16.2.2011 | 21:21
Jón Magnússon um bændur, innflutningsmál og samanburð á matarverði
Jón Magnússon, fyrrum alþingismaður gerir bændur og innfllutningsmál að umtalsefni í pistli á www.pressan.is og ræðir þar auglýsingar Bændasamtakanna um matvælaverð í blöðunum í gær. Jón segir: "Í Fréttablaðinu í dag er auglýsing frá Bændasamtökum Íslands undir heitinu: Innlendar búvörur halda niðri matvælaverði og vísitölu neysluverðs.
Óneitanlega var ég ánægður að sjá þetta og bjóst við að verið væri að tilkynna verulega lækkun á verði innlendra búvara. Helstu kröfur sem gerðar eru til auglýsinga er að þær séu sannleikanum samkvæmt og þær séu upplýsandi. Auglýsing Bændasamtakanna uppfyllir hvorugt skilyrðið."
Og hann heldur áfram: "Auglýsingin byggir á verðhækkunum í krónum á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum frá janúar 2007 til janúar 2011. Þessi samanburður er villandi. Í janúar 2007 byrjaði gengi íslensku krónunnar að falla og hún er ekki hálfvirði Evru miðað við það sem hún var í desember 2006.
Hefðu Bændasamtökin viljað byggja á raunhæfum samanburði þá hefðu þau tekið verð á helstu búvörum á Íslandi og t.d. Danmörku og Svíþjóð til samanburðar, en með því hefði fengist raunhæfari samanburður á verði íslenskra búvara og innfluttra.
Væri það rétt fullyrðing hjá Bændasamtökunum að innlendar búvörur haldi niðri matvælaverði og vísitölu neysluverðs þá ættu þau að samþykkja frjálsan innflutning landbúnaðarvara þar sem innfluttar landbúnaðarvörur gætu samkvæmt þessu ekki verið nein ógn við íslenska framleiðslu. Að sama skapi væri brostinn forsenda fyrir andstöðu Bændasamtakanna gegn Evrópusambandsaðild þar sem að hún hefði enga ógn í för með sér fyrir íslenskan landbúnað heldur mundi færa íslenska landbúnaðinum ótæmandi möguleika á 500 milljón manna markaði.
Staðreyndin í málinu er hins vegar sú að því miður eru íslenskar búvörur almennt dýrustu búvörur sem framleiddar eru á Evrópska Efnahagssvæðinu þegar allt er talið til þ.e. verð til neytenda og markaðsstuðningur hins opinbera. Sú fullyrðing að innlendar búvörur haldi niðri matvælaverði og vísitölu neysluverðs er því ekki bara villandi hún er ósönn og það vita þeir sem að þessari auglýsingu standa. Auglýsingin er því sett fram í því eina skyni að blekkja."
Jón lýkur pistli sínum á þessum orðum: "Frjáls innflutningur á matvörum án ofurtolla er þvert á móti til þess fallinn að lækka verð á búvörum og halda niðri matvælaverði og vísitölu neysluverðs það er staðreyndin í málinu. En þessi fullyrðing mín fer þvert á það sem Bændasamtökin halda fram í auglýsingunni.
Vilji talsmenn Bændasamtakanna halda sig við það að innlendar búvörur haldi niðri matvælaverði þá skora ég á þá að birta samanburðartölur um verð helstu búvara án skatta og ríkisstuðnings í Íslandi, Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi til dæmis.
Það er auðvelt að auglýsa gæðin sagði jarðaberið þegar ég ber mig saman við hrútaberið."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Ætli þessi auglýsing sé ekki svipað sönn og hin auglýsingin frá sömu átt. "Íslendingar þurfa að ganga í ESB herinn".
Sorglegasta við þetta allt er að við skattborgarar erum að borga fyrir þessar auglýsingar.
Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2011 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.