26.11.2010 | 07:56
Hvar er hagnaðurinn af krónunni?
Andstæðingar ESB fara mikinn þessa dagan í kjölfar atburða á Írlandi. Og skella skuldinni á Evruna og segja hana rót allra vandræða Íra.
En vandi Íra er skuldavandi, ekki gjaldmiðilsvandi. Og væri kenningu Nei-sinna beitt á Bandaríkin er hægt að draga þá ályktun að dollarinn sé einnig algerlega handónýtur gjaldmiðill. Hversvegna? Jú, skuldir Bandaríkjamanna nema meira en 13 trilljónum dollara (samkvæmt ameríska kerfinu). Kalifornía, sem er talið vera áttunda stærsta hagkerfi heims, er nánast gjaldþrota og hefur verið það lengi. Notar dollar!
Vandi Íslendinga er hinsvegar tvöfaldur: Skuldavandi og gjaldmiðilskreppa (sem ekkert útlit er fyrir að taki enda).
Sumir segja að krónan gagnist útflutningsfyrirtækjum landsins svo vel. En hvað með almenning? Það eru tvö ár síðan krónan hrundi. Hvernig sést þessi þessi frábæri "árangur" krónunnar hjá almenningi? Sést hann í seðlaveskjum almennings?
Samkvæmt nýrri spá Hagstofunnar er spáð samdrætti á þessu ári í landsframleiðslu. Ekki virðist krónan koma að gagni í því samhengi. Fæ ríkið auknar tekjur í kassann vegna krónunnar? Af hverju er þá endalaust verið að skera niður út um allt?
Hvar er hinn raunverulegi hagnaður íslensks samfélags af krónunni? Getur einhver svarað því?
Gjaldeyrishöftin þýða að erlendir fjárfestar munu forðast Ísland eins og heitann eldinn - þau þýða líka að Ísland er LOKAÐ hagkerfi.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
heyr heyr
Óskar Þorkelsson, 26.11.2010 kl. 08:21
Einn af kostunum við upptöku evru er að viðskiptakostnaður lækkar. Krónan er okkur dýr.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 08:23
Minni á að Dr. Jón Daníelsson hagfræðiprófessor við The London School of Economy, sagði nú nýlega að´Ísland og íslendingar myndu koma miklu betur á öllum sviðum útúr þessari fjámálakreppu heldur en nokkurn tímann Írar.
Yfir Írlandi mun hvíla svartnætti og skuldaklafi næstu árin ef ekki næsta áratuginn.
Ástandið á Írlandi er miklu alvarlegra á öllum sviðum.
1. Atvinnuleysi er helmingi meira.
2. Fólksflótti frá landinu er 5 sinnum meiri.
3. Ríkisskuldir verða 2falt til 3 falt meiri þegar bújið verður að hengja alla skuldaklafana af AGS og ESB á þeirra galtóma og skuldum vafna ríkissjóð.
4. Bankarnir eru gjaldþrota og ónýtir þrátt fyrir ESB og þrát fyrir Evru.
5. Kaupmáttur launa og þjóðarframleiðsla hefur dregist mun meira saman heldur en hérlendis.
6. Skera þarf helmingi hraðar niður í velferðarmálum en hérlendis.
Athugið þetta áður ne þið dásamið Evru og ESB.
Gunnlaugur I., 26.11.2010 kl. 08:51
held að Gunnlaugur hafi ekki skilið greinina til fulls.. hún fjallaði ekki um Evru.. heldur að vandinn er þvert á gjaldmiðla hvort sem það er evra dollar eða kínverskt juan..
Óskar Þorkelsson, 26.11.2010 kl. 08:57
Þenna er náttúrulega tóm þvæla hjá honum Gaunnlaugi og ég hvet hann að koma með heimildir fyrir þessu (sem hann mun líklega ekki gera vegna þess að þetta er lýgi).
Sleggjan og Hvellurinn, 26.11.2010 kl. 09:51
""Kalifornía, sem er talið vera áttunda stærsta hagkerfi heims, er nánast gjaldþrota og hefur verið það lengi. Notar dollar!""
það er tvennt ólíkt að skulda í gjaldmiðli sem maður getur gefið út sjálfur eða gjaldmiðli eins og evruni sem eingin virðist hafa vald yfir.
Þú (Evrópusamtökin) opinberar mjög takmarkaðan skilning á málefninu í þesseri færslu. Íhugaðu af hverju það er kreppa og landflótti á Írlandi en ekki í Kaliforníu og reyndu að finna og rökstiðja aðra skýringu en að það sé Evran sem veldur.
Guðmundur Jónsson, 26.11.2010 kl. 09:55
@GJ: Bandaríkjamenn geta prentað peninga eins og þeim sýnist, en það mun að öllum líkindum ekki leysa vanda Kaliforníu, heldur veikja dollarann.
Er ekki kreppa í Kaliforníu eða USA? Fólk þar flytur sig milli fylkja í atvinnuleit, Írar fara úr landi, rétt eins og þeir Íslendingar sem geta. Flestir Íslendingar leita til Norðurlandanna og Evrópu.
Og eins og einhver sagði í vikunni: ,,Allir geta komið sér á hausinn með góðum vilja."
Markmið færslunnar var þó það helst að benda á (og spyrja eftir) þessum "miklu kostum" krónunnar, sem sumir vilja meina að séu til staðar. Hvernig sjást þeir? Sérð þú þá? Eykur hún hagvöxtinn núna?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 26.11.2010 kl. 10:56
Sleggjan og Co.
Þið berið á mig lygi. Ykkur ferst illa að kasta grjóthnullungum úr Glerhúsi ESB elítunnar.
Það sem ég sagði hér í 6 liðum að ofan um muninn á aðstæðum íslensku þjóðarinnar með sína eigin krón og utan ESB og á hörmulegri stöðu Írlands með Evru og í ESB er sannleikur, sem ykkur í ESB trúboðinu svíður undan.
Því fyrir ári síðan eða svo sögðuð þið um Ísland.
"ÞETTA HEFÐI ALDREI GETAÐ KOMIÐ FYRIR HEFÐUM VIÐ VERIÐ Í ESB OG MEÐ EVRU"
Þessi lygi hefur öll hrunið yfir ykkur og rúmlega það !
Til þess að bera þetta saman er hægt að skoða ýmsar staðreyndir um atvinnuleysistölur hérlendis og á Írlandi. Einnig má lesa um það í alheimspressunni hversu hrikalegur fólksflóttinn er á Írlandi. Talið er að ef heldur sem horfir hafi 6% þjóðarinnar eða 250.000 Írar flúið föðurland sitt í lok næsta árs. Einnig er hægt að sjá hagtölur yfir Írland og Ísland hjá OECD og á ýmsum vefjum ESB sjálfs. Bendi einnig á vefinn "economicprincipals.com.
Ég nenni ekki að týna þetta allt ofan í ykkur þetta eru bara staðreyndir sem liggja fyrir og eru alls staðar í umræðunni og þetta á eftir að koma betur og betur í ljós hversu ESB og Evran hafa verið Írum og Írsku þjóðinni vita gagnslaus og falskt og handónytt bakland.
Þið viljið bara ekki trúa þessu og berjið því hausnum við steininn, allt skal vera verst á Íslandi alla vega miðað við ESB af því að annað passar bara ekki "ykkar stóra sannleik" um ESB apparatið.
Gunnlaugur I., 26.11.2010 kl. 12:55
Gjaldeyrishöftum ekki aflétt á næstunni
Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 15:37
Bankakreppa á Írlandi EN HÉR Á ÍSLANDI ER EINNIG GJALDEYRISKREPPA
Þorsteinn Briem, 26.11.2010 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.