Leita í fréttum mbl.is

Rödd að norðan um gjaldmiðilsmál

Jón Þorvaldur HeiðarssonJón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, skrifar grein um ESB-málið í Fréttablaðið í dag og er mest að velta fyrir sér gjaldmiðilsmálum. Hann skrifar:

,,Það hefur sína kosti og galla að vera áfram með íslenska krónu en sú leið gæti reynst þrautin þyngri. Traustið á þessum örgjaldmiðli hefur minnkað mikið, ekki síst hjá Íslendingum sjálfum. Afleiðingar vantraustsins koma þó ekki í ljós á meðan gjaldeyrishöft eru við lýði. Að vera með íslenska krónu og gjaldeyrishöft til frambúðar er hins vegar afar slæmur kostur af mörgum ástæðum. Þá yrðu Íslendingar t.d. að hætta að vera hluti af Evrópska efnahagssvæðinu. Hins vegar er ekki ljóst hvort íslensk króna án gjaldeyrishafta, þ.e. á frjálsum markaði, sé farsæl leið heldur. Ef íslensk heimili hafa það lítið traust á krónunni að þau skipta sparnaði sínum við fyrsta tækifæri í öruggari gjaldmiðla þá er ekki hægt að vera með krónuna nema með því að hafa vexti svo háa að það vegi upp áhættuálagið á krónunni. Íslenskt atvinnulíf þarf þá að borga margfalt meiri fjármagnskostnað en samkeppnisaðilar í nágrannalöndunum. Slíkt mun koma niður á lífskjörum Íslendinga."

Og síðar segir Jón: ,,Upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu felur það í sér að Íslendingar myndu, að eðlilegum skilyrðum uppfylltum, geta notað næststærsta gjaldmiðil heims sem sína heimamynt auk þess sem stór hluti utanríkisviðskipta færi fram í heimamyntinni. Þær evrur sem þyrfti að setja inn í hagkerfið í skiptum fyrir íslenskar krónur fengjum við á silfurfati, ekki þyrfti að kaupa þær. Á bak við myntina stæði síðan Seðlabanki Evrópu í stað Seðlabanka Íslands."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband