Leita í fréttum mbl.is

Framsóknarflokkurinn og flokksþingið

FramsóknFlokksþing Framsóknarflokksins er haldið núna um helgina og þar verða hin ýmsu mál tekin fyrir, þó mál málanna Icesave, hafi ekki fengið pláss í ræðu formannsins, í setningarræðunni fyrr í dag.

Það er mikil pressa á Framsóknarflokknum að breyta um stefnu í Evrópumálum, en flokkurinn hefur talið sér það til tekna hve metnaðarfull vinna hefur verið unnin í þeim málum, t.d. í Evrópunefnd flokksins. Hún sendi þetta frá sér árið 2007:

,,Framsóknarflokkurinn vill vera leiðandi afl í Evrópuumræðunni á Íslandi. Líkt og í öðrum stjórnmálaflokkum hérlendis er mismunur á afstöðu manna til Evrópusambandsaðildar. Burtséð frá því er mikilvægt að til staðar sé þekking innan flokksins sem unnt er að byggja á ef mál taka aðra stefnu á vettvangi Evrópumála en verið hefur undanfarinn áratug eða svo."

Á heimsíðu flokksins, undir liðnum málefni stendur svo þetta, með forskeytinu Við viljum: "Móta stefnu í gjaldmiðilsmálum, fara í aðildarviðræður við ESB og tengja krónuna við evru með upptöku evru sem langtímamarkmið." 

Á vef bænda stendur hinsvegar þetta. "Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að flokkurinn verði að skýra stefnu sína í Evrópusambandsmálum. Sú ályktun sem samþykkt var á síðasta flokksþingi flokksins fyrir tveimur árum síðan hafi verið opin og hana hægt að túlka á báðar áttir. Þetta kom fram í ræðu Sigmundar við setningu 31. flokksþings Framsóknarflokksins en þingið hófst í dag.

Þá er það spurningin: Er það sem stendur á heimsíðu flokksins eitthvað óskýrt?

Morgunblaðið (vinamiðill Bændasamtakanna) reynir einnig hvað það getur til þess að hafa áhrif á afstöðu framsóknarmanna eins og berlega kemur fram í frétt í blaðinu í dag: "Í umfjöllun um þingið í Morgunblaðinu í dag segir, að búist sé við að mestur stuðningur verði við harðorðustu tillöguna, sem gerir ráð fyrir því að flokkurinn hafni ESB-aðild Íslands og að aðildarviðræðum við ESB verði hætt." 

Morgunblaðið (les: Davíð Oddsson) vill að Framsókn snúist til NEI-sins í Evrópumálum og rær að því öllum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband