Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Gunnarsson um "timburmenn krónunnar"

Guðmundur GunnarssonÁ bloggi sínu segir Guðmundur Gunnarsson: " Krónan er ein helsta ástæða þeirra erfiðleika sem við eigum við að etja. Stjórnmálamenn hafa ítrekað á undaförnum áratugum leyst rekstrarvanda útflutningsfyrirtækja með gengisfellingum. Þetta hefur verið rómað af mörgum, en fáir bent á þá staðreynd vandinn hverfur ekki, hann er einfaldlega fluttur yfir á launamenn með því að lækka laun þeirra, þeim er gert að greiða upp afglöp eigenda fyrirtækjanna. Þetta hefur leitt til þess að a.m.k. sum fyrirtæki hafa ekki verið rekin með eðlilegum hætti þar sem forsvarsmenn þeirra hafa ætíð treyst á þessa lausn.

Í lokuðu hagkerfi gekk þetta upp og þegar fiskvinnsla og landbúnaður voru aðalatvinnuvegir þjóðarinnar. Krónan var ein af meginástæðum fyrir aðdraganda hrunsins og hrun hennar hefur sett mörg heimili og fyrirtæki í vonlausa skuldastöðu. Auk þess blasir við sú staðreynd að við verðum að fjölga störfum hér á landi og það verður ekki gert í útgerð eða landbúnaði. Það verður einvörðungu gert með fyrirtækjum í tækniiðnaði og þar þarf að koma til erlend fjárfesting og greiður aðgangur íslenskra fyrirtækja að erlendum birgjum og eðlilegum viðskiptum um heim allan. Það verður ekki gert með krónunni. Ekkert erlent fyrirtæki tekur við krónu sem greiðslu og í dag eru íslensk fyrirtæki krafinn af erlendum birgjum um staðgreiðslu í erlendum myntum."

Allur pistill Guðmundar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband