Leita í fréttum mbl.is

Verður gremja í VG?

VGÁ www.visir.is stendur:

"Búast má við að hart verði tekist á um Evrópusambandsmálin á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hefst í dag. Formaður flokksins reiknar með hreinskiptum skoðanaskiptum, en segir engan vafa á því hver stefna flokksins sé í evrópumálum.

Flokksráð Vinstri grænna kemur saman klukkan fimm í dag. Fyrirfram er reiknað með að hörðustu andstæðingar yfirstandandi viðræðna við Evrópusambandið muni herja á forystu flokksins um að viðræðunum verði hætt. En fyrir nokkrum vikum birtu rúmlega hundrað flokksmenn og stuðningsmenn flokksins áskorun í dahblöðunum til forystunnar um að fara að stefnu flokksins. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir stefnu flokksins í Evrópumálum liggja fyrir og býst ekki við átökum á fundinum."

Öll fréttin

Lógóið er athyglisvert.

Morgunblaðið hlýtur að verða fullt af fréttum frá VG-fundinum. Reyndar hefur Morgunblaðið verið stútfullt af ESB-fréttum í anda Davíðs Oddssonar undanfarna daga.

Í blaði dagsins eru t.a.m níu fréttir eða greinar sem tengjast ESB. Heilu síðurnar! En allt á neikvæðu nótunum! Það er greinilega dagsskipunin, neikvætt skal það vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:

"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í  þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM.

Utanríkisráðherra mun leggja fram á  Alþingi tillögu um AÐILDARUMSÓKN að Evrópusambandinu á vorþingi.

Stuðningur stjórnvalda við SAMNINGINN þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu.

Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um SAMNINGSMARKMIÐ og umræðugrundvöll viðræðnanna.

FLOKKARNIR eru SAMMÁLA um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um SAMNINGSNIÐURSTÖÐUNA, líkt og var í Noregi á sínum tíma."

Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 19.11.2010 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband