Leita í fréttum mbl.is

Fá norskir Kristdemókratar ESB-sinnaðan leiðtoga?

Frá OslóFrá því er greint á vefsíðu norsku Evrópusamtakanna að Kristeligt Folkeparti fái mögulega nýjan ESB-sinnaðan leiðtoga á næstunni, en fyrir dyrum stendur formannskjör.

Knut Arild Hareide er talinn sigurstranglegastur og er hann talinn vera Já-maður. Sjá m.a. hér

Töluverð umræða er um það í Noregi að EES-samningurinn dugi ekki lengur og því þurfi að leita nýrra lausna.

Kjell Magne Bondevik, fyrrum forsætisráðherra Noregs kemur einnig úr þessum flokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef Knútur þessi er "Já-maður" er hann örugglega á heimavelli meðal esb-sinna. Já-maður er jú sá sem fylgir forskriftinni, án umhugsunar. Þetta er líka notað í erlendum málum sbr. enska orðabók:

yes-man: a person who, regardless of actual attitude, always expresses agreement with his or her supervisor.

En hver veit, kannski hressist Knútur ;-)

Haraldur Hansson, 8.10.2010 kl. 17:22

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hlaut að koma að því að fleiri en Svisslendingar sæju að EES samningurinn er ekki bara ónýtut, hann er líka nánast hættulega ónýtut.Það er bara tímaspursmál hvenær honum verður hent.Það sama er að sjálfsögðu með ESB. Seðlabanki ESB verður að horfa upp á það að einstök ríki geta skuldsett sig á kaf og ætla svo að láta bankann borga, sem lendir að sjálfsögðu mest á þeim sem sína ráðdeild.ESB ríkið er til, eftir er bara að viðurkenna það,annars deyr það drottni sínum.Sem betur fer verður Ísland aldrei aðili að þessari ríkjasamsteypu, enda hefði það í för með sér fullveldisafsal í framtíðinni.Framtíð Íslands er björt, með auðlindir og sterkari landbúnað með hlýnun jarðar, þegar litið er fram í tímann.Setja þarf strax tímamörk á ESB viðræðurnar, og undirbúa og hefja viðræður við ESB um tvíhliða viðskiptasamning.

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2010 kl. 17:41

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2010 kl. 17:43

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öðruvísi áður Brá,
Unnur sagði þúsund já,
alltaf segir núna nei,
en naflaskoðun gleymir ei.

Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 17:59

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

GENGI EVRU er nú 55% HÆRRA gagnvart Bandaríkjadal og 41% HÆRRA gagnvart breska sterlingspundinu en í ársbyrjun 2002 þegar evruseðlar voru settir i umferð.

Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 18:09

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Núna semjum við Íslendingar EKKI þau lög sem við tökum upp samkvæmt aðildarsamningi okkar að Evrópska efnahagssvæðinu.

Í EVRÓPUSAMBANDINU TÖKUM VIÐ HINS VEGAR ÞÁTT Í AÐ SEMJA LÖG SAMBANDSINS.


Og það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 18:11

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.

Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.

EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI.
"

"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.


(Bókin er 1.200 blaðsíður.)

Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 18:13

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 18:14

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef einhver vill kvarta undan íslenskri aðlögun að Evrópusambandinu geta þeir hringt í Morgunblaðið.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband