Leita í fréttum mbl.is

Getraun: Hver skrifar og í hvaða blað?

war_is_hell_1021391.jpgES-bloggið efnir hér með til getraunar. Lesið eftifarandi:

"En af hverju hafa nágranna- og vinaþjóðir okkar, sem við höfum kallað svo, í Evrópu, svona mikla tilhneigingu til að kúga okkur, hvort sem um er að ræða þorsk, makríl eða Icesave?

Það er erfitt að skilja það eða festa hendur á því hvers vegna svo er en liðin saga í samskiptum okkar við þessar þjóðir segir sitt og veruleikinn, sem við stöndum frammi fyrir nú segir sína sögu. Það á að kúga okkur, hvað sem það kostar bæði vegna Icesave og makrílsins. Ætli ástæðan sé ekki helzt sú, að flestar þessara þjóða eru ekki enn búnar að venja sig af því að kúga smáþjóðir ef þær mögulega geta? Við eigum ekki annan kost en að herða varnir okkar. Það er það, sem þjóðir gera, þegar á þær er ráðizt."

Getraunin er:

1) Hver skrifar og

2) Í hvaða blað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson, Morgunblaðinu.

Hann var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þetta er allt honum að kenna!!!

Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 20:55

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

 Hættið þessu ESBaðildarkjaftæði og komið í alvöru endurreisn hér eru sko alvöru hugmyndir!

 http://alit.blog.is/blog/alit/entry/1086289/

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.8.2010 kl. 21:11

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Málin rædd í 157 athugasemdum.

Áfram Ísland ekkert ESB aðildarkjaftæði

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.8.2010 kl. 21:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Sæmundsdóttir,

Fyrst hugmyndir þínar eru svona góðar er um að gera fyrir þig að FRAMKVÆMA ÞÆR ásamt félögum þínum, Davíð Oddssyni og öllum hinum, sem hafa ALLA TÍÐ ÞEGIÐ PENINGA FRÁ ÞJÓÐINNI.

Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 21:20

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Steini, síðast kaus ég V-G vegna andstöðu þeirra við ESB.

Hvað varðar Davíð Oddson þá er hann skárri en Silvio Berlusconi.

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.8.2010 kl. 21:33

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Sæmundsdóttir,

Silvio Berlusconi er forsætisráðherra Ítalíu, sem er á Evrópska efnahagssvæðinu.


Og það er STÓRMERKILEGT AÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN LJÚGI NÚ DAGLEGA AÐ ÞJÓÐINNI varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu ÞEGAR LOKSINS ER HÆGT AÐ STÓRBÆTA HÉR LÍFSKJÖR ALMENNINGS VARANLEGA!!!

Davíð Oddsson
var hér forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu!!!

Með aðild
að Evrópusambandinu tökum við Íslendingar SJÁLFIR þátt í að semja löggjöf Evrópusambandsins og aðildarsamningi okkar verður EKKI breytt nema með samþykki okkar Íslendinga.

"EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.

Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 21:50

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Silvio Berlusconi á Ítalíu og allt sem ítalskt er.

Á meðan Berlusconi er forsætisráðherra Ítalíu á hann sæti í Leiðtogaráði ESB. Þar fer öll stefnumörkun fram. Ef við værum í ESB væri Jóhanna Sigurðardóttir fulltrúi okkar þar.

Ítalía á 72 þingmenn á Evrópuþinginu en Ísland fengi 5. Þingið er valdalítil afgreiðslustofnun, t.d. geta þingmenn ekki lagt fram lagafrumvörp.

Völdin liggja í leiðtoga- og ráðherraráðinu. Atkvæði Íslands yrði innan við 1% og þegar nýju Lissabon reglurnar taka gildi haustið 2014 fer það niður í 0,06%. Sem sagt úr nánast engu niður í akkúrat ekkert.

Til að ganga í ESB þurfum við að kjósa frá okkur lýðræðið.

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.8.2010 kl. 22:30

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Sæmundsdóttir,

NÚNA SEMJUM VIÐ
ÍSLENDINGAR EKKI ÞAU LÖG SEM VIÐ TÖKUM UPP SAMKVÆMT SAMNINGNUM UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ.

Í EVRÓPUSAMBANDINU TÖKUM VIÐ HINS VEGAR ÞÁTT Í AÐ SEMJA LÖG SAMBANDSINS.


Og það er
EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að samningunum um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið.

Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn Í
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU."

Finninn Timo Summa, s
endiherra Evrópusambandsins á Íslandi:

"Margir Íslendingar hafa áhyggjur af því að áhrif Íslands innan Evrópusambandsins verði lítil þegar á hólminn er komið.

Summa telur ekki ástæðu til þess að óttast það.


"LÍTIL LÖND í Evrópusambandinu á borð við heimaland mitt, Finnland, geta haft MJÖG MIKIL ÁHRIF ef þau eru virk innan sambandsins og beita sér fyrir þeim málefnum sem skipta þau máli.

Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra.

Yfirleitt er ferlið þannig að ákvörðunum er frekar slegið á frest, ef ekki næst samstaða um þær, en síður kosið um þær.

Ég hef stýrt yfir hundrað stórum fundum aðildarríkjanna og á þessum fundum hefur
ALDREI, ekki einu sinni, verið kosið um niðurstöðuna.

RÍKIN
setjast niður, RÖKRÆÐA OG KOMAST AÐ NIÐURSTÖÐU SEM ALLIR GETA SÆTT SIG VIÐ."

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi - Skilningur á sérstöðu Íslands

Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband