Í nýjum pistli á Eyjubloggi sínu segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins:
"Það er afskaplega erfitt að fóta sig á málflutningi andstæðinga ESB, sem einkennist af upphrópunum og órökstuddum fullyrðingum. Þar má t.d. benda á fullyrðingar þeirra um að við ESB-aðild myndu fiskimiðin fyllast at erlendum fiskiskipum og að við missum yfirráð yfir orkulindum landsins.
Það liggur fyrir að lagaumhverfi varðandi orkulindir yrði nánast óbreytt frá því sem nú er. Evrópusambandið á ekki neinar auðlindir. Svíþjóð selur sína umframleiðslu á raforku til annarra Evrópuríkja. Olíulindir Breta og Dana hafa ekki verið framseldar og verða aldrei. Allt eru þetta fullvalda ríki í samstarfi við önnur lönd. Rétt eins og Ísland er í samvinnu við önnur lönd.
Fiskveiðistefna ESB byggir á sögulegum veiðirétti. Öll vitum við, eða ættum allavega að vita; að önnur ESB ríki eiga ekki þann rétt hér. Sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusambandsins er eins og fiskveiðistefna Íslands, það er ef um er að ræða sameiginlega stofna, sem margar þjóðir nýta þá á fiskveiðistjórnun þeirra að vera sameiginleg meðal viðkomandi þjóða. Hér má benda á þá stofna sem við veiðum úr og eru sameiginlegir með öðrum þjóðum þ.e. kolmunna, síld og loðnu og karfann hér suður af landinu. Við erum þessa dagana að gera kröfu nákvæmlega um þetta grundvallaratriði hvað varðar veiðirétt í flökkustofnum makríls.
Á það má benda að hið fullvalda ríki Danmörk á litlar auðlindir, en þeir eru duglegir í viðskiptum og stunda gríðarlega útflutning á landbúnaðarvörum. Aðild að ESB er eina tækifæri íslendinga til þess að komast á stóran erlendan markað með fullunnar vörur, án núgildandi takmarkana. Það gefur okkur möguleika sem við höfum ekki um hagræðingu og vöxt í landbúnaði og sjávarútvegi með aðgengi að markaðinum sem opnast við aðild að ESB."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þá veit maður það. Segið mér eitt samt og eða Gudmundur. Hversvegna eiga andstæðingar ESB að þurfa að sanna sitt mál. Þeir vilja bara vera frjálsir í sínu landi.
Valdimar Samúelsson, 18.1.2011 kl. 22:48
ESB andstæðinga eru líka á miklu svelli svo það er ekki nema von á GG taki svona til orða.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2011 kl. 01:41
"Það er afskaplega erfitt að fóta sig á málflutningi andstæðinga ESB, sem einkennist af upphrópunum og órökstuddum fullyrðingum. Þar má t.d. benda á fullyrðingar þeirra um að við ESB-aðild myndu fiskimiðin fyllast at erlendum fiskiskipum ..."
Af hverju áttu svona erfitt með að átta þig, hr. Guðmundur? Eða ertu bara að tala þarna um "andstæðinga ESB"? Þú veizt væntalega, að andstæðingar inngöngu/innlimunar Íslands í ESB eru miklu fleiri en andstæðingar ESB. Ertu þá sem sé aðeins að fjalla um þá alhörðustu? Eða vísar þetta til allra einarðra andstæðinga slíkrar innlimunar?
Hvern sástu síðast fullyrða, að "við ESB-aðild myndu fiskimiðin fyllast at erlendum fiskiskipum"? Aldrei hef ég t.d. notað þau orð, en þau eru kannski hentug til að láta málsvara sjónarmiða, sem andstæð eru þínum, líta út fyrir að vera fáránleg. Sú aðferð við að koma með "gagnrök" er meira í ætt við karíkatúr, skrípamynd af málflutningi mótherjans, því að auðveldara er að bauna á slíka skrípamynd heldur en raunveruleg rök hans.
Er þér annars ókunnugt um hug Spánverja í þessu máli? Alveg án þess að menn fari að hugsa sér, að þeir ætli að fylla hér öll mið, ætti eftirfarandi að fá margan Íslending til að hugsa sig um tvisvar í sambandi við "ESB-aðild":
Ráðherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlar Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum (29. júlí 2009)
Spænskur ráðherra Evrópumála staðfestir ásækni Spánverja í íslenzk fiskimið; segir Spánverja "himinlifandi" (30. júlí 2009)
Sjávarmálastjóri Spánar: auðlindir "evrópusambandsvæddar" þegar ríki gengur í ESB (5. september 2009)
Og hér úr annarri átt: Stein [aðalhagfræðingur Lombard Street-rannsóknarsetursins]: Algjört brjálæði fyrir Ísland að ganga í ESB (30. ág. 1999; þar koma spænskir sjómenn við sögu).
"Fiskveiðistefna ESB byggir á sögulegum veiðirétti. Öll vitum við eða ættum allavega að vita, að önnur ESB ríki eiga ekki þann rétt hér," segir þú.
Þú átt líka að vita, að veiðireynslutímabilið er misjafnt eftir ýmsu og er teygjanlegt í reynd. ESB getur breytt þeim reglum. Bretar geta t.d. ýft upp gamlar væringar, talið sig hafa verið hlunnfarna með útvíkkun landhelginnar og heimtað lengra veiðireynslutímabil; fleiri sem hagsmuna ættu að gæta, væru vísir með að taka undir með þeim.
Með hóflegum meirihluta getur voldugasta stofnun ESB -- þar sem Ísland fengi 0,06% atkvæðavægi, en Spánverjar 153 sinnum meira (9,33%) og sum ríki enn meira --, ráðherraráðið í Brussel, fellt niður eða gerbreytt "reglunni" (princípinu) um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða hvers meðlimaríkis, "reglu" sem byggir líka á veiðireynsluviðmiðum.
Það þýðir ekkert að lofa upp í ermina, Guðmundur Gunnarsson.
Lokaspurning sem þér ætti trúlega að vera ljúft að svara: Hefurðu farið til Brussel í boði ESB- eða ESB-tengdra stofnana? Oft?
Jón Valur Jensson, 19.1.2011 kl. 06:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.