Leita í fréttum mbl.is

Sorpið og mengunin lönd og leið! Til hvers að fara eftir reglum?

FRBLHún er afar athyglisverð, fréttaskýringin eftir Svavar Hávarðsson í FRBL í dag, um díoxín-málið og fleira. Í raun snýst hún um það hvernig Ísland fær undanþágur, meira að segja frá eigin baráttumálum, fer ekki eftir reglum og fær svo allt til baka tvöfalt í "andlitið."

Um er að ræða undanþágur vegna mengunarlosunar og undanþágur frá reglum ESB er varða litlar sorpsstöðvar, eins og t.d. á Ísafirði og í Vestmannaeyjum.

Einnig er fjallað um hvernig stjórnsýslan brást í þessu máli. Fréttaskýringin er byggð á skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið, en hana má finna hér.

Orðrétt segir í grein Svavars: "Árið 2007 var díoxínlosun mæld hjá þremur af þeim fjórum sorpbrennslustöðvum sem þá störfuðu samkvæmt undanþágu frá tilskipun ESB. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að losunin væri langt yfir þeim mörkum sem sett eru í tilskipuninni. Engu að síður fylgdu hvorki Umhverfisstofnun né umhverfisráðuneytið þessum mælingum eftir. Þá sá Umhverfisstofnun ekki til þess að díoxínlosun frá fjórðu stöðinni, á Svínafelli, væri mæld.

Ríkisendurskoðun bendir á að þær sorpbrennslustöðvar sem undanþágan tekur til hafi ítrekað brotið gegn ákvæðum reglugerða sem um þær gilda og að þrátt fyrirað Umhverfisstofnun hafi krafið stöðvarnar um úrbætur hafi ekki verið nóg að gert. Ekki hafi verið lagðar á dagsektir eða þær sviptar starfsleyfum, eins og hún geti gert að vissum skilyrðum uppfylltum.

Ríkisendurskoðun telur því að alvarlegir misbrestir hafi verið á eftirliti og eftirfylgni með sorpbrennslum sem féllu undir undanþágu frá tilskipun ESB um brennslu úrgangs. Árum saman lét eftirlitsaðilinn, Umhverfisstofnun, það líðast að rekstaraðilar þeirra færu ítrekað á svig við ákvæði í starfsleyfum þeirra, lögum og reglugerðum, segir í skýrslunni.

Hagsmunir fólksins í landinu

Ríkisendurskoðun kveður einna þyngst að orði þar sem rætt er um hagsmuni almennings í skýrslunni. Þar segir að hagsmunir sveitarfélaganna hafi vegið þungt í allri ákvörðunartöku. Ekki hafi verið metið hvaða áhættu undanþágan hefði í för með sér fyrir umhverfi og mannlíf í nágrenni þeirra stöðva sem féllu undir hana.

"Þá höfðu umhverfisyfirvöld ekkert frumkvæði að því að kynna niðurstöður díoxínmælinga sem gerðar voru 2007 fyrir íbúum viðkomandi sveitarfélaga eða almenningi almennt," segir í skýrslunni."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fyndist áhugaverðara að vita hvað Evrópusamtökin hafa að segja um frumvarp til laga um áframhaldandi gjaldeyrishöft sem mismuna einstaklingum á EES svæðinu.

Það væri áhugavert að heyra hvað ykkur finnst um að fjórfrelsið er fótum troðið af Samfylkingunni.

Svolítið furðulegt mál allt saman.

Það mun vera skilaskylda á einstaklinga og fyrirtæki þurfa að kaupa krónur á Seðlabankagengi en erlendir og innlendir aðilar sem eiga erlenda mynt geta keypt krónur á uppboðsmarkaði Seðlabankans á 230 til 250 krónur fyrir evru.

Nú væri gaman að vita hvað ykkur finnst um þetta mál. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 12:18

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Evrópusamtökin sem slík hafa ekki markað sér opinbera stefnu er þetta varðar. En almennt er ekki gott að hafa höft, það eru nánast allir sammála um það. Frjáls og óhindruð viðskpti á mill einstaklinga og þjóða eru jú alltaf best, ekki satt?

Sáttur?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 12.5.2011 kl. 16:23

3 identicon

En þið markið ykkur stefnu í díoxín málum og segið frá landbúnaði og sjávarútvegsmálum en ekki frá gjaldeyrishöftum?

Þetta skil ég ekki.

Er fattarinn ekki í lagi?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 02:11

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Margoft hefur verið sagt frá gjaldeyrishöftum og miður heppilegri stöðu Íslands í gjalmiðlismálum. En, ekki er um beina stefnumörkun um að ræða í einstaka málaflokkum, ekki misskilja.

Við erum ..."þverpólitískur vettvangur áhugamanna um Evrópusamvinnu," bara svo það sé líka alveg á hreinu!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 13.5.2011 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband