Leita í fréttum mbl.is

Atli Heimir Sveinsson um leiðararskrif Morgunblaðsins: Þetta eru dylgjur!

Atli Heimir SveinssonGreinilegt er að skrif Morgunblaðsins á undanförnum vikum vekja athygli manna. Þá kannski sérstaklega fyrir hvað þau eru óhefluð og öfgakennd.

Einn þeirra sem hefur brugðist við þessu er eitt fremsta tónskáld okkar, Atli Heimir Sveinsson. Hann ritaði grein um síðustu helgi í Morgunblaðið undir fyrirsögninni "Slæmur leiðari" og gagnrýnir þar leiðaraskrif Davíðs Oddssonar, ritstjóra blaðsins. Atli nefnir dæmi úr nýlegum leiðara Morgunblaðsins: 

"Öfugt við íslenska lygalaupinn sem segir þvert gegn því sem fyrir liggur að engar aðlögunarviðræður eigi sér nú stað eru hinir evrópsku talsmenn evrópska stórríkisins opinskáir og hreinskilnir. Þeir fara ekki í launkofa með hvað fyrir þeim vakir og hvað það er sem þeir telja heiminum og Evrópu fyrir bestu. Væru þeir spurðir „hvað er í pakkanum“ utan um Evrópu framtíðarinnar myndu þeir svara hreinskilnislega: „Öflugt evrópskt stórveldi stýrt frá Brussel án truflandi áhrifa smáríkja á jaðri þess."

Um þetta segir Atli: ,,Ég er ekki hrifinn af þessum skrifum. Þau eru hvorki málefnaleg né upplýsandi. Mönnum, „talsmönnum hins evrópska stórríkis“, eru gerðar upp skoðanir og orð. Þetta eru dylgjur. Það er ekkert „evrópskt stórríki“ til, og stendur ekki til að stofna það. Evrópu er ekki stýrt frá Brussel." (Leturbreyting, ES-bloggið)

Atli Heimir bendir svo réttilega á í grein sinni að aðildarlöndum ESB sé EKKI stýrt frá Brussel, heldur frá höfuðborgum viðkomandi landa og af þjóðþingum þeirra. Hann segir að það sama myndi gilda um Ísland.

Hverju orði sannara!!

Síðan segir Atli Heimir:,,Ég veit ekki til þess að amast hafi verið við „smáríkjum á jaðri" sambandsins. Reynt hefur verið að hjálpa þeim ríkjum, sem lent hafa í erfiðleikum, hvort sem þau eru stór eða smá, á jaðrinum eða í miðjunni.Ég veit að ekkert land í ESB álítur sig hafa glatað sjálfstæði sínu við inngöngu.Ég veit líka að ekkert land hefur misst auðlindir sínar."

Atli Heimir er fylgjandi aðild Íslands að ESB, því hann vill íslenska að þjóðin..."fylli flokk þeirra þjóða, sem búa við mest og best lýðræði, mannréttindi, velferð, öryggi og hagsæld."

Hann lýkur grein sinni með þessum orðum: "Ég álít að Íslendingar hafi meiri áhrif á eigin mál með því að vera innan raða ESB heldur en einir á báti."

Heyr, heyr - ekki feilnóta hjá Atla Heimi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sammála Atla. Þetta er orðið sjúkt. Maðurinn sem stjórnar þessum leiðurum hlýtur að að þjást af þunglyndi og líða fyrir ergelsi í garð allra. Það góða við þetta er að almenningur er farinn að sjá í gegnum þetta og hundsa það. Það er ekki að ástæðulausu að virðing fyrir Alþingi er aðeins 9% í dag en ástæðan fyrir því er hugsanlega sama meinið og þjáir leiðarahöfundinn á Mogganum en það skapar sundrung og virðingaleysi fyrir pólitískum andstæðingum.

Guðlaugur Hermannsson, 1.12.2010 kl. 17:35

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Atli góður :)

Óskar Þorkelsson, 1.12.2010 kl. 18:34

4 identicon

Gáfumaður Atli Heimir.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 20:05

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Atli Heimir hefur lög að mæla og það er vissulega gott þegar jafn hógvær og vandaður maður og hann, andmælir leiðarskrifun Davíðs sem eru full af vísvitandi rangfærslum.

Til að andmæli eða meðmæli verði tekin gild, eru vissast að þau séu sett fram á vönduðu máli með góðum rökum og mikilli stillingu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.12.2010 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband