Leita í fréttum mbl.is

Jón Magnússon um bændur, innflutningsmál og samanburð á matarverði

Jón MagnússonJón Magnússon, fyrrum alþingismaður gerir bændur og innfllutningsmál að umtalsefni í pistli á www.pressan.is og ræðir þar auglýsingar Bændasamtakanna um matvælaverð í blöðunum í gær. Jón segir: "Í Fréttablaðinu í dag er auglýsing frá Bændasamtökum Íslands undir heitinu: „Innlendar búvörur halda niðri matvælaverði og vísitölu neysluverðs.“

Óneitanlega var ég ánægður að sjá þetta og bjóst við að verið væri að tilkynna verulega lækkun á verði innlendra búvara. Helstu kröfur sem gerðar eru til auglýsinga er að þær séu sannleikanum samkvæmt og þær séu upplýsandi. Auglýsing Bændasamtakanna uppfyllir hvorugt skilyrðið."

Og hann heldur áfram: "Auglýsingin byggir á verðhækkunum í krónum á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum frá janúar 2007 til janúar 2011. Þessi samanburður er villandi. Í janúar 2007 byrjaði gengi íslensku krónunnar að falla og hún er ekki hálfvirði Evru miðað við það sem hún var í desember 2006.

Hefðu Bændasamtökin viljað byggja á raunhæfum samanburði þá hefðu þau tekið verð á helstu búvörum á Íslandi og t.d. Danmörku og Svíþjóð til samanburðar, en með því hefði fengist raunhæfari samanburður á verði íslenskra búvara og innfluttra.

Væri það rétt fullyrðing hjá Bændasamtökunum að innlendar búvörur haldi niðri matvælaverði og vísitölu neysluverðs þá ættu þau að samþykkja frjálsan innflutning landbúnaðarvara þar sem innfluttar landbúnaðarvörur gætu samkvæmt þessu ekki verið nein ógn við íslenska framleiðslu. Að sama skapi væri brostinn forsenda fyrir andstöðu Bændasamtakanna gegn Evrópusambandsaðild þar sem að hún hefði enga ógn í för með sér fyrir íslenskan landbúnað heldur mundi færa íslenska landbúnaðinum ótæmandi möguleika á 500 milljón manna markaði.

Staðreyndin í málinu er hins vegar sú að því miður eru íslenskar búvörur almennt dýrustu búvörur sem framleiddar eru á Evrópska Efnahagssvæðinu þegar allt er talið til þ.e. verð til neytenda og markaðsstuðningur hins opinbera. Sú fullyrðing að innlendar búvörur haldi niðri matvælaverði og vísitölu neysluverðs er því ekki bara villandi hún er ósönn og það vita þeir sem að þessari auglýsingu standa. Auglýsingin er því sett fram í því eina skyni að blekkja."

Jón lýkur pistli sínum á þessum orðum: "Frjáls innflutningur á matvörum án ofurtolla er þvert á móti til þess fallinn að lækka verð á búvörum og halda niðri matvælaverði og vísitölu neysluverðs það er staðreyndin í málinu. En þessi fullyrðing mín fer þvert á það sem Bændasamtökin halda fram í auglýsingunni.

Vilji talsmenn Bændasamtakanna halda sig við það að innlendar búvörur haldi niðri matvælaverði þá skora ég á þá að birta samanburðartölur um verð helstu búvara án skatta og ríkisstuðnings í Íslandi, Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi til dæmis.

Það er auðvelt að auglýsa gæðin sagði jarðaberið þegar ég ber mig saman við hrútaberið."
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ætli þessi auglýsing sé ekki svipað sönn og hin auglýsingin frá sömu átt. "Íslendingar þurfa að ganga í ESB herinn".

Sorglegasta við þetta allt er að við skattborgarar erum að borga fyrir þessar auglýsingar.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2011 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband