Leita í fréttum mbl.is

Eru landbúnaðarmál umhverfismál? Hallur Magnússon bloggar á Eyjunni

Framsóknarmaðurinn Hallur Magnússon hefur bloggað töluvert um landbúnaðarmál að undanförnu. Í nýjum pistli á Eyjunni segir Hallur:

"Íslenskur landbúnaður á að skilgreinast sem umhverfismál en ekki landbúnaðarmál í aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið.  Í evrópskum skilningi fellur íslenskur landbúnaður miklu frekar undir mikilvægi þess að viðhalda fjölbreytilega tegunda – sem er umhverfismál – en hefðbundinn evrópskan landbúnað. 

Það eigum við að nýta okkur.  Meira um það hér.

„Landbúnaður þyrfti sérstakar lausnir við aðild að ESB“ segir í fyrirsögn Eyjunnar um niðurstöðu rýnifundi um 11. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið þar sem bornar voru saman reglur Íslands og ESB um landbúnað og dreifbýlisþróun. 

Eðlilega.

Niðurstöðurnar í rýnivinnunni koma ekki á óvart.

Íslenskir embættismenn hafa staðið sig afar vel í rýnifundavinnu vegna undirbúnings að aðildarviðræðum Íslands að ESB þrátt fyrir oft á tíðum óskýrar og oft á tíðum kolruglaðar pólitískar áherslur – ef þær hafa þá legið fyrir!

Nú fer að styttast í raunverulegar aðildarviðræður."

Allur pistill Halls


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband