28.8.2010 | 14:21
Evrópusinnum hótað
Á Íslandi er enginn her. ESB er ekki með her heldur. Þessvegna kom það ritara nokkuð á óvart þegar Pressan.is birti frétt með þessari fyrirsögn:
Er verið að stofna íslenskan skæruliðaher? Evrópusinnar og mafíósar hugsanleg skotmörk
Lesið fréttina alla hér.
Þetta er hinsvegar ekkert grín, heldur dauðans alvara! Er það virkilega orðið svo að Evrópusinnar geti ekki um frjálst höfuð strokið á Íslandi í dag?
Þróun sem þessi er eitt fyrsta merki þess þegar lýðræði þróast í andstöðu sína, þ.e. ógnarstjórn.
Er það makrmið þessara manna?
Samkvæmt annarri frétt í Pressunni hefur málið verið til lögreglunnar.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þetta þjóðernisofstækislið hér ER ALGJÖR VIÐBJÓÐUR!!!
Og SÍFELLDAR ÆRUMEIÐINGAR þessa GLÆPAHYSKIS eru með ólíkindum!!!
Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 14:43
Ef Evrópusambandið hefði engann her, hví ætti það þá að hafa sameiginlega öryggis og hernaðarstefnu?
Hvað skyldu hinir 17 Orrustusafnaðir Evrópusambandsins vera?
Sjálfstæðar einingar 1500 manna eða fleiri búnar skriðdrekum, brynvögnum, þyrlum, stórskotavopnum og öðrum hernaðartólum geta vart verið hersveitir eða hvað?
Þær eru kannski bara þvílíkt grín að ekki tekur að taka mark á þeim hernaðarlega?
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 14:52
Taka ber eftir því að andsinnar almennt fodæma þetta ekki.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 14:59
Pétur Guðmundur Ingimarsson,
Það mætti halda að þú sért með ör í heilanum frá Hróa hetti.
MARGBÚIÐ að svara þessum geðveikislega heilaspuna ykkar.
Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 15:03
En hvað það var nú gaman að heyra Steini minn. En hver eru þessi svör?
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 15:11
"Öryggis- og varnarmál. Almennt og áhrif Lissabon-sáttmálans:
Nefndin hefur kynnt sér þær reglur sem gilda um utanríkis- og öryggismál í Evrópusambandinu og þær breytingar sem verða þegar Lissabon-sáttmálinn tekur gildi.
Lissabon-sáttmálinn kveður á um að öryggis- og varnarmálastefna Evrópusambandsins verði óaðskiljanlegur hluti af utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og hafi þar af leiðandi sömu markmið.
Þau meginverkefni sem falla undir öryggis- og varnarmálastefnuna eru friðargæsla, friðaruppbygging, hættuástandsstjórnun (e. crisis management), og mannúðar- og neyðaraðstoð.
Sáttmálinn skuldbindur aðildarríkin til að móta til lengri tíma litið sameiginlega varnarstefnu og þar með, þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins (e. European Council) samþykkir einróma, sameiginlegar varnir.
Lissabon-sáttmálinn kveður hvorki á um að her Evrópusambandsins verði stofnaður né að herskyldu verði komið á.
Jafnframt eru sett margs konar skilyrði fyrir þróun sameiginlegrar varnarmálastefnu, meðal annars að slík stefna skuli ekki stangast á við stefnu þeirra ríkja sem eru aðilar að NATO.
Hafa ber í huga að við gerð Lissabon-sáttmálans hefur þurft að taka tillit til aðildarríkja með ólíka forsögu í öryggis- og varnarmálum.
Af 27 ríkjum eru 21 aðili að NATO. Af hinum sex ríkjunum eru fimm (Austurríki, Finnland, Írland, Malta og Svíþjóð) yfirlýst hlutlaus. Kýpur stendur utan NATO vegna andstöðu Tyrkja.
Sérstaða Íslands sem herlausrar og vopnlausrar þjóðar er augljós. Ísland mun undir engum kringumstæðum koma á innlendum her eða taka þátt í samstarfi herja.
Af þeim sökum er einnig eðlilegt að Ísland standi utan Evrópsku varnarmálastofnunarinnar (EDA), líkt og Írar hafa kosið að gera, enda þátttaka í henni valkvæð.
Breytingar vegna Lissabon-sáttmálans munu ekki hafa áhrif á þá meginreglu að ákvarðanir í utanríkis- og öryggismálum þarf að samþykkja einróma og ekki er hægt að þvinga aðildarríki með atkvæðagreiðslu til að taka þátt í aðgerðum.
Meiri hlutinn áréttar að í þessu felst að ríki verður hvorki þvingað til friðargæslu né hernaðaraðgerða, né til að fylgja ákveðinni stefnu.
Ríki geta hins vegar valið að sitja hjá ef þau vilja ekki standa í vegi fyrir vilja meiri hlutans.
Nefndin hefur kynnt sér lagalega bindandi ákvörðun leiðtogafundar Evrópusambandsins frá 19. júní 2009 um túlkun Lissabon-sáttmálans hvað varðar öryggis- og varnarmál.
Í henni er ítrekað að ákvörðun um þróun sameiginlegra varna þurfi að taka einróma og í samræmi við stjórnarskrá hvers ríkis.
Auk þess gengur sameiginlega öryggis- og varnarmálastefnan aldrei framar stefnu hvers ríkis í öryggis- og varnarmálum.
Þar kom og fram að hvert aðildarríki ákveður hvort það taki þátt í fastri samvinnu á sviði varnarmála eða í evrópskri varnamálastofnun.
Þá telur meiri hlutinn rétt að benda á að í ákvörðun fyrrnefnds leiðtogafundar ESB var skýrt tekið fram að í Lissabon-sáttmálanum væri ekki gert ráð fyrir samevrópskum her, né herskyldu, af neinu tagi auk þess sem hvert aðildarríki ákveður í samræmi við réttarreglur sínar hvort það taki þátt í hernaðaraðgerðum."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 15:37
Gaman að þessu. Þú svara þó hvergi um Orrustusafnaði ESB.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 16:22
Auðvitað vita allir sem hlusta á helstu formælendur ESB aðlögunarinnar og ESB Stórríkisins að ESB herinn undir sameiginlegri stjórn apparatsins sjálfs liggur í loftinu og þegar eru komnar á laggirnar sérstakar sameiginlega viðbragðs og varðsveitir atvinnuhermanna.
Þetta vita allir.
Það er hinns vega enn ekki kominn nein herskylda í þessar séskipuðu ESB varðsveitir.
En hverjar myndu tilskipanirnar verða ef sameinaður her kúgaðra Afríkuríkja og eða Asíu ríkja tæki þátt í hernaðaraátökum við ESB "hagsmunina" eins og þeir væru túlkaðir af ESB Elítunni.
Alla vegana hefur ESB Elítan eins og öðrum stórveldum að mestu auðvitað á laun, nýlega tekist að komið sér upp sérstakri öryggis- og leyniþjónustu sem ætlað er það "göfuga" hlutverk að gæta sérlegra hagsmuna ESB- elítunnar og óskilgreindra hagsmuna ESB stórríkisins.
Eins og öðrum slíkum "leyniþjónustum" stórvelda sem fá svo mikið og víðtækt hlutverk er auðvitað ekki langt að bíða að svona sjálfskipuð leynileg apparöt brjóti lög, reglur og mannréttindi allt í nafni leyndarinnar og heildarhgsmuna og rétttrúnaðrins samanber KGB og CIA.
Allavegana hefur Leyni- og Öryggisþjónustu ESB strax á sínum fyrstu árum í þjónustu Stórríkisins bæði tekist að standa að ólöglegum handtökum og ýmis konar alvarlegum mannréttindabrotum gegn einstaklingum og samtökum þeirra án þess að nokkur væri þar dreginn til ábyrgðar !
Eru þeir kannski hér að störfum nú þegar á meðal vor og eru að skrá allar okkar athafnir og skoðanir ? Kæmi mér ekki á óvart !
Sérstakt Sendiráð ESB með mikið starfslið og sérstakan sendiherra með fullar hendur fjár til þess að reyna með öllum ráðum að hafa áhrif á álit og skoðanir þjóðarinnar er nú að taka til starfa hér í landinu.
Viljum við virkilega þetta frjálsir og fullvalda íslendingar ?
Ég bið bæði konur og menn að hugsa málin !
Gunnlaugur I., 28.8.2010 kl. 17:50
Pétur Guðmundur Ingimarsson
"Orrustusafnaði ESB."
Ekki veit ég hvaða söfnuð þú ert að tala um. Ætli hann tilheyri ekki munnsöfnuði Gunnlaugs I., riddarans sjónumhrygga, sem vill ENDILEGA búa í Evrópusambandslandinu Spáni og BERJAST ÞAR VIÐ EIGIN VINDMYLLUR OG HEILASPUNA.
Þar er nú af nógu að taka að berjast við!!!
Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 18:31
Hver á að trúa svona vitleysu á Íslandi? Var þessi aðgerðafræði kennd í ESB skólanum?
Jón Baldur Lorange, 28.8.2010 kl. 20:12
Jón Baldur L'Orange,
Eins og MARGIR andstæðingar Evrópusambandsins skrifa MÁ BÚAST VIÐ hvaða OFBELDISVERKUM sem er AF ÞESSU SJÚKA OG KOLRUGLAÐA LIÐI!!!
Það þarf nú ekki annað en að lesa þessar FRÉTTIR til að komast að þeirri niðurstöðu!!!
Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 20:40
Sæll Steini minn.
Greinilegt að þú ert kominn út í útúrsnúningana, þar sem þú getur ekki sýnt fram á þann hugarburð að ESB eigi engan herafla.
ESB býr yfir 17 Orrustusöfnuðum. Hver þeirra samanstendur af nokkur þúsund hermönnum aðildarþjóða ESB og vopnum af ýmsu tagi, allt frá stórskotabyssum til innrásarskipa.
Með smá tungumálakunnáttu og notkun leitarvefja getur þú auðveldlega komist í sannin um þetta.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 16:28
FIMM AÐILDARRÍKI EVRÓPUSAMBANDSINS ERU HLUTLAUS, Svíþjóð, Finnland, Írland, Austurríki og Malta, eins og hér hefur MARGOFT komið fram.
Sviss gæti því þess vegna haldið HLUTLEYSI sínu í Evrópusambandinu.
HLUTLEYSI FIMM AÐILDARRÍKJA EVRÓPUSAMBANDSINS.
"Af 27 ríkjum [Evrópusambandsins] er 21 aðili að NATO.
Af hinum sex ríkjunum eru FIMM (Austurríki, Finnland, Írland, Malta og Svíþjóð) YFIRLÝST HLUTLAUS.
Kýpur stendur utan NATO vegna andstöðu Tyrkja."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 20:03
The NATO-led Kosovo Force (KFOR):
Kosovo Force Troops(Sviss þar með 206 menn 26. febrúar 2010)
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 20:05
"Recognised as neutral:
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.