Leita í fréttum mbl.is

Skjálfti í Nei-sinnum?

Já-ÍslandJá-Ísland hefur vakið athygli meðal landsmanna, en í dag birtust blaðaauglýsingar frá samtökunum um áherslur í ESB-málinu.

Nei-sinnar gera Já-Ísland að umtalsefni og einn þeirra er Styrmir Gunnarsson, einn hatrammasti andstæðingur ESB hér á landi. Á góðu og gildu sjómannamáli brýnir Styrmir "sína menn" og í pistli á Evrópuvaktinni segir hann:

"Stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu voru í gær að endurskipuleggja samtök sín. Það bendir til að þeir meti það svo, að þeir hafi ekki náð nægilegum árangri með starfsemi þeirra samtaka, sem fyrir voru. En jafnframt er það hvatning til andstæðinga aðildar um að herða róðurinn af sinni hálfu.

Eitt af því neikvæða, sem fylgt hefur aðildarumsókn Íslands er sú sundrung í íslenzku samfélagi, sem hún hefur leitt af sér."

Ályktun Styrmis um að nægilegum árangri hafi ekki verið náð og að það stýri m.a. tilurð samtakanna, verður hinsvegar að skoðast sem röng.

Skoðanir almennings á jafn stóru máli og ESB-málinu sveiflast, það er eðililegt, jafnvel eftir að lönd hafa gengið í sambandið.

Tal Styrmis um sundrungu er sérkennilegt. Á lýðveldistímanum hafa komið upp nokkur verulega stór mál, sem deilt hefur verið um, en samkvæmt leikreglum lýðræðisins. Nægir að nefna NATO-málið og EES-samninginn á sínum tíma. ESB-málið er elíkt mál.

Það er hinsvegar mjög mikilvægt að geta rætt málið, samkvæmt leikreglum lýðræðisins og afgreiða það samkvæmt þeim, þegar þar að kemur, í þjóðaratkvæðagreiðslu, eftir að lokið er við samningaviðræður við ESB!

Styrmir er einn dyggasti stuðningsmaður þess að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum, þannig að þetta hlýtur að vera honum að skapi.

Já-Ísland er einmitt sett á fót til þess að stuðla að málefnalegri umræðu um þetta mikilvæga mál, ESB-málið!

Í frétt í Fréttablaðinu í dag segir:

"Evrópusamtökin, Evrópuvakt Samfylkingarinnar, Sjálfstæðir Evrópumenn, Sterkara Ísland og Ungir Evrópusinnar standa að baki verkefninu.

Jón Steindór Valdimarsson, formaður Sterkara Íslands, sagði að góð stemning hefði verið á fundinum og mikill hugur í fólki.

Hann kvíðir ekki framhaldinu þó að kannanir sýni að meirihluti sé andvígur ESB-aðild.

"Við trúum því að það þurfi að ræða málin og fara yfir staðreyndirnar til að fólk geti tekið meðvitaða ákvörðun. Ég er sannfærður um að fleiri munu segja já en nei, en hver gerir auðvitað upp sinn hug í kjörklefanum."

Einmitt, Jón Steindór er að tala um lýðræði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband