28.12.2010 | 11:14
Andrés Pétursson (form. Evrópusamtakanna) um völd, áhrif og Morgunblaðið
Formaður Evrópusamtakanna, Andrés Pétursson, ritar grein í Morgunblaðið í dag um Morgunblaðið og nálgun ritstjóra þess gagnvart ESB-málinu. Við birtum grein Andrésar hér í heild sinni:
UM VÖLD OG ÁHRIF
Höfundi leiðara Morgunblaðsins hefur orðið tíðrætt um lýðræðishalla Evrópusambandsins. Orð eins og skrifræðið í Brussel og hið ólýðræðislega bákn eru höfundinum einkar hjartfólgin.
Staðreyndin er hins vegar sú að Evrópusambandið er metnaðarfyllsta tilraun sem reynd hefur verið til að finna lausn á ýmsum sameiginlegum vandamálum sem ekki verða leyst eingöngu innan landamæra núverandi þjóðríkja. Þar má til dæmis nefna mengun, alþjóðleg glæpastarfsemi og ýmis mál sem tengjast yfirþjóðlegum samgöngum og viðskiptum
En hver er aðalástæðan fyrir því að ekki er meira um beinar kosningar til hinna ýmsu stofnana eða embætta innan Evrópusambandsins til að auka lýðræðið innan sambandsins. Ástæðan er einföld; aðildarlönd Evrópusambandsins hafa ekki verið tilbúin að láta meiri völd til stofnana Evrópusambandsins.
Ég velti því stundum fyrir mér hvort sá sem heldur á pennanum í leiðaraskrifum Morgunblaðsins þekki ekki raunverulegt verklag hinna ýmsu stofnana ESB eða hvort viðkomandi sé svo sannfærður um hið illa innræti Evrópusambandsins að það skuli nota hvert tækifæri til að sverta ímynd þess.
Morgunblaðið taldi sig til dæmis hafa himin höndum tekið þegar Frosti Sigurjónsson framkvæmdastjóri skrifaði grein á bloggsíðu sína fyrir skömmu. Þar heldur Frosti því fram að þungamiðja valds í Evrópusambandinu sé hjá framkvæmdastjórninni og Evrópuþingið sé valdalítið.
Gallinn við þessa framsetningu Frosta er sú að þær forsendur sem hann gefur sér, annaðhvort vegna þekkingarskorts eða vísvitandi rangfærslna, standast ekki. Staðreyndin er sú að valdamiðja Evrópusambandsins er hjá ráðherraráðinu og leiðtogaráðinu þar sem sitja lýðræðislega kjörnir fulltrúar aðildarríkjanna. Evrópuþingið, sem einnig er kosið í beinni kosningu af íbúum ESB landa, hefur síðan smám saman verið að auka völd sín á kostnað Framkvæmdastjórnarinnar.
Lagasetningarferli Evrópusambandsins er nokkuð langt og það getur tekið upp í mörg ár að koma lagasetningu í gegnum Framkvæmdastjórnina, Evrópuþingið og ráðherraráðið. Mjög margir aðilar, bæði Evrópuþingmenn, starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar, hagsmunaaðilar, grasrótarsamtök, þrýstihópar og fleiri, hafa möguleika á því að hafa áhrif á lagagerðina.
Ýmsum finnst ferlið óþarflega langt og flókið en það gefur að minnsta kosti mjög mörgum aðilum tækifæri til að hafa áhrif á endanlega niðurstöðu. Einnig minnkar þetta möguleikana á því að illa unnin lagagerð komist í gegnum þetta ferli.
Morgunblaðið ætti því að fagna en ekki gera lítið úr þeirri kynningu sem í vændum er varðandi Evrópusambandið. Flestir þeir sem talað er við kvarta undan því að þekkja ekki nægjanlega vel til varðandi störf og stefnu ESB.
Allir ættu því að geta sameinast um það að fagna meiri upplýsingum um þetta mikilvæga málefni. Eða óttast Morgunblaðið að Íslendingar geti ekki tekið skynsamlega ákvörðun um tengsl sín við sambandið í ljósi upplýstrar umræðu?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.