Leita í fréttum mbl.is

Áhugavert Evrópuyfirlit framsóknarmanns!

Hallur MagnússonEins og menn hafa tekið eftir er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mjög upptekinn af Icesave, það er hans hjartans mál.

Hallur Magnússon, annar framsóknarmnaður, vekur hinsvegar athygli á því á bloggi sínu að Framsóknarflokkurinn hefur unnið mikið starf í Evrópumálun. 

Í áhugaverðri færslu sinni byrjar Hallur svona: "Framsóknarflokkurinn var um langt árabil faglegasti stjórnmálaflokkurinn þegar unnið var í stefnumótun um aðildarumsókn eða aðildarumsókn ekki að ESB. Framsóknarflokkurinn vann undirbúning Evrópustefnu sinnar á árabilinu 2001 til 2009 afar faglega.

Í kjölfar afar vandaðrar greiningarvinnu Framsóknarflokksins í aðdraganda flokksþings árið 2005 var ljóst að klár meirihluti Framsóknarmanna vildu skoða aðildarumsókn að Evrópusambandinu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

En vegna hatrammrar baráttu stækra andstæðinga Evrópusambandsins gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði skoðuð gáfu stuðningsmenn mögulegrar aðildarumsóknar eftir. Flestir þeirra mátu mikilvægara að halda flokknum saman og fresta ákvörðun um aðildarumsókn eða aðildarumsókn ekki að sinni.

Enda börðust meðal annars áhrifamiklir ráðherrar og fyrrverandi ráðherrar með kjafti og klóm gegn meirihlutaskoðun flokksþingsfulltrúa í Evrópumálum. Þar gerði tilfinningaríkt innlegg hins ástsæla leiðtoga Framsóknarmanna, Steingríms Hermannssonar heitins, gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu gæfumuninn.

Fylgjendur aðildarumsóknar að Evrópusambandinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum drógu sig í hlé í anda samvinnu og frjálslyndis til að koma í veg fyrir alvarlega sundrung flokksins. Andstæðingar aðildarumsóknar unnu fullan sigur þótt færri væru.

Afleiðingar þessa varð sú að fjölmargir góðir samvinnumenn og frjálslyndir miðjumenn hættu þátttöku í starfi Framsóknarflokksins og sumir sögðu sig alfarið úr flokknum."

Lesið alla færslu Halls hér, en eiginlega er um að ræða sögulegt Evrópuyfirlit Evrópusinnaðs framsóknarmanns!
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband