Leita í fréttum mbl.is

Graham Avery: Afstaða bænda kemur á óvart

Graham AveryGraham Avery er í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í dag og tjáir sig m.a. um landbúnaðarmál. Hann segir: "Ég starfaði fyrri hluta ferils míns í landbúnaðarmálum og ég skil bændur því ágætlega en það kemur mér á óvart að íslenskir bændur séu ekki áhugameiri en þetta um ESB. Mér sýnist að aðild að ESB sé ekki nein alvöru ógnun við bændur. Hins vegar getur verið ýmiss konar akkur í aðild. Evrópskir sjóðir bjóða upp á áhugaverða möguleika í landbúnaði. 

Enginn í Brussel hefur nokkurn áhuga á að draga úr landbúnaði á Íslandi, sem engum ógnar samkeppnislega í Evrópu. Landbúnaðarstefnan er að auki í endurskoðun eins og fiskveiðistefnan. Þessar endurskoðanir hafa allar verið í eina átt: til frekari uppbyggingar eða þróunar í dreifbýli. 

Ég held að þetta sé áhugavert fyrir Ísland og hver veit, sem aðildarríki þá gæti meginlandið jafnvel lært eitthvað af ykkur. Til dæmis hvernig þið farið að því að stunda landbúnað á afskekktum svæðum við svona óhagstæð skilyrði. 

En ég man ekki eftir neinu tilfelli þar sem bændur hafa ekki haft áhuga á því að kynna sér þetta. Oft voru þeir hikandi eða jafnvel tortryggnir, enda er það í eðli mannsins að vantreysta breytingum. En stundum eru breytingar til góða."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

íslenskir bændur virðast vera þrjóskir afturhaldsseggir á spena ríkissins og vilja helst færa tímatalið tilbaka til ársins 1969

Óskar Þorkelsson, 4.12.2010 kl. 16:44

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Óskar Þorkelsson.

Eru stóri ESB speninn sem bændur á ESB svæðinu blóðmjólka og svindla á í stórum stíl eitthvað betri heldur en niðurgreiddur landbúnaður okkar íslendinga með gegnsæjum beingreiðslum frá íslenska ríkinu og miklu minna skrifræði og milliliða kostnaði heldur en fokdýrt, óskilvirkt og gjörspillt landbúnaðar styrkja kerfi ESB apparatsins.

Ég held alls ekki !

Svo að lokum vil ég þakka síðuhöldurum Evrópusíðunnar sérstaklega fyrir að loka ekki á athugasemdir mínar þó svo að ég sé þeim sjáldnast sammála um afstöðuna gagnvart ESB.

Þó ég geti verið harður í horn að taka í umræðunni um ESB þá reyni ég ávallt að halda mig innan siðlegra marka.

Það er réttlátt og drengilegt af ykkur að loka ekki á gagnrýnina, en það á eftir að koma betur í ljós hvernig þið beitið þessari síju í commenta kerfi ykkar hér á síðunni.

Ég hef sjálfur sem félagi í Heimssýn gagnrýnt þá fyrir að leyfa ekki frjáls skoðanaskipti á bloggsíðu samtakanna og mun halda því áfram.

Mér finnst nú samt kannski eiginlega frekar að það geti stundum einnig átt við að beita síjunni á suma hrokagikki og orðsóða í ykkar eigin stuðningsmanna hópi.

Gunnlaugur I., 4.12.2010 kl. 18:39

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Hó hó Óskar, ekki þetta rugl, íslenskir bændur vilja bara tryggja að íslensk þjóð fái það besta sem að hún á skilið og að ekki verði gerð aðför að þessum meginstöðum íslensks efnahags.

Guðmundur Júlíusson, 4.12.2010 kl. 19:58

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þvílíkt bull er þetta Óskar!!!!

Guðmundur Júlíusson, 5.12.2010 kl. 01:29

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Gunnlaugur L. Hefur eitthvað fyrir þér þegar þú segir um styrkjakerfi ESB "fokdýrt, óskilvirkt og gjörspillt landbúnaðar styrkja kerfi ESB apparatsins." Ég hef það nú reyndar af reynslunni að heimsýnarmenn eru vanir að grípa svona fullyrðingar helst út úr afturendanum á sjálfum sér. Er það kannski ástæðan fyrir því að íslenskir skattborgarar niðurgreiða mest allra þjóða til bænda samkvæmt rannsóknum OECD en samt er neytendaverð hér töluvert hærra en í löndunum í kringum okkur, væntanlega enn jafnvel þó botninn sé fallinnn undan krónunni. Eru síðan ekki beingreiðslurnar til bænda beint til bændasamtakanna, sem síðan dreifa styrkjunum á bændur, mer skilst það á umræðunni. Ohhh ætli það sé ekki töluvert um spillingu þar þá.

Styrkjakerfi ESB gengur út á meira en að niðurgreiða einhverjar rollur út í sveit. Það kerfi byggist mikið upp á að hafa fjölbreytta atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Okkar landbúnaðarkerfi er alveg fokdýrt og það virkar ekki á nokkurn hátt enda verið stanslaus landsflótti frá landsbyggðinni. Að bjóða fólki aðeins vinnu í heyskap, sláturhúsi og fiskvinnslu er ekki landsbyggðinni til frama. 

Bændasamtökin reyna að réttlæta andstöðu sína gegn ESB með þeim fáránlegu rökum að við verðum að vera sjálfum okkur nóg um matvæli. Þetta sá ég þá meðal annars reyna halda fram í einhverju vídeó á youtube þar sem þeir reyndu að gera sér í hugarlund að eina landbúnaðarafurðinn á íslandi sem framleidd yrði eftir inngöngu í ESB, væri gúrkur(alveg ótrúlegt að slíkir vitleysingar skuli vera að höndla með fé skattborgara). Sögðu svo eitthvað á þá leið ef að skipaflutningar milli landa myndu skyndilega stöðvast þá þyrftum við auðvitað að vera sjálfum okkur nóg um matvæli. Jesús minn almáttugur góði, ef að á 500 ára fresti sem skipaflutningar myndu stöðvast í tvær vikur, þá þyrftu íslendingar að láta sér nægja þorsk, ýsu, humar, rækju og gúrkur.  Á þetta að réttlæta það að við séum að ausa tugum milljarða í landbúnaðargeira sem er algjörlega úreltu?

Ísland mun alltaf vera sjálfum sér nóg um matvæli og það er reynsla annarra ESB ríkja, til dæmis norðurlandanna, að matvæla framleiðsla minnki ekki, en bændum fer fækkandi.

Hvernig hefur ykkur í Heimssýn annarsvegar tekist að halda saman bábilju sjálfstæðismanna um sósíalíska skrímslið ESB sem eyði alltof miklu í að niðurgreiða lata evrópska bændur og svo bábilju vinstri grænna um hið vonda kapítilíska ESB sem svelti bændur og muni skilja alla íslenska bændur eftir á brókarlausa eftir inngöngu í ESB. 

Jón Gunnar Bjarkan, 5.12.2010 kl. 10:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 5.12.2010 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband