Leita í fréttum mbl.is

Andri Geir um krónuna og hagvöxt áriđ 2011

andri-geir-a.gifAndri Geir Arinbjarnarson gerir gjaldmiđilsmál ađ umtalsefni í pistli á Eyjubloggi sínu og segir ţar:

"En hvađ međ Ísland sem hefur sveigjanlegan gjaldmiđil sem hefur veriđ gengisfelldur svo um munar til ađ „leiđrétta“ samkeppnisstöđu ţjóđarbúsins?  Viđ teljum okkur, jú, standa mun betur en jađarríki evrulandanna, enda felldum viđ gengiđ, settum á höft, felldum bankana og réđumst á ríkishallann – allt eftir formúlu mikilla hagfrćđispekinga?  Hvers vegna er ţá ekki bullandi hagvöxtur hér?  Af hverju er hagkerfiđ ađ dragast saman 2010 og ađeins er spáđ 1.9% hagvexti 2011 sem sumir telja bjartsýnisspá enda byggđ á uppgangi í einkaneyslu?  Af hverju er Ísland enn í hópi ţeirra landa ţar sem hagvöxtur er hvađ hćgastur eftir rúm 2 ár frá risagengisfellingu?  Nei, ţađ er ekki nóg ađ róma hina sveigjanlegu krónu, viđ megum ekki gleyma skuggahliđ krónunnar sem viđheldur fölskum raunveruleika.  En gjaldmiđilinn er ađeins nauđsynlegt tól, án öflugs skipstjóra sem fylgir skynsamlegri og vel markađri stefnu mun okkur miđa hćgt áfram eins og tölurnar sýna."

Allur pistillinn


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef krónan hefđi ekki veriđ sett í höft og fengiđ ađ lćkka eins og hún hefđi átt ađ gera, ţá hefđi hún styrkst aftur og "vondu krónurnar" hefđu fengiđ ađ fara burt.

Núna búum viđ viđ höft og fyrirtćki fjárfesta ekki á Íslandi nema ţau fá undanţágu.

Össur er á förum.

Ríkisstjórnin verđur ađ fara ađ hugsa sinn gang.

Horfum á gengi annara gjaldmiđla.  Ţeir féllu en réttu svo úr kútnum.

Krónan var sett í höft ţegar hún var ađ falla og vondu krónurnar voru ađ fara úr landi.

Höftin voru sett á röngum tíma og međ röngum formerkjum.

Ţađ ţarf núverandi ríkisstjórn ađ glíma viđ.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráđ) 29.12.2010 kl. 00:16

2 Smámynd: Loftur Altice Ţorsteinsson

   

Sú hugmynd ađ hćgt sé ađ handstýra gengi Krónunnar er barnaleg, samt virđast alsgáđir menn telja ađ ţađ sé hćgt. Sannleikurinn er sá ađ einungis eru tvćr peningastefnur í bođi. Annađ hvort er gengiđ fljótandi og efnahagskerfiđ stöđugt í uppnámi, eđa gengiđ er fast og stöđugleiki ríkir, ađ minnsta kosti af völdum gengisbreytinga.

  

Ţađ fyrirkomulag sem hérlendis hefur veriđ selt sem fastgengi, nefna alvöru hagfrćđingar gengis-tyllingu. Hvort gengiđ fellur eftir samfelldum ferli eđa í stökkum skiptir engu máli, fyrir heilbrigđi hagkerfisins.

 

Eina leiđin til ađ koma á föstu gengi er undir stjórn myntráđs. Ţetta er betri gengisfesting en upptaka Evru eđa Dollars. Stöđugleikinn fćst međ notkun bćđi Evru og Dollars sem stođmynta, fyrir innlandan gjaldmiđil undir stjórn myntráđs.

 

Galdurinn er ađ nota myntirnar til helminga (50%EUR+50%USD). Međ ţessu móti jafnast alţjólegar sveiflur fullkomlega út, ţví ađ í okkar heimshluta eru ţessar tvćr myntir ríkjandi.

 

 

Loftur Altice Ţorsteinsson, 30.12.2010 kl. 20:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband