Leita í fréttum mbl.is

Evrópusinnum hótað

Á Íslandi er enginn her. ESB er ekki með her heldur. Þessvegna kom það ritara nokkuð á óvart þegar Pressan.is birti frétt með þessari fyrirsögn:

Er verið að stofna íslenskan skæruliðaher? Evrópusinnar og mafíósar hugsanleg skotmörk

Lesið fréttina alla hér.

Þetta er hinsvegar ekkert grín, heldur dauðans alvara! Er það virkilega orðið svo að Evrópusinnar geti ekki um frjálst höfuð strokið á Íslandi í dag?

Þróun sem þessi er eitt fyrsta merki þess þegar lýðræði þróast í andstöðu sína, þ.e. ógnarstjórn.

Er það makrmið þessara manna?

Samkvæmt annarri frétt í Pressunni hefur málið verið til lögreglunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta þjóðernisofstækislið hér ER ALGJÖR VIÐBJÓÐUR!!!

Og SÍFELLDAR ÆRUMEIÐINGAR þessa GLÆPAHYSKIS eru með ólíkindum!!!

Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 14:43

2 identicon

Ef Evrópusambandið hefði engann her, hví ætti það þá að hafa sameiginlega öryggis og hernaðarstefnu?

Hvað skyldu hinir 17 Orrustusafnaðir Evrópusambandsins vera?

Sjálfstæðar einingar 1500 manna eða fleiri búnar skriðdrekum, brynvögnum, þyrlum, stórskotavopnum og öðrum hernaðartólum geta vart verið hersveitir eða hvað?

Þær eru kannski bara þvílíkt grín að ekki tekur að taka mark á þeim hernaðarlega?

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 14:52

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Taka ber eftir því að andsinnar almennt fodæma þetta ekki. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 14:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pétur Guðmundur Ingimarsson,

Það mætti halda að þú sért með ör í heilanum frá Hróa hetti.

MARGBÚIÐ að svara þessum geðveikislega heilaspuna ykkar.

Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 15:03

5 identicon

En hvað það var nú gaman að heyra Steini minn. En hver eru þessi svör?

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 15:11

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Öryggis- og varnarmál. Almennt og áhrif Lissabon-sáttmálans:

Nefndin hefur kynnt sér þær reglur sem gilda um utanríkis- og öryggismál í Evrópusambandinu og þær breytingar sem verða þegar Lissabon-sáttmálinn tekur gildi.

Lissabon-sáttmálinn kveður á um að öryggis- og varnarmálastefna Evrópusambandsins verði óaðskiljanlegur hluti af utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og hafi þar af leiðandi sömu markmið.

Þau meginverkefni sem falla undir öryggis- og varnarmálastefnuna eru friðargæsla, friðaruppbygging, hættuástandsstjórnun (e. crisis management), og mannúðar- og neyðaraðstoð.

Sáttmálinn skuldbindur aðildarríkin til að móta til lengri tíma litið sameiginlega varnarstefnu og þar með, þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins (e. European Council) samþykkir einróma, sameiginlegar varnir.

Lissabon-sáttmálinn kveður hvorki á um að her Evrópusambandsins verði stofnaður né að herskyldu verði komið á.


Jafnframt eru sett margs konar skilyrði fyrir þróun sameiginlegrar varnarmálastefnu, meðal annars að slík stefna skuli ekki stangast á við stefnu þeirra ríkja sem eru aðilar að NATO.

Hafa ber í huga að við gerð Lissabon-sáttmálans hefur þurft að taka tillit til aðildarríkja með ólíka forsögu í öryggis- og varnarmálum.

Af 27 ríkjum eru 21 aðili að NATO. Af hinum sex ríkjunum eru fimm (Austurríki, Finnland, Írland, Malta og Svíþjóð) yfirlýst hlutlaus. Kýpur stendur utan NATO vegna andstöðu Tyrkja.

Sérstaða Íslands sem herlausrar og vopnlausrar þjóðar er augljós. Ísland mun undir engum kringumstæðum koma á innlendum her eða taka þátt í samstarfi herja.

Af þeim sökum er einnig eðlilegt að Ísland standi utan Evrópsku varnarmálastofnunarinnar (EDA), líkt og Írar hafa kosið að gera, enda þátttaka í henni valkvæð.

Breytingar vegna Lissabon-sáttmálans munu ekki hafa áhrif á þá meginreglu að ákvarðanir í utanríkis- og öryggismálum þarf að samþykkja einróma og ekki er hægt að þvinga aðildarríki með atkvæðagreiðslu til að taka þátt í aðgerðum.

Meiri hlutinn áréttar að í þessu felst að ríki verður hvorki þvingað til friðargæslu né hernaðaraðgerða, né til að fylgja ákveðinni stefnu.

Ríki geta hins vegar valið að sitja hjá ef þau vilja ekki standa í vegi fyrir vilja meiri hlutans.

Nefndin hefur kynnt sér lagalega bindandi ákvörðun leiðtogafundar Evrópusambandsins frá 19. júní 2009 um túlkun Lissabon-sáttmálans hvað varðar öryggis- og varnarmál.

Í henni er ítrekað að ákvörðun um þróun sameiginlegra varna þurfi að taka einróma og í samræmi við stjórnarskrá hvers ríkis.

Auk þess gengur sameiginlega öryggis- og varnarmálastefnan aldrei framar stefnu hvers ríkis í öryggis- og varnarmálum.

Þar kom og fram að hvert aðildarríki ákveður hvort það taki þátt í fastri samvinnu á sviði varnarmála eða í evrópskri varnamálastofnun.

Þá telur meiri hlutinn rétt að benda á að í ákvörðun fyrrnefnds leiðtogafundar ESB var skýrt tekið fram að í Lissabon-sáttmálanum væri ekki gert ráð fyrir samevrópskum her, né herskyldu, af neinu tagi auk þess sem hvert aðildarríki ákveður í samræmi við réttarreglur sínar hvort það taki þátt í hernaðaraðgerðum."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis

Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 15:37

7 identicon

Gaman að þessu. Þú svara þó hvergi um Orrustusafnaði ESB.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 16:22

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Auðvitað vita allir sem hlusta á helstu formælendur ESB aðlögunarinnar og ESB Stórríkisins að ESB herinn undir sameiginlegri stjórn apparatsins sjálfs liggur í loftinu og þegar eru komnar á laggirnar sérstakar sameiginlega viðbragðs og varðsveitir atvinnuhermanna.

Þetta vita allir.

Það er hinns vega enn ekki kominn nein herskylda í þessar séskipuðu ESB varðsveitir.

En hverjar myndu tilskipanirnar verða ef sameinaður her kúgaðra Afríkuríkja og eða Asíu ríkja tæki þátt í hernaðaraátökum við ESB "hagsmunina" eins og þeir væru túlkaðir af ESB Elítunni.

Alla vegana hefur ESB Elítan eins og öðrum stórveldum að mestu auðvitað á laun, nýlega tekist að komið sér upp sérstakri öryggis-  og leyniþjónustu sem ætlað er það "göfuga" hlutverk að gæta sérlegra hagsmuna ESB- elítunnar og óskilgreindra hagsmuna ESB stórríkisins.

Eins og öðrum slíkum "leyniþjónustum" stórvelda sem fá svo mikið og víðtækt hlutverk er auðvitað ekki langt að bíða að svona sjálfskipuð leynileg apparöt brjóti lög, reglur og mannréttindi allt í nafni leyndarinnar og heildarhgsmuna og rétttrúnaðrins samanber KGB og CIA.

Allavegana hefur Leyni- og Öryggisþjónustu ESB strax á sínum fyrstu árum í þjónustu Stórríkisins bæði tekist að standa að ólöglegum handtökum og ýmis konar alvarlegum mannréttindabrotum gegn einstaklingum og samtökum þeirra án þess að nokkur væri þar dreginn til ábyrgðar ! 

Eru þeir kannski hér að störfum nú þegar á meðal vor og eru að skrá allar okkar athafnir og skoðanir ? Kæmi mér ekki á óvart !

Sérstakt Sendiráð ESB með mikið starfslið og sérstakan sendiherra með fullar hendur fjár til þess að reyna með öllum ráðum að hafa áhrif á álit og skoðanir þjóðarinnar er nú að taka til starfa hér í landinu.

Viljum við virkilega þetta frjálsir og fullvalda íslendingar ? 

Ég bið bæði konur og menn að hugsa málin !

Gunnlaugur I., 28.8.2010 kl. 17:50

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pétur Guðmundur Ingimarsson

"Orrustusafnaði ESB."

Ekki veit ég hvaða söfnuð þú ert að tala um. Ætli hann tilheyri ekki munnsöfnuði Gunnlaugs I., riddarans sjónumhrygga, sem vill ENDILEGA búa í Evrópusambandslandinu Spáni og BERJAST ÞAR VIÐ EIGIN VINDMYLLUR OG HEILASPUNA.

Þar er nú af nógu að taka að berjast við!!!

Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 18:31

10 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Hver á að trúa svona vitleysu á Íslandi? Var þessi aðgerðafræði kennd í ESB skólanum?

Jón Baldur Lorange, 28.8.2010 kl. 20:12

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Baldur L'Orange,

Eins og MARGIR andstæðingar Evrópusambandsins skrifa MÁ BÚAST VIÐ hvaða OFBELDISVERKUM sem er
AF ÞESSU SJÚKA OG KOLRUGLAÐA LIÐI!!!

Það þarf nú ekki annað en að lesa þessar FRÉTTIR til að komast að þeirri niðurstöðu!!!

Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 20:40

12 identicon

Sæll Steini minn.

Greinilegt að þú ert kominn út í útúrsnúningana, þar sem þú getur ekki sýnt fram á þann hugarburð að ESB eigi engan herafla.

ESB býr yfir 17 Orrustusöfnuðum. Hver þeirra samanstendur af nokkur þúsund hermönnum aðildarþjóða ESB og vopnum af ýmsu tagi, allt frá stórskotabyssum til innrásarskipa.

Með smá tungumálakunnáttu og notkun leitarvefja getur þú auðveldlega komist í sannin um þetta.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 16:28

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

FIMM AÐILDARRÍKI EVRÓPUSAMBANDSINS ERU HLUTLAUS, Svíþjóð, Finnland, Írland, Austurríki og Malta, eins og hér hefur MARGOFT komið fram.

Sviss
gæti því þess vegna haldið HLUTLEYSI sínu í Evrópusambandinu.

HLUTLEYSI FIMM AÐILDARRÍKJA EVRÓPUSAMBANDSINS.


"Af 27 ríkjum [Evrópusambandsins] er 21 aðili að NATO.

Af hinum sex ríkjunum eru FIMM (Austurríki, Finnland, Írland, Malta og Svíþjóð) YFIRLÝST HLUTLAUS.

Kýpur
stendur utan NATO vegna andstöðu Tyrkja."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis

Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 20:03

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 20:05

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Recognised as neutral:

  • Austria (now a member of the European Union): neutral country since 1955, maintain external independence and inviolability of borders (expressly modeled after the Swiss neutrality).
  • Costa Rica: neutral country since 1949, after abolishing its military.
  • Finland (now a member of the European Union): military doctrine of competent, "credible" independent defence, not depending on any outside support, and the desire to remain outside international conflicts.
  • Ireland (now a member of the European Union): a traditional policy of military neutrality defined as non-membership of mutual defence alliances.
  • Japan: constitutionally forbidden from participating in wars, but maintains heavily-armed "self-defense forces" and a military alliance
  • Liechtenstein: since its army was dissolved in 1868.
  • Malta (now a member of the European Union): policy of neutrality since 1980, guaranteed in a treaty with Italy concluded in 1983.
  • Sweden (now a member of the European Union): has not fought a war since ending its involvement in the Napoleonic Wars in 1814 with a short war with Norway, making it the oldest neutral country in the world.
  • Switzerland: self-imposed, permanent, and armed, designed to ensure external security. Switzerland is the second oldest neutral country in the world; it has not fought a foreign war since its neutrality was established by the Congress of Vienna in 1815.
  • Turkmenistan: declared its permanent neutrality and had it formally recognised by the United Nations in 1995.
  • Vatican City: the Lateran Treaty signed in 1929 with Italy imposed that "The Pope was pledged to perpetual neutrality in international relations and to abstention from mediation in a controversy unless specifically requested by all parties" thus making Vatican City neutral since then."

Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband