22.12.2010 | 20:55
Enn eitt fórnarlamb gleymskunnar! Nú Ásmundur Einar!
Um daginn gleymdi Vigdís Hauksdóttir því að ákveðinn tími, þrír mánuðir, verða að líða fram að þjóðaratkvæðagreiðslu. Vigdís (og fleiri) ætlaði nefnilega snarlega að stoppa umsókn Íslands að ESB og vildi greiða atkvæði um málið samhliða stjórnlagaþingskosningunni.
Þótti þetta ekki rós í hnappagat Vigdísar eða þeirra sem fluttu þessa tillögu. Einn þeirra er foringi Nei-sinna, Ásmundur Einar Daðason.
Hann virðist vera í bullandi bissness með netverslunina www.isbu.is. Fyrirtækið flytur inn allskyns landbúnaðarvörur, en Ásmundur er jú bóndi.
Og þegar maður er líka alþingismaður á maður að gera grein fyrir öllum svona "aukabúgreinum" ef svo mætti kalla.
En því GLEYMDI Ásmundur Einar!Hann er því líkt og Vigdís, fórnarlamb gleymskunnar!
Stöð tvö greindi frá þessu í kvöld í sambandi við "hjásetumálið" sem hrjáir nú VG.
Hér á vef alþingis má sjá að ekkert er skráð á Ásmund Einar, sem hefur nú þegar sent Alþingi tölvupóst um málið.
Á vef Ísbú.is segir: "Vöruúrvalið er alltaf að aukast en markmiðið er að geta boðið breytt úrval af búrekstrarvörum á sambærilegum eða betri verðum heldur en gengur og gerist hér á landi. Við erum ávallt að prófa nýjar vörur og sumar af þessum vörum fara í almenna sölu. Til að geta boðið hagstæð verð leggjum við ríka áherslu á að komast í samband beint við verksmiðjur erlendis og leitum leiða til að forðast óþarfa milliliði. Í dag bjóðum við vörur frá framleiðendum í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Pakistan, Kína, Bandaríkjunum, Belgíu, Frakklandi og Nýja Sjálandi."
Þetta virðist því vera svona "beint-úr-verksmiðju-beint-í-bú" fyrirtæki og hefur mjög alþjóðlegt yfirbragð. Þrjú þeirra landa sem flutt er inn frá eru í ESB.
Nýlega byrjaði fyrirtækið að selja höggvarða Samsung-farsíma.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þessi frétt ESB/ Baugsmiðilsins Stöð 2, lyktar öll af hefnigirni og pólitískum árásum á unga þingmanninn og bóndann Ásmund Einar Daðason.
Það sama á við um þá þremenninga alla sem sátu hjá við fjárlögin, nú leggjast spunameistarar ESB og Samfylkingarinnar í lúsarleit til þess að koma einhverjum höggum á þá í ófrægingarherferð sinni.
Þó svo það séu óttaleg vindhögg eins og þetta, þá eru þau samt látinn vaða.
Það sama á við um þessa háðulegu grein ykkar hér, hún er merkt sömu illkvitnislegu hvötunum.
Tilgangurinn helgar meðalið.
Ásmundur rekur með myndarskap eitt öflugasta fjárbú landsins í Dölunum og það hefur ekki verið neitt leyndarmál að með þeim búskap hefur hann stundað sem hliðargrein, viðskipti með vélar og tæki fyrir landbúnað.
Hluti sem hann einmitt hefur þekkingu og reynslu af í gegnum starf sitt.
Mér finnst þetta nú bara bera þess glögg merki að Ásmundur er dugnaðarforkur og útsjónarsamur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.
Ég tel mig nú hafa vitneskju fyrir því að þetta hafi verið ákaflega smátt í sniðum til að byrja með, en nú í kreppunni þurfa bændur auðvitað að gæta að sér og fjárfesta í vélum og tækjum á sem allra hagkvæmastan hátt og því hafi þessi hliðarbúgrein hans á tiltölulega stuttum tíma nú vaxið hröðum skrefum, vegna þess að hann er að bjóða mjög góðar og ódýrar vörur til annarra bænda.
Þetta hefur ekki verið neitt leyndarmál, síður en svo og þessarar hliðarbúgreinar hans hefur oft verið getið í kynningu og viðtölum við manninn.
Auk þess sem öllum hefur verið aðgengileg heimasíðan isbu.is þar sem starfssemin er kynnt og vörurnar sem þeir bjóða.
Að gera veður útaf þessu sem einhverju stór tortryggilegu máli er því ekkert annað en atvinnurógur og nornaveiðar.
Gunnlaugur I., 23.12.2010 kl. 08:58
Æ - Æ - Aumur áróður gegn Ásmundi Einari Daðasyni - hjá ykkur Evrópusinnum - Það er nokkuð síðan - ekki löngu eftir að Ásmundur Einar byrjaði´sem þingmaður að ég sá eða heyrði viðtal við hann þar sem hann nefndi þetta net-fyrirtæki sem hann ræki - sem þið hjá Evrópusinnum eruð nú að reyna að gera hann tortryggilegan fyrir.Aumkunarverð tilraun hjá ykkur - Evrópu-sinnar.
Benedikta E, 23.12.2010 kl. 10:34
Þetta er ágætur sími sem þarna er til sölu (Ég er þó aðdáandi Nokia persónulega). Mér þykir hann þó dýr hjá þeim miðað við verðið á þessum síma í Evrópu. Tæknilegar upplýsingar um þennan farsíma er að finna hérna.
Mér þykir þessi sími dýr hjá þeim. Vegna þess að á Amazon DE þá kostar hann eingöngu 116,80€, sem eru rúmlega 18,000 kr. Þannig að kominn hingað til lands með tolli og vaski þá væri þetta rúmlega 23.000 kr mundi ég halda (ef það er ekki hrikalegur tollur á farsímum sem eru seldir til Íslands). Hérna er síminn á Amazon DE.
Hvað afsökun Ásmundar Einars varðar. Þá trúi ég honum einfaldlega ekki.
Jón Frímann Jónsson, 23.12.2010 kl. 16:40
Til G og B : Staðreyndir eru staðreyndir. Ásmundur Einar átti að sjálfsögðu að upplýsa um þetta þegar hann gerðist þingmaður. Hér er ekki verið að gera neitt tortryggilegt, slakiði á í "nojunni"!
En aðalstarf Ásmundar Einars á að sjálfsögðu að vera það að setja landsmönnum lög, með því að vera þingmaður á fullum launum.
Eða á þetta að vera eins og Karl Marx taldi æskilegt ; gera A í dag, B á morgun og C hinn, bara svona af því bara?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 23.12.2010 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.