12.4.2011 | 14:10
Nei í Icesave hefur ekki áhrif á ESB-málið - sem er í eðlilegum farvegi!
Íslendingar kusu um helgina að semja EKKI um lausn Icesave-deilunnar um helgina. Að sjálfsögðu vekur það viðbrögð og umfjöllun í fjölmiðlum.
Nei-sinnar í Icesave-málinu og aðrir sem fylgja þeirri línu, hamast hvað þeir geta til þess að tengja ESB-málið við Icesave. Þetta eru þó algerlega aðskilin mál.
Icesave er fyrst og fremst deila Íslands gegn Bretum og Hollendingum.
ESB-málið snýst um að hið fullvalda og sjálfstæða þjóðríki, Ísland, sótti um aðild að hinu 27 ríkja sambandi,sem heitir ESB og gerði það með meirihluta á Alþingi á bakvið sig.
Forseti vor hefur leikið stórt hlutverk í Icesave-málinu og hefur líka látið í sér heyra (kannski með nokkuð gamalkunnum tóni!) í eftirspili þess máls. Í viðtali á Bloomberg í dag sagði Ólafur Ragnar Grímsson að Icesave-málið hefði ekki nein áhrif á ESB-málið og að það væri hreinlega kjánalegt af Bretum og Hollendingum að halda þeirri afstöðu til streitu, sérstaklega í ljósi þeirrar staðreyndar að löndin fengju greitt úr þrotabúi Landsbankans. Sjá má viðtalið við forsetann hér
Össur Skarphéðinsson og Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB segja hið sama, enda málið vel á veg komið og ljóst að samningaviðræður íslands og ESB geta byrjað af fullum krafti eftir nokkrar vikur.
Og eins og fram kom í fréttum um helgina féll tillaga um á flokksþingi Framsóknarflokksins að slíta aðildarviðræðum við ESB, svo því sé líka haldið til haga! Framsóknarmenn eru því áfram um að halda viðræðunum áfram, enda geta mjög jákvæðir hlutir fylgt aðild í sambandi við byggðamál. Um það má lesa hér og hér.
Mikilvægi ESB-málsins er þetta: Staðan í gjaldmiðilsmálum er óviðunandi, ekki er hægt að byggja upp til framtíðar öflugt viðskiptalíf og viðhafa fullt athafnafrelsi með gjaldmiðil í höftum.
Með fullri aðild að ESB yrði Ísland einn aðili að hinni evrópsku fjölskyldu, þar sem virðing fyrir frelsi einstaklingsins, mannréttindum og aukin áhersla á umhverfismál eru leiðardæmin sem fylgt er.
Nú þegar horfir ESB til okkar og reynslu okkar af verndun fiskistofna. Í skjóli reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika myndi Ísland EKKI glata yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni. Það sama á við um orkuna, ESB mun ekki og getur ekki seilst í hana.
Full þátttaka tryggir að rödd Íslands, í samvinnu við aðra, myndi heyrast á alþjóðavettvangi.
Full aðild Íslands að ESB tryggir landinu fullan aðgang að helsta viðskiptaveldi heims og það er einmitt sem Ísland þarf um þessar mundir; meiri verslun og viðskipti. Nokkuð sem Jóni Sigurðssyni varð ljóst á sínum tíma! Það er heilshugar hægt að taka undir hans sjónarmið í þessum efnum!
Af þessum ástæðum er full ástæða til að hvetja alla Evrópusinna um allt land að hefja umræðuna upp á nýtt plan og berjast af fullum krafti fyrir góðum aðildarsamningi og aðild Íslands að ESB.
Það er framtíðin sem um er að tefla, en ekki fortíðin. Hún er liðin og kemur aldrei aftur!
Aðild Íslands að ESB felur í sér tækifæri fyrir komandi kynslóðir! Stefnum þangað!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
"Living with eyes closed is easy"
Jóhann Elíasson, 12.4.2011 kl. 14:38
Já Jóhann, það er þannig sem þið andstæðingar lifið, "with your eyes closed"
The Critic, 13.4.2011 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.