni rök og skynsemi ekki sigra í þjóðaratkvæðagreiðslu heldur hvor aðilinn með á á móti höfði sterkar til þjóðerniskenndar "stórasta lands í heimi". Líklega eru þeir sem skynsamlega tala og hugsa um já og nei sjónarmið jafnmargir. Síðan þarf að ná til hóps manna sem gæti fundist það ógna þjóðerniskennd sinni að segja já frekar en nei.
Íslenska er óþjált tungumál í stjórnmála umræðu. Orð einsog Aðild má greinilega túlka sem "innlimun". Aðlögunarferli er greinilega hægt að túlka neikvætt líka. Hinn "stolti" Íslendingur vill auðvitað ekki aðlagast neinu. Hann er og verður það sem hann er. Verðbólga er íslensk finnst íslendingnum og það er verðtrygging líka. Ef "útlendingum" líkar þetta ekki geta þeir barasta átt sig og ég er farinn í fýlu, langa fýlu.
Íslenska útgerðin sem er rekin fyrir erlent lánsfé og allur afli sendur þangað og gróðinn saltaður í evrum er "alíslenskur". Jafnvel þó´"útlendingurinn" eigi þetta óbeint. Jafnvel svo mikið að það vefst fyrir ESB að setja viðskiptabann á sjóræningjaútgerðirnar. Sennilega verður þetta leyst sem innanhúss mál fjármagnseigenda og útgerðar.
Gagnkvæmni er ekki hugtak sem íslendingurinn hefur lært. Það er nú bara þannig. Öll réttindi eru einhliða í hugum landans. Ef við semjum um einhver réttindi dettur fæstum í hug að neitt komi á móti og verða steinhissa og "blekktir" á svipinn.
Íslendingar mega fara útum alla evrópu og vinna og læra en vilja ekki að evrópumenn fái vinnu hér þegar hana er að hafa.
Ég veit svo sannarlega ekki hvernig hægt er að sannfæra fólk um að þjóðin geti blómstrað innan ESB þegar lýgin og útúrsnúningarnir er eina vonin og hana hafa andstæðingarnir svo yfir flóir.
Gísli Ingvarsson, 25.8.2010 kl. 16:12
"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.
Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.
EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI."
"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.
(Bókin er 1.200 blaðsíður.)
Þorsteinn Briem, 25.8.2010 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.