Leita í fréttum mbl.is

Sprengjubeltamaðurinn játar

PrePressanssan greindi frá því í dag að sá aðili sem stóð í hótunum gagnvart Evrópusinnum á Facebook, hefði játað og að síðan hfði verið fjarlægð.

Frétt Pressunnar: "Lögreglan hefur yfirheyrt og tekið skýrslu af manni sem hafði í hótunum við fund Evrópusinna sem haldinn var fyrr í vikunni. Hótanirnar komu fram á Facebook síðu sem maðurinn stofnaði og vakti mikinn óhug meðal skipuleggjenda fundarins.

Pressan greindi frá því í vikunni að Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands sem stóð að fundinum, hafi verið mjög brugðið vegna síðunnar, en titill hennar var „Við myndum fórna öllu fyrir Ísland“.

Í samtali við Pressuna fyrir helgi sagðist Bryndís hafa lagt inn kæru hjá lögreglu vegna málsins;

Okkur var illa brugðið sem og fleirum sem bentu okkur á þetta. Það er sorglegt þegar fólk hótar ofbeldi þegar það er orðið rökþrota. Þetta eru miklar öfgar. 

Á meðal þess sem var að finna á síðuni voru hótanir til Evrópusinna og tal um sprengjuárásir;

Brátt munum við birta lista yfir "óvini nýja Íslands", lista yfir réttdræpa landráðamenn, mafíósa, evrópusinna og önnur skotmörk sem þarf að uppræta með öllum tiltækum ráðum...ÁFRAM ÍSLAND ! 

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti í samtali við Pressuna að lögreglan hefði haft uppi á eiganda síðunnar og að viðkomandi hefði verið yfirheyrður.

Hann var yfirheyrður og af honum tekin skýrsla. Hann viðurkenndi að hann hefði staðið fyrir hótuninni en sagði að um grátt gaman hefði verið að ræða. Hann hafði sjálfur lokað síðunni þegar við ræddum við hann.

Friðrik Smári segir ekki ljóst á þessu stigi hvort ástæða væri til þess að taka málið lengra. Það yrði athugað síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Grátt gaman"?!

Eigum við þá ekki líka að hóta þessum manni öllu illu?!


Það væri bara "grátt gaman" og alveg svakalega fyndið!!!

Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 22:41

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Auðvitað á að taka hart á svona málum hratt og örugglega, og fá upp á borðið hvaða hvatir liggja hér að baki. Það var ekki við hæfi hjá Bryndísi að að blanda ESB pólitík í svona brjálæði eða ,,grátt gaman".

Jón Baldur Lorange, 30.8.2010 kl. 20:44

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þó að stofnandi síðunnar var ekki alvara þá er hætta á því að aðrir tóku þessu alvarlega.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.8.2010 kl. 20:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Baldur L'Orange,

"Það var ekki við hæfi hjá Bryndísi að að blanda ESB pólitík í svona brjálæði eða "grátt gaman"."

ER EKKI Í LAGI MEÐ KOLLINN Á ÞÉR???!!!


"Brátt munum við birta lista yfir "ÓVINI nýja Íslands", lista yfir RÉTTDRÆPA LANDRÁÐAMENN
, mafíósa, EVRÓPUSINNA og önnur SKOTMÖRK sem þarf að uppræta með öllum tiltækum ráðum...ÁFRAM ÍSLAND !"


Þetta er nú ENGAN VEGINN Í FYRSTA SINN SEM VIÐ EVRÓPUSINNAR ERUM KALLAÐIR ÖLLUM ILLUM NÖFNUM OG LANDRÁÐAMENN!!!


Og það MÖRGUM SINNUM hér á þessu bloggi!!!

Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 21:02

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Steini Briem: Þú gerir öfgamönnum mestan greiða með því að apa eftir þeim brjálæðið eins og þú gerir hér. Þá hafa þeir náð tilgangi sínum.

Jón Baldur Lorange, 31.8.2010 kl. 00:12

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Baldur L'Orange,

Brjálæði öfgamanna er EKKI okkur Evrópusinnum að kenna!!!


Þú ert hér eins og íslenska þjóðkirkjan þegar hún bað fólk um að þegja sem varð fyrir ofbeldi!!!

Líflátshótanir og ærumeiðingar eru ofbeldi, sem varðar við almenn hegningarlög og um allt slíkt verður ekki þagað hér!!!

Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband