Leita í fréttum mbl.is

Árið 2010 metár í úthlutun evrópskra styrkja frá MEDIA áætlun ESB og Eurimages kvikmyndasjóði Evrópuráðsins til íslenskra kvikmynda

KvikmyndÍ fréttatilkynningu segir frá MEDIA-áætluninni á Íslandi segir: ,,Árið 2010 var metár í úthlutun styrkja frá evrópsku kvikmynda-sjóðunum til íslenskra verkefna, en ríflega 836 þúsund evrum (ríflega 136 milljónum króna á meðalgengi ársins) var úthlutað frá Eurimages kvikmyndasjóði Evrópuráðsins og MEDIA áætlun ESB til að framleiða og dreifa íslenskum kvikmyndum sem og til að sýna evrópskar kvikmyndir á Íslandi. Þetta sýnir kjark og dugnað íslenskra kvikmyndagerðarmanna í erfiðu árferði.


Um þessar mundir eru 18 ár frá því að Ísland byrjaði að taka þátt í MEDIA áætlun ESB. Á þessum tíma hefur verið úthlutað um 800 milljónum íslenskra króna til íslenskra fyrirtækja til að undirbúa gerð kvikmynda og til framleiðslu þeirra og til íslenskra dreifenda til að sýna um 100 evrópskar kvikmyndir á Íslandi. Þá hafa 12 íslenskar kvikmyndir fengið úthlutað tæpum 250 milljónum til að styrkja sýningar þeirra í samtals 27 löndum.


Þá verða í janúar 2011 liðin 21 ár síðan Íslendingar byrjuðu að taka þátt í Eurimages, kvikmyndasjóði Evrópuráðsins. Síðan þá hafa 26 íslenskar kvikmyndir fengið úthlutað 5.991.304 evrum eða um 910 milljónum íslenskra króna til framleiðslu. Þá hafa íslensk framleiðslufyrirtæki tekið þátt í framleiðslu 11 evrópskra kvikmynda sem samtals fengu úthlutað 4.373.081 evrur og hefur hluti þeirrar upphæðar verið úthlutað til íslensku framleiðslufyrirtækjanna og verið eytt hér á landi. Þá hafa níu íslenskar kvikmyndir fengið styrki til færa þær á stafrænt form uppá tæpar 120 þúsund evrur og tveir dreifingarstyrkir hafa borist á árinu til dreifingar á íslenskri kvikmynd uppá 12.500.- evrur."

ESB er ekki bara fiskur og landbúnaður! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband