29.10.2010 | 18:04
Ómar Valdimarsson: Góðar fréttir af aðlögun
Einu sinni var Mogginn í Austurstræti og þá sáu menn þar rautt, þegar þeir litu til austurs. Það var í þá daga er Sovétríkin voru og hétu.
Nú sjá mennirnir í Hádegismóum ennþá rautt þegar þeir horfa í austur, en nú er það Evrópa og ESB sem er orsök roðans.
Morgunblaðið í dag gerir sér (mikinn) mat úr ætlaðri AÐLÖGUN Íslands að ESB og finnst þetta hið versta mál.
Ómar Valdimarsson, blaðamaður, bloggar um þetta, finnst áðurnefnd aðlögun af hinu góða og skrifar:
,,Það voru góðar fréttir sem Mogginn flutti í gær af umsóknar/aðlögunarferlinu að ESB. Sambandið ætlast til þess að Íslendingar taki upp Evru, geri umbætur á dóms- og stjórnkerfi og aðlagi atvinnuvegina að þeim búskaparháttum sem tíðkast meðal menningarþjóða Evrópu.
Mér finnst þetta góðar fréttir því þær gefa til kynna að um síðir megi vænta þess að vit verði haft fyrir okkur um ýmis þau mál sem hafa reynst okkur ofviða. Gleymum því ekki að helstu umbætur á t.d. dómskerfinu hér hafa verið gerðar til samræmis við góða siði í Evrópu. Aðskilnaður lögreglu- og dómsvalds, sem ekki hafðist í gegn fyrr en eldri maður á Akureyri neyddist til að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, er bara eitt dæmi um það. Og þótt ýmislegt umbótastarf sé verið að vinna hér í stjórnkerfinu þessi misserin (eins og þeir vita sem vilja vita), þá þarf vafalaust utanaðkomandi aðstoð til að stíga skrefin til fulls."
Í þessu samhengi má minna á að Ísland hefur farið í gegnum mikla aðlögun að ESB í gegnum EES samninginn, en um 70% af allri löggjöf hér á landi kemur frá ESB. M.a. sagði Geir Haarde á sínum tíma að EES-samningurinn hafi reynst okkur vel. Var sú aðlögun þá slæm?
Og kannski kemur meiri evrópsk aðlögun í veg fyrir handahófskenndar aðgerðir, eins og t.d. þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður, vegna þess að þáverandi forsætisráðherra var ekki sammála stofnuninni!
Sá fyrrum forsætisráðherra ritstýrir nú Mogganum og heitir Davíð Oddsson.
Svo má í þessu samhengi vitna í skýrslu þingmanna um Rannsóknarskýrslu Alþingis, en þar semg m.a.: ,, Það er mat þingmannanefndarinnar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu, verklagi hennar og skorti á formfestu jafnt í ráðuneytum sem sjálfstæðum stofnunum sem undir ráðuneytin heyra. Svo virðist sem aðilar innan stjórnsýslunnar telji sig ekki þurfa að standa skil á ákvörðunum sínum og axla ábyrgð, eins og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Vegna smæðar samfélagsins skiptir formfesta, skráning upplýsinga, verkferlar, tímamörk og skýr ábyrgðarsvið enn meira máli en í stærri samfélögum. Í ljós kemur að upplýsingaskylda ráðuneyta og stofnana, innbyrðis og út á við, virðist ekki hafa verið virk né heldur frumkvæðisskylda, gagnsæi og rekjanleiki."
Gæt evrópsk "aðlögun" verið lausn á þessu?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þú ættir að lesa ESB-stórfréttir Mbl. í dag, bls. 1, 9 og 12.
Þær eru sízt til framdráttar málefnastöðu ESB-manna.
Jón Valur Jensson, 29.10.2010 kl. 18:31
Britney spíran stígur brókarlaus út úr bíl.
Myndasería í Mogganum á bls. 1, 9 og 12.
Þorsteinn Briem, 29.10.2010 kl. 19:43
Föðuramma mín talaði mikið um að margir hafi trúlega fengið krabbamein af því að skeina sig á dagblöðum.
Það gerði prentsvertan. Mogginn lagði marga í gröfina.
Þess vegna hætti ég á Mogganum. Axlaði ábyrgð.
Þorsteinn Briem, 29.10.2010 kl. 20:17
Ég þekki mun fleiri sem notuðu Þjóðviljan og Alþýðublaðið sem skeinipappír, blaðsíðurnar voru nefnilega þynnri og minni prentssverta sökum andleysis á þeirra fréttastjórn en á Mogganum og betur til brúks þess sem þú nefndir en Mogginn!
Þetta er mér nefnilega mjög minnistætt sem blaðbera þessara tvegga fyrrnefndra blaðsneplaa um áraraðir á yngri árum, og ég hef borið þess merki æ síðan!
Guðmundur Júlíusson, 29.10.2010 kl. 20:35
Erum við loks búinn að drepa í Steina "blaðamanni" eða Frímanni gæludýrinu hans ? það er óhuggnanlega hljótt hér !!!!!!!!
Guðmundur Júlíusson, 29.10.2010 kl. 22:51
Hvaða aðlögun er verið að tala um. Ekki vissi ég að hér væri ætti að vera aðlögunarferill að ESB. 16 Júlí 2009 var samþykkt að byrja á umræðum vegna mögulegrar inngöngu í ESB en einhverra hluta vegna var send umsókn án tafar sem nú er komin í aðlögunar feril. Ég spyr hvað er að ske. Hefir engin lesið Nefndarálit Utanríkismálanefndar sem var efnið sem kosningar snérust um að ræða feril vegna væntanlegrar inngöngu í ESB. Er Ómar á spena hjá ESB.
Valdimar Samúelsson, 29.10.2010 kl. 23:45
Ég spyr eru þetta ESB sinnar sem skrifa um skeinispappírinn hér að ofan
Valdimar Samúelsson, 29.10.2010 kl. 23:48
Þeir sem horfa til austurs eru fyrst og frems þeir sakleysingjar sem vilja draga Ísland inn í ESB.Þeirra sýn nær ekki nema í eina átt, SA átt.Það sem þar er, telur ESB fólkið að sé nafli Alheimsins.Svo er auðvitað alls ekki.Þar eru ekki nema 8% íbúa jarðar, auk þess sem þessi % eru á leiðinni á elliheimili.Ísland á að hafa alla burði til að eiga viðskipti við allan heimin án afskipta gömlu nýlenduveldanna sem munu í framtíðinni gleypa öll smáríki sem í sakleysi sínu afhenda þeim forræði sitt.Morgunblaðið hefur alla tíð horft bæði til austurs og vesturs, norður og suðurs og svo er en í dag.Nei við ESB.
5
Sigurgeir Jónsson, 29.10.2010 kl. 23:52
Skírðu þetta Ómar ef þú lest þetta. Hefir einhver þjóð ráðið aðra þjóð til þess að hafa vit. Er þetta ekki heimskulegt að segja.
Ómar segir: Mér finnst þetta góðar fréttir því þær gefa til kynna að um síðir megi vænta þess að vit verði haft fyrir okkur um ýmis þau mál sem hafa reynst okkur ofviða.
Menn eru langt leiddir.
Valdimar Samúelsson, 29.10.2010 kl. 23:58
Meiri skeinipappír sendur til ykkar úr Hádegismóum í fyrramálið!
Þorsteinn Briem, 30.10.2010 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.