Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgðin (írsku) bankanna

Dublin2Í sambandi við Írland er vert að taka fram að verið er að bjarga bankakerfinu þar, ekki Evrunni. Evrur eru hinsvegar notaðar til þess að koma Írum til hjálpar, en þeir hafa fengið um 85 milljarða Evra til þess að rétta við írska bankakerfið.

Það er samdóma álit fréttaskýrenda og þeirra sem um málið fjalla að mestur hluti vandans sé tilkominn vegna "vondra banka" og ábyrgðarlausrar lánastarfsemi. Vandi Íra er ekki gjaldmiðilsvandi og er ekki Evrunni að kenna.

Líklega hafa Írar klikkað á eftirlitinu, en það er hverrar aðildarþjóðar ESB að hafa eftirlit með sínu bankakerfi. V

Hér á landi hrundi bankakerfið og gjaldmiðillinn, hér var eftirliti ábótavant, rétt eins og kemur fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis.

Íslendingar eru með krónu í öndunarvél og erlendir gjaldmiðlar eru notaðir til þess að bjarga málunum. Varla er það krónan sem er að rétta við Ísland - af hverju er hún þá ekki búin að því, meira en tveimur árum eftir hrun?

En af hverju féllu í raun íslensku bankarnir? Var ábyrgðin alfarið bankanna ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það þarf að kenna fólki að spara.  Það er best gert með traustum gjaldmiðli en alls ekki íslensku krónunni.

Ég hef bent embættis- og stjórnmálamönnum á að Íslendingar eru enn hvattir til að eyða gjaldeyri í stað þess að spara hann, þrátt fyrir gjaldeyriskreppuna sem Steini bendir á.  -  Ég hvet Steina til að taka þátt í að rífa landið upp úr gjaldeyriskreppunni og hvetja stjórnvöld til að heimila sparnað í erlendri mynt, þó það væri ekki nema í litlum mæli.

Það verður áhugavert að vita hvort innlendir embættis- og stjórnmálamenn muni hafa nægilegan aga í framtíðinni og spara eða hvort þeir munu fara leiðir nokkurra ónefndra ríkja og skuldsetja landið í botn þegar lán munu bjóðast á mun lægri vöxtum en áður.

Lúðvík Júlíusson, 1.12.2010 kl. 03:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður hefur ALLTAF kunnað að spara, ólíkt flestum öðrum Íslendingum!!!

Treini mér ALLTAF jólakonfektið fram á vormánuði, í stað þess að graðga það allt í mig á aðfangadagskveld!!!

Og skæli ALDREI úr mér augun út af peningum, EINS OG SUMIR!!!

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 03:40

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

gott að þú kannt að spara Steini.  Ég kann líka að spara.  Ég var að klára jólakonfektið frá því í fyrra núna í nóvember.

hverjir eru þessir sumir sem skæla út af peningum?

Lúðvík Júlíusson, 1.12.2010 kl. 03:48

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afnám gjaldeyrishaftanna hér Í EINU VETFANGI NÚNA hefur eftirfarandi afleiðingar:

Gengi íslensku krónunnar FÉLLI VERULEGA
.

Verð á innfluttum vörum, þjónustu og aðföngum hækkar því VERULEGA.

VERÐBÓLGAN
HÉRLENDIS EYKST ÞVÍ VERULEGA.

Þar af leiðandi HÆKKA VERÐTRYGGÐ LÁN tekin í íslenskum krónum VERULEGA
.

Íslensk fyrirtæki og heimili eru NÚ ÞEGAR STÓRSKULDUG OG VEXTIR HAFA VERIÐ MJÖG HÁIR HÉRLENDIS.

Vegna aukinnar verðbólgu þyrfti að HÆKKA HÉR STÝRIVEXTI Á NÝ en þá hefur verið hægt að lækka mikið undanfarið vegna minnkandi verðbólgu.

Og hærri vextir valda því að LÆKKA VERÐUR LAUN HÉRLENDIS enn meira en gert hefur verið undanfarið og íslensk fyrirtæki þurfa að segja upp enn fleira starfsfólki.

Verð á erlendum
AÐFÖNGUM HÆKKAR VERULEGA, bæði til fyrirtækja hér og landbúnaðar, til að mynda verð á dráttarvélum, olíu og tilbúnum áburði, þannig að verð á innlendum vörum myndi einnig hækka.

Íslenskir bændur þurfa eins og aðrir Íslendingar að kaupa íslenskar matvörur og greiða af VERÐTRYGGÐUM lánum í íslenskum krónum.

LÍTIL VERÐBÓLGA HÉRLENDIS OG LÁGIR STÝRIVEXTIR ERU HINS VEGAR SKILYRÐI FYRIR ÞVÍ AÐ ÍSLAND GETI TEKIÐ UPP EVRU.

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 03:59

7 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Breyting á höftunum í dag, tam. heimild til að spara í erlendri mynt, myndi hafa eftirfarandi afleiðingar:

- Einstaklingum væri ekki mismunað eftir efnahag!  Það hlýtur að vera grundvallaratriði í frjálslyndu vestrænu lýðræðisríki að mismunun eftir efnahag eigi sér ekki stað!

- Innlendir aðilar og hið opinbera gætu tekið lán í erlendum gjaldmiðli af öðrum innlendum aðilum.  Það myndi hafa góð áhrif á viðskiptajöfnuðinn og STYRKJA krónuna!

- Þessar einföldu aðgerðir myndu sína umheiminum að hér byggi þroskuð þjóð sem vill í alvörunni endurreisa landið.  Það eykur traust erlendra aðila á landinu sem eykur vilja erlendra aðila til að lána og fjárfesta hér á landi sem LÆKKAR vexti og STYRKIR krónuna!

..

En er ekki viturlegra að ræða gjaldeyrishöftin á öðrum vetvangi en hér á síðu ESB sinna?  Í fyrstu athugasemdinni var ég einfaldlega að benda á þá staðreynd að evran og ESB leysir engan vanda heldur breytir þeim verkfærum sem embættis- og stjórnmálamenn hafa.  Það verða enn gerðar kröfur um vandaða hagstjórn.

Þjóðir sem hafa vandað sína hagstjórn eru flestar í góðum málum á meðan lönd sem ekki hafa hugað nægilega vel að hagstjórninni eru í slæmum málum, þrátt fyrir evru.

Evran leysir engan vanda(nema kannski gengisflökkt) en auðveldar úrlausn þeirra.

Lúðvík Júlíusson, 1.12.2010 kl. 04:48

8 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ég bar saman þær ólíku leiðir sem Ísland og Pólland fóru í sínum vandræðum.  Annað landið lokaði landinu en hitt hélt því opnu.

Ég er enn á þeirri skoðun að ef Ísland hefði farið þá leið að virða EES samninginn og leysa vandamál Íslands með samevrópskum leiðum að þá værum við í mun betri stöðu nú.

Það eru rök mín fyrir því að Ísland á að ganga í ESB!

Lúðvík Júlíusson, 1.12.2010 kl. 04:54

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

Gjaldeyrishöftunum verður EKKI aflétt Í EINU VETFANGI á næstunni!!!

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 05:08

10 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það er alveg rétt hjá þér Steini minn og verði þeim ekki breytt þá halda þau áfram að skaða landið meira en nauðsynlegt er.

Lúðvík Júlíusson, 1.12.2010 kl. 05:23

12 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

steini minn, þú gerir lítið úr málstaðnum og þér með því að endurtaka þig sífellt og svara engum spurningum

Ég vona að þegar ég fer að berjast með aðildarsamningnum að þá verði ekki gaurar eins og þú að skemma fyrir.

Lúðvík Júlíusson, 1.12.2010 kl. 06:42

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

Gjaldeyrishöftunum verður EKKI aflétt Í EINU VETFANGI á næstunni!!!

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 06:56

14 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

STAÐREYND:

Verið er að breyta gjaldeyrishöftunum! 

Það er að takast að lagfæra þau svo auðveldara verði að afnema þau fyrr en síðar.  Það er einnig verið að lagfæra þá þætti sem skerða réttindi eignalítilla einstaklinga og ráðast gróflega á innlenda aðila með erlendan ríkisborgararétt.

Það er allt að þróast í rétta átt.

Ég skora á þig, og rendar á alla Íslendinga, að taka þátt í þeim breytingum.

Lúðvík Júlíusson, 1.12.2010 kl. 07:25

16 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

þú sagðir þetta áður klukkan 4:00 og 5:39

hver er tilgangurinn með þessu hjá þér?  Er einhver tilgangur?  Þú færð amk harðkjarna ESB sinna eins og mig til að efast um að Ísland eigi erindi í ESB með svona rugli.  Þá er kannski tilganginum náð!

Lúðvík Júlíusson, 1.12.2010 kl. 08:13

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

Gjaldeyrishöftunum verður EKKI aflétt Í EINU VETFANGI á næstunni!!!

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 08:25

18 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Steini Briem, Það er sá galli við að of lágir vextir geta einnig verið böl. Alveg eins og þeir geta verið blessun í ákveðin tíma.

Ástæða þess að Seðlabanki Evrópu hélt vöxtum í 1% og gerir ennþá er til þess að koma í veg fyrir að hagkerfi á evrusvæðinu verði eins og það sem gerðist í Japan á sínum tíma. Þar sem vextir eru 0,10 - 0,30% og hafa verið það í núna rúmlega áratug eða svo.

Lúðvík, Ísland á heima í ESB. Algerlega óháð endurteknum póstum psudo-Steina hérna.

Jón Frímann Jónsson, 1.12.2010 kl. 08:32

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna í árslok 2008, andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 08:37

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

HVORKI ÍSLENSK FYRIRTÆKI NÉ HEIMILI HAFA EFNI Á AÐ GREIÐA HÆRRI VEXTI EN ÞAU GERA NÚ OG HAFA ENGAN ÁHUGA Á ÞVÍ.

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 08:39

21 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ef það eru margir stuðningsmenn ESB, eins og Steini, sem gefa ekki mikið fyrir réttindi minnihluta eða eignalítilla, og eru þeirrar skoðunar að það sé gert með samþykki ESB, þá hefur Ísland ekkert í ESB að gera!

Steini hefur gert mér það ljóst að öll þau félagslegu réttindi og tækifæri sem ESB hefur upp á að bjóða munu ekki, og eiga ekki, að bjóðast Íslendingum að mati hans og annarra.

Ef ESB samþykkir þessa mismunun, eins og Steini heldur fram, þá hlýtur að vera erfiðara að berjast fyrir jöfnuði innan ESB en utan þess.  Því hljótum við að standa utan ESB í framtíðinni.  Það er nokkuð augljóst mál.

Takk Steini.  Ég þyrfti að benda Heimssýn á hversu sterkt áróðursgildi þessi síða hefur fyrir "fullveldissinna".

Lúðvík Júlíusson, 1.12.2010 kl. 08:42

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

Gjaldeyrishöftunum verður EKKI aflétt Í EINU VETFANGI á næstunni!!!

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 08:45

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

WELCOME TO REALITY!!!

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 08:49

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

TÍMABUNDIN HÖFT VEGNA GJALDEYRIS- OG GREIÐSLUJAFNAÐARKREPPU ERU HEIMIL.

"Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu.

Alþjóðasamfélagið hefur því ekki gert athugasemdir við þau höft sem sett voru á fjármagnshreyfingar á Íslandi og framkvæmd þeirra hefur verið samþykkt af stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hins vegar er ljóst að erfitt verður að viðhalda svo viðamiklum gjaldeyrishöftum án þess að þau teljist brot á þessum alþjóðlegu sáttmálum þegar frá líður og gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppan er að baki.

Eins viðamikil höft á fjármagnshreyfingar og sett voru á hér á landi í kjölfar kreppunnar þekkjast hins vegar ekki víða, að minnsta kosti ekki meðal þróaðra ríkja."

Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 08:51

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

GJALDEYRISKREPPAN HÉR ER EKKI AÐ BAKI!!!

Þeir sem eru væntanlega SAMMÁLA mér í þeim efnum eru:


Seðlabanki Íslands,

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn,

OECD (Efnahags- og framfarastofnunin),

ríkisstjórn Íslands,

Alþingi,

Evrópska efnahagssvæðið
og þar með Evrópusambandið.

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 08:53

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

KVARTIÐ Á RÉTTUM STÖÐUM!!!

Þorsteinn Briem, 1.12.2010 kl. 08:59

27 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Evran kemur á stöðugelika í atvinnulífinu.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.12.2010 kl. 10:04

28 Smámynd: Gunnlaugur I.

Spilaborgin ykkar um styrk og yfirburði Evrunnar sem trausts gjaldmiðils hefur gjörsamlega hrunið.

En þið hér á Evrópusíðunni látið eins og ekkert hafi skeð og eruð hér með einskonar hópeflis námskeið í gangi sem gengur útá það að vera í "massívri afneitun" og hér peppið þið hvern annan uppí því að afneita staðreyndum !

Mikil er trú ykkar, en í því liggur einmitt veikleiki ykkar fyrir því að geta sagt sjálfum ykkur aðeins þær fréttir sem passa þessum "ESB rétttrúnaði" ykkar. 

Yfir öðru sem er óþægilegt þegið þið eða afvegaleiðið allt til þess að tilgangurinn helgi ESB meðalið !

Gunnlaugur I., 1.12.2010 kl. 11:10

29 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnlaugur.

Evran er stöðugri gjalmiðill en krónan. Ef þú trúir mér ekki þá getur þú farið á m5.is og tjekkað á því sjálfur.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.12.2010 kl. 13:58

30 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gunnlaugur, hvaða gjaldmiðill er stöðugur og traustur í dag ?

Óskar Þorkelsson, 1.12.2010 kl. 14:13

31 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Höft eru gróðrarstía lögbrota

Mistök að aflétta ekki höftum

Gjaldeyrishöft kosta milljarða

Stóra spurningin er hvert við stefnum héðan og hvort ekki sé hægt að gera það ferli bærilegra fyrir alla aðila.

Evran er margfallt stöðugri en krónan, sérstaklega vegna þess að fyrirtæki í ríkjum sem nota evru skaðast ekki vegna gengissveiflna, þurfa ekki að taka áhættur í gjaldeyrisviðskiptum og allir eiga miklu auðveldara meða að bera saman verð og tækifæri á milli landa sem auðveldar fjárfestingu og eykur gæði ákvarðana.

Lúðvík Júlíusson, 1.12.2010 kl. 18:06

33 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

@Gunnlaugur I., 1.12.2010 kl. 11:10, Þetta er rangt hjá þér. Evran sem gjaldmiðill er að gera það gott. Enda tryggir núverandi lækkun evrunar aukin hagvöxt á Evrópusvæðinu og dregur þannig úr áhrifum kreppunnar. Það gilda nefnilega sömu lögmál um evruna og um íslensku krónuna þarna. Lækkun evrunnar leiðir til verðmætari útflutnings og örvar þannig hagvöxt. Það er af þessum sökum sem að bandaríkjamenn hafa leyft dollarnum að vera lágum núna í marga mánuði. Þeir eru að draga úr áhrifum kreppunar og auka hagvöxtinn í Bandaríkjunum.

Það eina sem hrynur hérna er þvælan í andstæðingum ESB á Íslandi og annarstaðar.

Jón Frímann Jónsson, 1.12.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband