Leita í fréttum mbl.is

Mikil gagnrýni frá Ríkisendurskoðun á ráðuneyti L og S!

Bændasamtök ÍslandsEins og fram hefur komið styðja Bændasamtök Íslands samtök Nei-sinna, Heimssýn. Og hafa gert í fjölda ára. Það gera það með svokölluðu "sjálfsaflafé", en ekki er alveg á hreinu hvað það er. 

Þetta beinir að sjálfsögðu kastljósinu að rekstri Bændasamtakanna, en vissir þættir hans hafa m.a. verið gagnrýndir af Ríkisendurskoðun(RE). Spilar ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegsmála inn í (LS).

Í september kom t.d. út skýrsla til Alþingis, frá RE, um framkvæmd búvörusamninga. Þar kemur fram alvarleg gagnrýni á framkvæmd þeirra, en í skýrslunni segir orðrétt:  

,,ÁBENDINGAR TIL SJÁVARÚTVEGS- OG LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIS

1. RÁÐUNEYTIÐ ÞARF AÐ SINNA BETUR EFTIRLITSSKYLDU SINNI

Áríðandi er að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið herði eftirlit sitt með framkvæmd búvörusamninga og greiðslum vegna þeirra. Ríkisendurskoðun ítrekar mikilvægi þess að uppgjör vegna samninganna fari fram árlega svo að tryggja megi að upplýsingar vegna þeirra séu réttar í ríkisreikningi. Einnig leggur stofnunin áherslu á að ráðuneytið fari reglulega yfir forsendur reikninga og staðfesti þær svo að tryggt sé að greiðslur séu í samræmi við skuldbindingar. 

2. AUKA VERÐUR GAGNSÆI ÚTREIKNINGA

Fjárhæðir greiðslna samkvæmt búvörusamningum hafa verið uppfærðar miðað við verðlagsþróun og aðrar forsendur sem samið hefur verið um sérstaklega. Einnig eru dæmi um að greiðslur vegna uppgjörs fyrri samninga hafi verið bókaðar á gildandi samninga. Ríkisendurskoðun telur að í bókhaldi þurfi að aðgreina eða sérkenna greiðslur vegna eldri samninga. Eins og málum er háttað er erfitt, nema fyrir sérfróða, að átta sig á því hvernig greiðslur vegna búvörusamninga eru samsettar. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að tryggja aukið gagnsæi þessara útreikninga þannig að þingmenn, eftirlitsaðilar og almenningur eigi auðveldara með að glöggva sig á þeim. (Skáletrun, ES-blogg) 

3. GERA VERÐUR FORMLEGA SAMNINGA UM ÞÓKNANIR

Ekki hafa verið gerðir formlegir samningar um þær þóknanir sem ríkissjóður greiðir BÍ fyrir umsýslu búvörusamninga. Ríkisendurskoðun telur áríðandi að slíkir samningar verði gerðir."

 

Sem kunnugt er hefur Jón Bjarnason neitað að taka við IPA-styrkjum frá ESB, en markmið þeirra er að undirbúa stjórnsýslu Íslands undir mögulega aðild.

Með þeim er t.d. hægt að bæta þetta sem hér er rætt að ofan, sem og margt annað í íslenskri stjórnsýslu, sem fékk SVÍÐANDI gagnrýni í Rannsóknarskýrslu Alþingis og síðar í Atla-skýrslunni svonefndu. En Jón Bjarnason segir NEI!

IPA-styrkirnir eru veittir burtséð frá því hvort af aðild verður eða ekki og ESB mun ekki krefjast endurgreiðslu á þeim. En Jón Bjarnason segir NEI.

Við lestur skýrslu RE læðist að manni grunur um að ekki sé allt með felldu í sambandi við þessi mál! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Alþingi getur breytt greiðslum til Bændasamtakanna hvenær sem því bíður svo við að horfa.Það kemur ESB ekkert við frekar en annað sem Alþingi íslendinga fjallar um.En það er greinilegt að ESB sinnar eru komnir með þá tilfinningu að fullveldi Íslands sé nú þegar komið í hendur ESB og Alþingi sé nú þegar aukaatriði.Ef Samfylkingin vill fella niður greiðslur til Bændasamtakanna þá á hún að sjálfsögðu að gera það á löglegan hátt í gegnum Alþingi,ef hún treystir sér til þess,í stað þess að vera með skítkast og níð út í bændur og gefa í skyn að þeir séu bónbjargarmenn sem séu ekki fjárráða.Nei við bændaníði Samfylkingarinnar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 1.11.2010 kl. 21:46

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurgeir, Þetta er ekki svo einfalt. Sérstaklega í ljósi þess að landbúnaðarráðuneytið er veikt í dag. Enda virðast Bændasamtök Íslands ráða því sem þau vilja innan Landbúnaðarráðuneytisins.

Jón Frímann Jónsson, 1.11.2010 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband