Leita í fréttum mbl.is

Valkostirnir: Stuðningskróna eða Evra með ESB-aðild - Árni Páll í Vikulokum Rásar tvö

Árni Páll ÁrnasonÁ Eyjunni stendur: "Fimm ára framlenging á gjaldeyrishöftum, til ársloka 2015, er trúverðug áætlun um það hvernig hægt er að losna undan höftunum, að mati Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Miðað er við að íslenska þjóðin greiði atkvæði í þjóðaratkvæði um aðild að Evrópusambandinu árið 2013 og eru bæði uppi áætlanir miðað við að þjóðin segi já eða nei við inngöngu í ESB. Einfalda leiðin, að hans mati, er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.

“Við erum búin að koma skuldastöðu rikisins, þó hún sé umtalsverð, í það horf að hún er sjálfbær. Það eru ekki líkur á greiðslufalli ríkisins, sérstaklega í ljósi þess að við eigum fyrir afborgum af lánum á næstu árum úr forðanum,” sagði Árni Páll í Vikulokunum á Rás 1 nú fyrir hádegið.

“Við höfum náð að byggja stöðu sem vísar vel til framtíðar. Þessi áætlun er mikilvæg til að geta sagt við markaðinn: Já, það er áætlun um það hvernig hægt sé að komast úr þessum höftum og hún er trúverðug. Hún sér fyrir sér trúverðugt endamark, sem er þá annað hvort króna án nokkurrar stuðningsumgjarðar á leiðinni leiðinni inní Evrópusambandið, nú eða króna með einhverskonar stuðningsumgjörð sem Seðlabanki telur óhjákvæmilega til að hún geti lifað af ef við göngum ekki inní Evrópusambandið. Þetta tímalega svigrúm mun gefa okkur færi að undirbúa hvort fyrir sig.”

Frétt Eyjunnar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það er ekki trúverðugt að hafa reglur sem stjórnvöld eru sjálf að brjóta.  -  Samkvæmt núverandi reglum mega ríkisborgarar ESB/EES ríkja sem hafa starfað hér lengur en 6 mánuði ekki senda hluta launa sinna heim til að standa undir framfærslu fjölskyldu sinnar.

Til þess að senda peninga heim þá hafa þessir aðilar farið framhjá reglunum, brotið þau.

Ætla Evrópusinnar virkilega að líta framhjá því að ESB sinnaður flokkur geri þessa einstaklinga að lögbrjótum við það eitt að notfæra sér grunnréttindi EES samningsins og ESB?

Og hvers virði er EES/ESB til að verja réttindi almennings ef Ísland fær að halda þessum höftum í 5 ár í viðbót?

Lúðvík Júlíusson, 27.3.2011 kl. 12:57

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vikulokin eru á Rás 1 - ágætis viðtal við Áran Pál

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.3.2011 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband