Leita í fréttum mbl.is

Magnús Bjarnason: Varði doktorsritgerð um stöðu Íslands á nýrri öld

Magnús Bjarnason varði 16. september sl. doktorsritgerð sína The Political Economy of Joining the European Union: Iceland‘s Position at the Beginning of the 21st Century í hagfræðideild Háskólans í Amsterdam (Universiteit van Amsterdam).

Ritgerð Magnúsar nálgast viðfangsefnið af sjónarhóli stjórnmálahagfræði (e. political economy). Hann hafði áður lokið tvöföldu meistaraprófi í alþjóðastjórnmálum og viðskiptafræðum frá Frjálsa háskólanum í Brussel (Université Libre de Bruxelles).

Framlag ritgerðarinnar til fyrirliggjandi þekkingar felst einkum í, að höfundurinn raðar haganlega saman tölulegum og öðrum rannsóknarniðurstöðum, bætir við nýju efni og býr til greinargóða yfirlitsmynd af þeim efnahagsáhrifum, sem aðild Íslands að Evrópusambandinu kann að hafa á íslenskt efnahagslíf og samfélag í samhengi við reynslu annarra Evrópuþjóða með sérstakri skírskotun til peningamála, landbúnaðar og sjávarútvegs.

Aðalleiðbeinendur Magnúsar voru Roel Beetsma prófessor og deildarforseti hagfræðideildar Háskólans í Amsterdam og Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræðideild Háskóla Íslands.

Í doktorsnefndinni sátu þrír prófessorar í Háskólanum í Amsterdam, Albert Jolink, Gerrit Meester og Henk Jager, ásamt Jørgen Ulff-Møller Nielsen, dósent í Viðskiptaháskólanum í Árósum. Nefndin samþykkti einum rómi að veita Magnúsi Bjarnasyni doktorsnafnbótina. Meðmælendur Magnúsar voru Roel Beetsma og Þorvaldur Gylfason.

Forlag Háskólans í Amsterdam hefur gefið ritgerðina út á prenti, og er hægt að panta hana hjá forlaginu (Amsterdam University Press, bestellingen@aup.nl  og  www.aup.nl). Háskólinn í Amsterdam er einn af 50 bestu háskólum í heimi samkvæmt háskólavefnum topuniversities.com.

Magnús kemst að þeirri niðurstöðu að aðild Íslands að Evrópusambandinu hefði í för með sér talverðan ávinning, m.a. yrði þjóðarframleiðslan allt að sjö prósentum meiri en ella innan fárra ára.     

Helgarblað DV greindi frá niðurstöðum Magnúsar á áhrifum inngöngu á hag íslenskra neytenda. Þær benda til þess að neytendur muni hagnast mikið á lækkuðu matvæla- og vöruverði við inngöngu í ESB. Hann segir að matvælaverð mun lækka fljótlega eftir inngöngu um tíu til tuttugu prósent sem jafngildir tveggja til fjögurra prósenta launahækkun hjá vinnandi fólki. Í Svíþjóð og Finnlandi, lækkaði matvælaverð um tíu prósent ári eftir að þau gerðustu aðilar að sambandinu árið 1995. Hér á landi eru tollar og matvælaverð talsvert hærra og því meira svigrúm til lækkunar.

Evrópusamtökin fagna útgáfu þessarar bókar og óska Magnúsi til hamingju með útgáfuna.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til hamingju, Magnús!

Þorsteinn Briem, 7.10.2010 kl. 23:30

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á vefsíðu ykkar, Hvað er að óttast? Gunnar Hólmsteinn í FRBL, birtri í fyrradag, vefsíðu sem allt í einu er lokuð í dag, endar Jón Frímann Jónsson umræðuna með afar meiðandi orðum í minn garð, segir: "Ég sé að Jón Valur forðast að koma með heimildir fyrir málflutningi sínum. Af því leiðir þá er Jón Valur marklaus í þessari umræðu eins og annarstaðar þar sem hann hellir úr skálum fáfræði sinnar og heimsku. –Jón Frímann Jónsson, 8.10.2010 kl. 02:15."

Nú fer ég fram á, að þið opnið síðuna aftur til að ég geti svarað þessu, ég hafði reyndar vísað á heimildir fyrir máli mínu – einnig um það fór JFJ með rangt mál – og það er ekki boðlegt, að menn geti fleygt svo strákslegum, en refsiverðum skætingi að mönnum í opinberri umræðu. Þar að auki átti ég eftir að svara honum, þótt ekki hefði komið til þetta ófyrirleitna innlegg hans.

En standardinn á ykkar síðu er í ykkar höndum.

Jón Valur Jensson, 8.10.2010 kl. 09:43

3 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Sami Magnús Bjarnason skrifaði um daginn grein í Fréttablaðið; þar var megininntakið þetta:

Það hvort aðildarsamningur telst boðlegur veltur algjörlega á því hvort viðunandi niðurstaða næst í sjávarútvegsmálum, þ.e. að Íslendingar stjórni og veiði sjálfir á sínum miðum, ekki aðrir.

Þetta þýðir að Íslendingar þurfa að ná fram varanlegri undanþágu í sjávarútvegsmálum. Hvernig rímar þetta við yfirlýsingu utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, um að "Ísland þurfi engar undanþágur"? Þetta hljómar dálítið eins og stjórnvöld ætli ekki að ná góðum samningi, skv. viðmiðum menntaðra Evrópusinna a.m.k.

Þorgeir Ragnarsson, 8.10.2010 kl. 10:43

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu er hægt að BINDA að EINUNGIS íslensk skip megi veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:


"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

EN MAKRÍLL
ER FLÖKKUSTOFN og Ísland er þar svokallað STRANDRÍKI, þar sem makríllinn gengur inn í okkar fiskveiðilögsögu.

Og íslensk samninganefnd undir forystu Tómasar H. Heiðars þjóðréttarfræðings nær trúlega í vetur samkomulagi við Evrópusambandið, Noreg og Færeyjar um heildaraflakvóta íslenskra skipa úr makrílstofninum.

RÚV 8.9.2010: Viðtal við Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðing um makrílveiðar

Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 14:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

VEIÐAR ÍSLENSKRA SKIPA Í EVRÓPUSAMBANDINU ÚR MAKRÍLSTOFNINUM OG ÖÐRUM FLÖKKUSTOFNUM.

Við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði aflakvóti íslenskra skipa úr FLÖKKUSTOFNUM hluti af heildaraflakvóta Evrópusambandsríkjanna ÚR ÞEIM STOFNUM.

dómi frá 1987, bls. 2671, var það EKKI talið fara í bága við MEGINREGLUNA UM HLUTFALLSLEGA STÖÐUGAR VEIÐAR AÐ VIÐHALDA HEFÐBUNDNU HLUTFALLI VEIÐIKVÓTA Á MILLI AÐILDARRÍKJANNA, jafnvel þótt einstök aðildarríki hafi ekki haft þörf fyrir eða hafi ekki getað veitt upp í allan landskvótann sem þeim var úthlutaður."

(Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins, eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor og Óttar Pálsson lögfræðing, bls. 70.)

Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 14:53

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:

Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:


"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.

FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD.
"

"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA EN YFIRLÝSINGAR HINS VEGAR EKKI.

Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."

YFIRLÝSING nr. 33
gekk "miklu skemur en að kvótaskipting milli aðildarríkjanna og hlutdeild Noregs sé fastbundin til frambúðar.

Hún gefur þvert á móti til kynna að sú hafi EKKI verið ætlunin með aðildarlögunum.

Í tengslum við þessa umræðu er þó rétt að huga nánar að lögfræðilegri þýðingu YFIRLÝSINGAR nr. 33 og kanna hvort í henni hafi falist einhver réttindi sem Norðmenn hefðu getað gripið til.

YFIRLÝSINGIN
er svohljóðandi:

"Sambandinu er kunnugt um þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir Noreg og aðildarríkin að viðhalda meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar sem grundvöll þess að ná markmiðum um varanlegt kerfi til að úthluta fiskveiðiheimildum í framtíðinni."

YFIRLÝSINGIN
hefði að sjálfsögðu getað haft einhverja þýðingu í framtíðinni EN ÞAR SEM HÚN VAR EKKI HLUTI AÐILDARLAGANNA HEFÐI HÚN ALDREI GETAÐ TRYGGT NORÐMÖNNUM LAGALEGA TIL FRAMBÚÐAR ÞAU RÉTTINDI SEM ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR NOTIÐ."

"Alveg öruggt er að eignarréttarleg krafa Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna lögsögu náði EKKI fram að ganga. Augljóst er að slíka grundvallarbreytingu á stjórnkerfi bandalagsins um fiskveiðar HEFÐI ÞURFT AÐ TAKA FRAM SKÝRUM ORÐUM Í AÐILDARLÖGUNUM en það var EKKI gert."

"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.

SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."

"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99

Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband