21.5.2011 | 23:51
Össur Skarphéðinsson: Rök andstæðinga aðildar eru sjaldan málefnaleg
"Nei, við erum ekki að breyta neinum lögum, reglum eða setja á stofn nýjar stofnanir vegna umsóknarinnar. Það er engin aðlögun í gangi vegna ESB. Fram að þjóðaratkvæði búum við okkur undir ferlið með því að leggja fram áætlanir um þær breytingar sem þarf að ráðast í ef þjóðin segir já við aðild, einsog um hvaða lögum þyrfti þá að breyta, hvort og hvernig þyrfti að breyta einhverjum stofnunum, eða undirbúa ný kerfi til dæmis í tolla- og skattamálum. Einsog aðrar umsóknarþjóðir eigum við rétt á því að Evrópusambandið standi straum af verulegum hluta þess kostnaðar. Ef þjóðin segir já verður þessum breytingum hrundið í framkvæmd á tímanum sem líður frá þjóðaratkvæði fram að staðfestingu aðildarinnar, eða á þeim tíma sem um kann að semjast í samningunum. Mottóið er semsagt, að það verður ekkert gert fram að þjóðaratkvæðagreiðslu sem virðir ekki þá grundvallarreglu að það er íslenska þjóðin sem á lokaorðið um aðild. Ég túlka álit utanríkismálanefndar þannig að ég hafi heimild til að gera allt sem þarf til að klára samninga og koma með þá heim í atkvæðagreiðslu, svo fremi það feli ekki í sér lagabreytingar án sérstaks samþykkis þingsins, eða nýjar stofnanir. Þetta er í gadda slegið milli okkar og Evrópusambandsins, og margrætt á Alþingi.
Ertu ósáttur við þennan málflutning af hálfu andstæðinga aðildar sem þú segir að haldi því ranglega fram að í gangi sé aðlögun?
Ég er sjaldan ósáttur en stundum undrandi á því að rök andstæðinga aðildar eru sjaldan málefnaleg. Þau snúast aldrei um hvað er gott eða vont fyrir Ísland, heldur um tæknilega hluti einsog hvort aðlögun sé í gangi, eða hvort það sé verið að múta fólki. Mér finnst stundum tvískinnungur í máli manna.
Í hverju birtist þetta sem þú kallar tvískinnung?
Til dæmis því að formaður Heimssýnar og aðrir andstæðingar ESB sífra mikið um það sem þeir kalla aðlögun á sama tíma og þeir greiða atkvæði viku eftir viku og mánuð eftir mánuð með fjölda laga og tilskipana, sem fela í sér blóðhráa aðlögun að Evrópusambandinu gegnum þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu. Þá segja þessir heiðursmenn ekki múkk og samþykkja möglunarlaust allt sem ESB kemur með, jafnvel þó þeir eða Alþingi geti ekki breytt einum einasta stafkrók. Í mínum huga er þetta aðlögun einsog hún gerist verst, og fjarri því að vera lýðræðisleg. Ég veit ekki einu sinni hvort hún stenst lengur stjórnarskrána. Ein af ástæðunum til að ganga í ESB er að geta haft áhrif á lögin sem við þurfum í dag að taka hrá frá Brussel án þess að geta nokkru breytt.
Telurðu líklegt að þjóðin muni samþykkja ESB við þessar aðstæður?
Ég er nokkuð sannfærður um það. Icesave umræðan var hörð og pendúll þjóðarinnar sló þá inn í aukna þjóðerniskennd og fælni gegn útlöndum. Pendúllinn slær alltaf til baka. Icesave er að fjarlægjast, og nú eru menn að slakna. Þeir eru aftur orðnir opnari gagnvart umheiminum. Rótið á evrusvæðinu leiddi líka til aukinnar vantrúar á ESB, ekki bara hér heldur í öllum löndum Evrópu. Nú er hins vegar búið að styrkja evruna vel, og ég held að óróleikinn sem tengist henni sé senn að baki. Það birtist til dæmis í vaxandi hagvexti á evrusvæðinu. Það er svo nokkuð sterk vísbending um hvað kraumar undir niðri að ítrekaðar kannanir sýna að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill halda samningunum áfram. Þegar við náum góðum samningi um fisk, og fólk sér að við töpum ekki stöðu sem fiskveiðiþjóð munu Íslendingar fara að skoða málin af kostgæfni. Við erum Evrópuþjóð sem á heima í sambandinu, við höfum sterka pólitíska hagsmuni af því að gerast aðilar, til dæmis varðandi öryggi Íslands í framtíðinni, og þegar evran er komin á lygnari sjó munu menn skilja enn betur hversu mikið það myndi styrkja efnahag okkar í framtíðinni að taka hana upp. Hjá smáþjóðunum sem hafa gengið í Evrópusambandið hefur aðildin alls staðar leitt til aukins stöðugleika, miklu meiri fjárfestinga, lægri viðskiptakostnaðar og lægri vaxta. Í okkar tilviki myndi evran létta okkur leiðina frá verðtryggingunni og hjálpa okkur til að kasta gjaldeyrishöftunum sem ella gætu orðið viðvarandi í einhverri mynd. Öndvert Icesave, þar sem menn áttu bara val um mismunandi tegund af pústrum, þá er Evrópuleiðin valkostur um kjarabætur og um viðnám gegn atvinnuleysi. Þessvegna held ég að samningurinn verði samþykktur."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Ég hef ekki séð NEITT málefnalegt í "rökum" innlimunarsinna!!!!
Jóhann Elíasson, 22.5.2011 kl. 14:31
Þar sem Ísland hefur ítrekað sagt NEI við IceSave, má segja að inganga í ESB yrðu ein stærstu föðurlandssvik, sem umgetur í mankynssögunni. Með IceSAVE samningunum höfðu Íslendingar eitthvað til málanna að leggja, án IceSave er ESB agljör og einhliða samþykkt við skilmálum breta og hollendinga. Alveg sama hvernig samningurinn "hljómar", þá verða Íslendingar að uppfylla skilyrðum bandalagsins, innan 2020 ... þar á meðal bankaákvæðin.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.