20.11.2010 | 20:18
Örvæntingarfullur Ásmundur Einar
Nei-sinni númer eitt á Íslandi, Ásmundur Einar Daðason, neitar að horfast í augu við staðreyndir: Flokksráð hans eigin flokks felldi tillögu um að hætta við umsóknar og viðræðuferlið sem hafið er við ESB. Þetta sést best í fréttum Stöðvar tvö í kvöld, en textafrétt má sjá hér. Svo virðist sem Ásmundur geti ekki sætt sig við lýðræðið inna hans eigin flokks.
Spurning er hvort öldurnar lægi innan VG?
VG vill ekki með neinu móti stuðla að því að fyrsta "norræna velferðarstjórnin" falli. Sem er skiljanlegt. Slíkt myndi hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér fyrir flokk eins og VG. VG myndi "falla á prófinu."
En í hverju er velferðin fólgin? Lækkun vaxta, þverrandi verðbólga (sem hvortveggja helst!), nothæfur gjaldmiðill, sem stuðlar að fjárfestingum og alþjóðaviðskiptum, aukin samkeppni og lægra vöruverð, eru sennilega mestu velferðarmál þessarar þjóðar.
Þetta fæst með samtvinnun íslensks samfélags í samfélag þjóðanna. Evrópa liggur þar næst, enda um 70-80% allra viðskipta okkar við Evrópu.
Einangrunarsinnar berja hinsvegar höfðinu í steininn, varðhundar hins óbreytta ástands gelta sem aldrei fyrr.
Fólk sem aðhyllist skynsemishyggju sér í gegnum málflutning þeirra.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þið segið að svo virðist sem Ásmundur Einar Daðason geti ekki sætt sig við lýðræðið innan síns eigin flokks, þetta er alrangt hjá ykkur.
Frekar að Ásmundur Einar geti ekki sætt sig við ofríkið og flokksræðið sem meirihluti stuðningsmanna flokksins er beittur af flokksforystunni í þessum ESB hrunadansi þeirra með Samfylkingunni. Þetta skýrist m.a. af því að:
1. Í fyrsta lagi hefur Landsfundur Flokksins sem er æðsta vald hans marg lýst yfir eindreginni andstöðu við ESB aðild og ályktað um að hagsmunum Íslands sé best borgið sem sjálfstæðu og fullvalda ríkis utan ESB. Þannig ályktaði reyndar þessi Flokksráðsfundur líka.
Þetta "Fokksráðs" apparat er alls ekki hægt að kalla neina sérlega lýðræðislega stofnun sem endurómi vilja hinns almenna kjósenda VG eða grasrótarinnar. Þetta er miklu frekar þannig að þarna getur flokksforystan og helsta elítan þeirra enn frekar hert tök sín á völdunum og þeirri stefnu sem þeir vilja fara.
Flokksráðið er nánast handvalið elítu-lið og ekkert lýðræðislegt við þesa 60 til 70 manna ráðstefnu.
Í þessu svokallaða Flokksráði sitja sjálfkrafa: Þriggja manna stjórn flokksins ásamt framkvæmdastjóra og helsta starfsliði flokksins. Síðan sitja þarna líka sjálfkjörnir allir 15 þingmenn flokksins og jú líka a.m.k. jafnmargir varaþingmenn. Þá eru ótaldir örfáir af fyrrverandi þingmönnum flokksins sem fyrir kurteysis sakir fá að sitja þessa samkomu.
Svo koma sérvaldir og einstaka kjörinn fulltrúi frá helstu flokksfélögum og kjördæmisráðum. Yfirleitt eru þetta sjálfkjörnir aðilar þ.e. formenn einstakra flokksfélaga eða Kjördæmisráða.
Ég veit að Ásmundur og félagar munu hafa fullan sigur þegar næsti Landsfundur VG verður kallaður saman. Það er hinn eini raunverulegi lýðræðis vetvangur flokksins. Þá mun frekari aðildar og aðlögunarferli verða hafnað með öllu og þessu vísað til þjóðarinnar í beina og milliliðalausa þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samfylkingin mun þá geta sprengt þessa stjórn ef þeir þora það og ef hún verður enn lifandi þá. En þeir vita sem er að þeir sitja einangraðir og berangri um ESB innlimunina og enginn mun vilja styðja þá eða vinna með þeim að áframhaldandi ESB vegferð.
Því þeir hafa orðið illilega viðskila við þjóð sína !
Gunnlaugur I., 21.11.2010 kl. 12:06
Þorsteinn Briem, 21.11.2010 kl. 16:37
"Samfylkingin er einangruð á Alþingi sem eini ESB-flokkurinn."
Heimssýn sendir bréf til útlanda
Ályktun flokksþings framsóknarmanna í fyrra um aðildarviðræður við Evrópusambandið:
"Markmið
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.
Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.
Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.
Skilyrði
• Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.
• Staðfest verði að Íslendingar einir hafi veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
• Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
• Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
• Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
• Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
• Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
• Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
• Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB."
Ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um aðildarviðræður við Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 21.11.2010 kl. 16:41
Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.
Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, utan þingflokka.
Sátu hjá:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorsteinn Briem, 21.11.2010 kl. 16:47
"Samfylkingin [...] beið afhroð í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum þann 29. maí síðastliðinn, sem og VG [Vinstri grænir]."
Heimssýn sendir bréf til útlanda
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði NÍU þingmönnum í alþingiskosningunum í fyrra og Framsóknarflokkurinn tapaði fimm þingmönnum í alþingiskosningunum 2007.
Þorsteinn Briem, 21.11.2010 kl. 16:49
ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.
"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.
Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."
Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána
Þorsteinn Briem, 21.11.2010 kl. 17:07
HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:
Handelsbanken - Aktuella boräntor
Þorsteinn Briem, 21.11.2010 kl. 17:09
VERÐTRYGGT 20 MILLJÓNA KRÓNA JAFNGREIÐSLULÁN TEKIÐ HJÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI TIL 20 ÁRA MEÐ 5% VÖXTUM, MIÐAÐ VIÐ 5% VERÐBÓLGU Á LÁNSTÍMANUM OG MÁNAÐARLEGUM AFBORGUNUM:
ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:
Lánsupphæð 20 milljónir króna.
Lántökugjald 200 þúsund krónur.
Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.
Opinber gjöld 301 þúsund krónur.
Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.
HEILDARENDURGREIÐSLA:
Afborgun 20 milljónir króna.
Vextir 11,7 milljónir króna.
VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.
Greiðslugjald 18 þúsund krónur.
SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.
Meðalgreiðslubyrði Á MÁNUÐI allan lánstímann 224 þúsund krónur.
EFTIRSTÖÐVAR BYRJA AÐ LÆKKA EFTIR 72. greiðslu, eða SEX ÁR.
Þorsteinn Briem, 21.11.2010 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.