Leita í fréttum mbl.is

Valgaður um stjórnarskrá - ESB, á Eyjunni

Valgaður GuðjónssonValgarður Guðjónsson, leiðtogi Fræbblanna, og "kosningasjónvarpstölvukall" ritar pistil á Eyjunni um væntanlegt stjórnlagaþing og ESB-málið. Það er nefnilega verið að spyrða þetta saman.Valgarður skrifar:

,,Ein algengasta spurningin sem ég fæ um afstöðu til einstakra mála er hvort ég sé fylgjandi eða andvígur aðild að Evrópusambandinu.

Stutta svarið er að ég veit það ekki.

Ég ákvað fyrir nokkuð löngu að sjá hverju aðildarviðræður skiluðu, gefa mér þá tíma til að skoða rök með og á móti og taka afstöðu. Það er einfaldlega talsvert af góðum og gildum rökum á báðum hliðum.

Lengra svar er að mér finnst þetta ekki vera málefni stjórnlagaþings. Mér finnst fráleitt að vinna þingsins sé miðuð við að hanna stjórnarskrá sem annað hvort kemur í veg fyrir eða opnar sérstaklega fyrir aðild. Mér finnst talsvert rökréttara að skrifa stjórnarskrá sem almenn sátt verður um."

Allur pistillinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mér finnst skrítið þegar einn maður getur ekki gert upp hug sinn hvort hann vill búa í sjálfstæðu ríku eða vera leppur annars. Þegar menn spyrja hvað fæ ég útúr því er eins og að spyrja sjálfan sig hvað græði ég á að giftast konu. Spurning inn í báðum tilfellum þú verður að elska bæði konuna og land þitt.

Valdimar Samúelsson, 18.11.2010 kl. 22:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland er sjálfstætt ríki, Danmörk er sjálfstætt ríki, Svíþjóð er sjálfstætt ríki, Tékkland er sjálfstætt ríki, Slóvakía er sjálfstætt ríki, ...

Þorsteinn Briem, 18.11.2010 kl. 23:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Færeyjar og Grænland eru hins vegar EKKI í Evrópusambandinu og þau eru EKKI sjálfstæð ríki.

Þorsteinn Briem, 18.11.2010 kl. 23:30

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Öll þessi ríki sem þú nefnir lúta stjórn ESB jafnvel verður danmörk að selja ESB staðlaðar pilsur.

Valdimar Samúelsson, 18.11.2010 kl. 23:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 18.11.2010 kl. 23:42

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Valdimar Samúelsson,

Hversu margar tegundir af pitsum eru seldar í Danmörku?

Þorsteinn Briem, 18.11.2010 kl. 23:45

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og hversu margar tegundir af pitsum má selja á Íslandi, í Grænlandi og Færeyjum?

Þorsteinn Briem, 18.11.2010 kl. 23:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).

Staðlasamtök Evrópu - European Committee for Standardization (CEN):


"CEN's National Members are the National Standards Organizations (NSOs) of the 27 European Union countries and Croatia plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Íslands, Sviss og Noregs].

There is one member per country.
"

List of CEN National Members


"CEN's 31 National Members work together to develop voluntary European Standards (ENs).

These standards have a unique status since they also are national standards in each of its 31 Member countries.

With one common standard in all these countries and every conflicting national standard withdrawn, a product can reach a far wider market with much lower development and testing costs."

"In a globalized world, the need for international standards simply makes sense."

Þorsteinn Briem, 19.11.2010 kl. 00:01

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Valgarður Samúelsson. Ísland missir hvorki sjálfstæði sitt né fullveldi við það að ganga í ESB og þar með snýst spurningin ekki um það. Þaðan af síður verður Ísland leppur einvers með því að gaga í ESB.

Sigurður M Grétarsson, 19.11.2010 kl. 00:10

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég dýrka NEI sinna einsog Valdimar.

He cracks me up

Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2010 kl. 07:46

11 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já hann er skondinn.

Hann segir:

"Þegar menn spyrja hvað fæ ég útúr því er eins og að spyrja sjálfan sig hvað græði ég á að giftast konu. Spurning inn í báðum tilfellum þú verður að elska bæði konuna og land þitt."

Þetta er alveg stórmerkileg heimspeki hérna á ferðinni. Hvað græði maður á því að giftast konu, maður verður að elska hana. Svarið er greinilega ekki að það fái maður ást og umhyggju, eða að það sé gefandi að elska. Nei svarið er, ÞÁ VERÐUR MAÐUR að elska konuna.

Þetta er svolítið eins og að segja. Afhverju vil ég vera ríkur? Nú því þá verð ég þéna peninga. Ekki að þá býr maður við fjárhagslegt öryggi, getið ferðast og svo framvegis, nei, ástæðan fyrir að maður vill verða ríkur er að maður VERÐUR að þéna peninga. 

Jón Gunnar Bjarkan, 20.11.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband