Leita í fréttum mbl.is

Vísbending um ESB-málið í jólatölublaði

Jólablað Vísbendingar, vikulegs tímarits um viðskipti og efnahagsmál, fjallar að stórum hluta um ESB-málið. Farið er yfir helstu "átakalínur" í þessi viðamikla máli. Þá er einnig fjallað um nokkrar "goðsagnir" og vitleysur sem grassera um ESB, fjallað um Lissabon-sáttmálann og fleira. Hvetjum þá sem geta til þess að ná sér í eintak!

Í blaðinu segir m.a.: " Margar af rangfærslum um Evrópusambandið koma frá
breskum síðdegisblöðum sem eiga það sameiginlegt að vera á móti
sambandinu og þurfa að selja blöð. Þar finnst mönnum óþarfi að láta
staðreyndir skemma góða sögu. En vafasamar fullyrðingar koma
líka fram á Íslandi, stundum af vanþekkingu en furðu oft þjónar
rangfærslan áróðurshagsmunum þess sem skrifar. Skoðum nokkrar
fullyrðingar: Sumar þeirra eru nýlegar, en aðrar býsna gamlar. Það er
þó athyglisvert að rangfærslur ganga oft aftur, hversu oft sem þær eru
kveðnar niður. Lyndon B. Johnson fyrrverandi Bandaríkjaforseti vissi
hvað hann söng þegar hann sagði: „Látum hann neita því,“ eftir að
hann bar ótrúlega ósmekklega lygi upp á andstæðing sinn."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hvernig væri að lygi og blekkingar ykkar ESB sinna yrðu skoðaðar í þessu gagnrýna ljósi sem þið hrópið eftir.

Þá myndi svo sannarlega dimma yfir þjóðinni og  Íslandi eins og sómyrkvi hefði verið framkallðaur yfir land og þjóð !

Gunnlaugur I., 21.12.2010 kl. 20:22

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hvað er þetta eiginlega er Steini Briem sem skrifaði hér heilt dagblað daglega og var með upp undir 50 færslur á dag hættur að vina fyrir ESB málstaðinn.

Ef svo er og hann sé orðinn kannski "ESB turnaður" þá bið ég hann hjartanlega velkominn í hóp okkar þjóðfrelsissinna, en í okkar hóp hefur fjöölgað gríðarlega.  

En mig grunar þó frekar og samt miklu frekar að hann sé í einhverri fýlu við ykkur hér á síðunni sökum yfirgangs síns og frekju og fái því heldur ekki lengur borgað frá legátum ESB og áróðursmálasjóðum ESB elítunnar.

Kannski er hann bara farin að vinna einhverja heiðaðrlega vinnu en sé ekki lengur á fóðrun hjá  feitum spena ESB elítunar á Íslandi !

Það væri fróðlegt að fá að vita þetta ?

Gunnlaugur I., 21.12.2010 kl. 21:30

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gunnlaugur. Þessi seinni athugasemd þín er nákvæmlega sama dæmið og þetta með Lyndon B. Johnson. Hér ber þú fram ósmekklegar athugasemdir á nafngreindann mann, reyndar í sprunarforni, um eitthvað, sem þú veist ekkert um.

Hvað veist þú um það hvort og í hvaða vinnu, Steini var meðan hann skrifaði, sem mest hér inn á þessa síðu? Hefur þú eitthvað fyrir þér í því að hann hafi ekki verið í "heiðarlegri vinnu"?

Svo eru þið ESB andstæðingar svo sannarlega að skreyta ykkur með stolnum fjöðrum þegar þið eruð að halda því fram að barátta gegn aðils að ESB hafi eitthvað með þjóðfrelsi að gera. Til að svo væri þyrftum við Íslendingar að tapa þjóðfrelsi við það að ganga í ESB að því fer víðs fjarri.

En hvað fyrri athugasemd þína varðar þá er alveg sjálfsagt að fara yfir rangfærslur ESB sinna rétt eins og ESB andstæðinga en þar er hins vegar um fjög svo takmarkaðra safn að vinna úr en þegar málflutningur ýmissa ESB andstæðinga er skoðaður. Gætir þú kannski nefnt eina eða tvær staðreyndavillur, sem helstu ESB sinnar hafa látið frá sér fara?

Og að lokum þá er engin ESB elíta að fóðra einhverja hér á Íslandi. Þeir, sem eru að vinna að því að Ísland gangi í ESB eru að gera það af sannfærningu um að hagsmunum Íslands sé betur borgið inna ESB en utan.

Sigurður M Grétarsson, 22.12.2010 kl. 16:41

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gunnlaugur. Það er auðvita alveg sjálfsagt að taka saman yfirlit yfir rangfærslur frá ESB sinnum rétt eins og ESB andstæðingum. Þar er hins vegar ekki um nálægt því eins auðugan garð að gresja eins og er með allar þær rangfærslur, mýtur og hræðsluáróður, sem tröllríður umræðuna af hálfu margra ESB andstæðinga. Hvað getur þú til dæmis nefnt margar staðreyndavillur í málflutningi helstu stuðmingsmanna inngögnu Íslands í ESB.

Hvað seinni athugasemdina þína varðar þá ert þú þarna að fara í sama farið og Lyndon B. Johnsson með þessi ósmekklegu ummæli þín um Steina, reyndar sett fram í spurnarformi, um atriði, sem þú hefur ekki hugmynd um. Hvað veist þú til dæmis um það hvort hann var í vinnu og þá hvaða vinnu þegar hann skrifaði mest hér inn á þessa síðu? Hvað hefur þú fyrir þér í því a hann hafi þá ekki verið í "heiðarlegri vinnu"? Var hann kannski í "óheiðarlegri vinnu"?

Þú eins og margir ESB andstæðingar gerið mikið af því að skreyta ykkur með stolnum fjöðrum þegar þið talið um að andstaða við ESB aðild hafi eitthvað með "þjóðfrelsi" að gera. Ef svo væri þá þyrfti að felast í því eitthvert tap á þjóðfrelsi að ganga í ESB en því fer víðs fjarri.

Og að lokum. Það er engin hér, sem fær eitthvað greitt frá einhverri ESB elítu. Við, sem styðjum inngöngu Íslands í ESB gerum það af sannfæringu okkar um að hagsmunum Íslands sé betur borgið innan ESB en utan. Fullyrðingar eins og þessi eru ekkert annað en ósmekklegt skítkast og persónuníð til þess ætlað að rægja helstu ESB sinna og gera málflutning þeirra ótrúverðugri en ella. Að fara í mannin en ekki boltan. Það er algeng hegðun rökþrota manna og manna, sem hafa slæman málstað að verja.

Sigurður M Grétarsson, 22.12.2010 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband