Leita í fréttum mbl.is

The Economist: Ekkert vit í að yfirgefa Evruna

EconomistHið virti tímarit, The Economist, fjallar í grein frá því í gær, um Evruna. Blaðið varar sterklega við því að Evran verði brotin upp eða yfirgefin. Blaðið segir hrikalegan kostnað fylgja því, m.a. tæknilegan, þ.e.a.s. uppfæra tölvukerfi, bankakerfi, og svo framvegis.

Blaðið segir að hinn sameiginlegi innri markaður ("single market") Evrópu hafi gert meira en nokkuð annað í að "hnýta" Evrópu saman. Falli hann, sé hætta á að ESB sjálft liðist í sundur.

The Economist segir einnig að það sé hreinlega "ekkert vit" í því fyrir lönd að yfirgefa Evruna og leggur blaðið á það áherslu að ráðmenn ESB verði að bregðast hratt við til að vinna gegn vandamálunum. Þau krefjist samvinnu á margan hátt. 

Blaði segir að minnstu tilburðir landa til þess að yfirgefa Evruna leiði til ..."Any hint that a weak country was about to leave would lead to runs on deposits, further weakening troubled banks. That would result in capital controls and perhaps limits on bank withdrawals, which in turn would strangle commerce. Leavers would be cut off from foreign finance, perhaps for years, further starving their economies of funds." M.ö.o: Innistæður myndu renna út, setja þyrfti höft á hagkerfin/peningakerfin, sem myndi leiða til viðskiptahindrana og minni viðskipta. 

Blaðið talar um í byrjun að ýmislegt hafi gerst í gjaldmiðlamálum í gegnum tíðina, þjóðir hafi yfirgefið gullfótinn svokallaða, horfið frá beintengingum við aðra gjaldmiðla o.s.frv.

Lokaorðin eru þessi: "Breaking up the euro is not unthinkable, just very costly. Because they refuse to face up to the possibility that it might happen, Europe’s leaders are failing to take the measures necessary to avert it." Að hætta með Evruna er ekki óhugsandi, en mjög kostnaðarsamt. Og blaðið segir ráðmenn í Evrópu verða að grípa til aðgerða, svo það gerist ekki. Þeir megi ekki gleyma að sá möguleiki er til staðar, að Evran geti brotnað.

Skilaboðin eru e.t.v. þau að Evran er eins og hver annar gjaldmiðill, það þarf að fara vel með hann og hugsa um hann! 

Grein blaðsins 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Já, við skulum tala vel um þá gjaldmiðla sem okkur þykir vænt um.

Ólafur Eiríksson, 3.12.2010 kl. 16:22

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þessi umræða um evruna er á algjörum villigötum. Menn eru gjarnan að bera saman kreppu Bandaríkjanna við þau evruríki sem standa verst, og þá fara menn eitthvað að fabúlera eitthvað út í loftið að þessi evruríki séu "föst" inn í evrunni en bandaríkin geti lækkað og hækkað gengi eins og þeir vilja. Aldrei myndi nokkurn tíman einhver snúa þessu við og tala um að Kalifornía sé föst í dollaranum en evran geti hækkað og lækkað gengi sitt að vild.

Jón Gunnar Bjarkan, 3.12.2010 kl. 16:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga á Íslandi 1940-2008

Og hér hefur áður verið töluvert
atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.

Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58

Þorsteinn Briem, 3.12.2010 kl. 17:11

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."

Jöklabréf
- Wikipedia


Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 3.12.2010 kl. 17:13

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hekla Dögg á skemmtilegt og seiðandi verk í sundlauginni sjálfri, þar sem hún hefur fleytt þúsundum álkróna, sem voru í umferð hér sællar minningar á verðbólguárunum.

Krónurnar voru hæddar á sínum tíma fyrir smæðina og efniviðinn og kallaðar flotkrónur.

Í sundlauginni sökkva þær annaðhvort til botns eða fljóta og grúppa sig saman í lítil eylönd úr áli.

Það má segja að peningarnir leiti þangað sem þeir eru fyrir og verkið sýni fram á að það er hreint og klárt náttúrulögmál sem stjórnar þessu.

Gunnhildur Hauksdóttir er með óvenju nærgöngula innsetningu sem fjallar um "ástandið", meintar kanamellur og ástandsbörn.

Hún dregur upp mynd af Íslandi sem litlu (ástands)barni með túttu og naflastreng sem er enn fastur við Bandaríkin í hinni langdregnu fæðingu þjóðarinnar inn í samtímaveruleika kapítalisma Vesturlanda."

Grein - Flotkrónur og fæðing þjóðar - mbl.is

Þorsteinn Briem, 3.12.2010 kl. 17:15

7 identicon

Náttúrulögmál hvað varðar peninga ... andsk. þvaður er þetta.

Það er ekkert hægt að líkja atvinnuleysi hér áður, við núverandi ástand.  Hér áður var fólk frjálst að fá sér atvinnu, og þá atvinnu sem bauðst.  Í dag er þetta eins og í Evrópu, háð pólitík.  Ef þú ert í ónáð og einvher hjá SÄPO líkar illa við þig, þá færðu ekki einu sinni að vinna við að hreinsa klósett.  Fylgst er með einkasamtölum gamalla kerlinga, jafnt sem sendiráða ... "lekið" út á wikileaks, iðnaður lagður niður, má ekki reka við því það getur aukið á "global warming" ... bannað að lesa bækur og blöð sem eru í ónáð ... mátt ekki taka upp það sem þú sérð eða heirir ... nóg að klámi og allir eru í smákrökkum, netið er ógeðfellt, þó svo að þeir mest ógeðfelldu á netinu og stærstu bófarnir séu "eftirlitsmennirnir sjálfir".  Allt framleitt í Kína, svo hægt sé að kaupa það ódýrt eða fyrir ekki neitt, og selja þér á uppreittu verði ... allir eru neytendur, engin framleiðsla ... öllum sagt að lána fé, því það sé svo hagstætt ...

Fasismi er ekkert helvítis náttúrulögmál, heldur brjálæðisleg græðgi einstakra aðila í fé og völd.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband