27.5.2011 | 08:57
Ósmekklegheit!
Styrmir Gunnarsson, höfundur "Umsáturskenningarinnar" tengir í nýjum pistli á Evrópuvaktinni ESB við nasismann, með því að halda því fram að ESB ætli að ryðjast yfir Ísland, rétt eins og hernaðarmaskína Hitlers ruddist yfir Pólland í byrjun september árið 1939 og hóf þar með seinni heimsstyrjöldina. Talar Styrmir um "skriðdreka ESB" og svo framvegis! Þetta segir hann vera von þeirra sem vilja aðild Íslands að ESB!
Ósmekklegheitin eiga sér engin takmörk hjá Nei-sinnum. Styrmir veit vel að ESB á einmitt rætur sínar í þeim hörmungum sem Adolf Hitler leidd yfir Evrópu. ESB er svar Evrópu við því og tilraun til að sjá til þess að svona lagað gerist aldrei aftur! Með því að tryggja samstarf Evrópuþjóða á sem víðtækustum grundvelli, en þó mest með verslun og viðskiptum. Og það hefur tekist.
Enda er eina stríðið í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld það sem fram fór í Júgóslavíu á árunum 1991-1995 og varð vegna hruns kommúnismans og taumlausrar þjóðernishyggju örfárra leiðtoga Serbíu og draums þeirra um Stór-Serbíu. Mest Slobodan Milosevic, sem lést í fangelsi í stríðsglæpadómstólnum í Haag árið 2006. Serbía vill nú hinsvegar tengjast Evrópu með aðild að ESB.
Einnig kvartar Styrmir yfir því að aðildarsinnar vilji ekki rökræða málin og hafi engin rök. Það er fjarri sanni. Á fundi sem haldinn var um Evruna í vikunni, mætti fjöldi þeirra sem aðhyllast aðild og spurði hinn írska (og vinstri-sinnaða) prófessor, Antony Coughlan, spjörunum úr. Minna fór hinsvegar fyrir spurningum frá Nei-sinnum, sem langflestir sátu þöglir. Höfðu þeir ekkert að segja?
Í lok pistilsins segir Styrmir að það sé "orrusta um Ísland" en það er kannski alveg í samræmi þann hugarheim og þá heimsmynd "Kalda stríðsins" sem greinilega hefur mótað hann og félaga hans á Evrópuvaktinni, Björn Bjarnason. Menn sem hafa lifað og hrærst með "kommúnistagrýlunni!"
Ofsóknakenndar hugmyndir um umsátur, "leifturstríð" og annað í þeim dúr, falla kannski í góðan jarðveg hér á landi um þessar mundir, enda sjaldan eða aldrei sem uppblásinn þjóðernisremba hefur verið jafn fyrirferðamikil og síðustu misseri. Jafnvel hreint útlendingahatur! Slíkt er hinsvegar ekki vel fallið til framfara og þróunar, heldur til einangrunar og afturfara.
Það gengur meira að segja svo langt að menn eru farnir að segja að íslensk hús séu betri en erlend hús! Eru íslensk hús kannski bestu hús í heimi? Hve langt er hægt að ganga?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Að vinna að aðild Íslands að ESB, eru föðurlandssvik.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 09:52
Hægt er að færa rök fyrir því að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér. Annarsvegar Styrmir og hinsvegar þið...
Styrmir lifir samkvæmt ykkar mati í gamla tímanum með kommagríluna hangandi yfir sér, en hann notar líkingamál sem ykkur hugnast ekki.
Þið hinsvegar hafið rétt fyrir ykkur að því leiti að ESB sé svar Evrópu við svona gjöreyðingarstríðum sem seinni heimstyrjöldin var. Það sem þið ekki áttið ykkur á er að á breyttum tímum koma fram önnur vopn, vopnin felast ekki í manndrepandi málmstykkjum sem skjóta kúlum og öðru slíku.
Þessi vopn sem um ræðir er fjármagnið, það er verkfærið sem menn sjá að dugar til að sigra heiminn. Það er vopn ESB...
Við erum enn í stríði en nú við þá sem hafa fjármagnið og hika ekki við að beita því til að komast yfir lönd og auðlindir, það í mínum huga er ósmekklegt, jafn ósmekklegt og að heyja gereyðingarstríð gegn mankyninu.
Með kveðju
Ólafur B Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson, 27.5.2011 kl. 10:07
Serbnesk stjórnvöld - ESB-umsókn verði hraðað
Þorsteinn Briem, 27.5.2011 kl. 21:20
"Föðurlandssvikaranir" eru þá ansi margir um alla Evrópu, til dæmis í Svíþjóð, þar sem Bjarne Örn Hansen á lögheimili.
Og trúlega kallar hann flesta Svía föðurlandssvikara þegar hann heilsar þeim.
Einkennilegt að vilja endilega búa í Svíþjóð fyrst það er svona skelfilegt að búa í Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 27.5.2011 kl. 21:42
Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.
Útflutningur héðan frá Íslandi fer aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn.
Íslensk fiskiskip hafa aðallega verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum og evrópskir neytendur kaupa mest af þeim fiski sem skipin veiða.
Og neytendurnir greiða kostnaðinn við skipasmíðarnar og veiðarnar, til að mynda olíu- og veiðarfærakaup, hvort sem skipin eru íslensk eða þýsk.
Þýsk skip fengju hins vegar engan rétt til veiða á Íslandsmiðum við aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 27.5.2011 kl. 22:16
Segir hver? látum ekki blekkjast, látum ekki reyna á smáa letrið í þessum flókna samningi sem ég held að ekki nokkur maður myndi skilja.
Guðmundur Júlíusson, 28.5.2011 kl. 01:52
Þú skilur hvorki smátt né stórt letur, Guðmundur Júlíusson.
Þorsteinn Briem, 28.5.2011 kl. 01:58
Hvað ertu að gefa i skyn Steini með því að ég skilji ekki smáa eða stóra letrið?
Guðmundur Júlíusson, 28.5.2011 kl. 02:04
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99:
"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er hins vegar sterk, því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar Evrópusambandsins.
Á fundinum kom einnig fram að hlutfallslegur stöðugleiki miðaðist við hlutdeild aðildarríkja í kvótum en ekki magn. Breytingar á stofnstærðum hefðu því ekki áhrif á hlutfallslega hlutdeild einstakra ríkja í viðkomandi stofnum.
Hefði Ísland til að mynda 100% hlutdeild í einhverjum stofnum myndi slíkt haldast, hvort sem stærð viðkomandi fiskistofna minnkaði eða stækkaði."
"Það kom fram á fundinum að ekki væri lengur tekið tillit til kröfu aðildarríkja um bætur vegna tapaðra aflaheimilda við útfærslu efnahagslögsögunnar í 200 mílur, eins og gert var upphaflega.
Þetta viðhorf hefur verið staðfest af öðrum sem nefndin hefur rætt við, meðal annars sendiherra Danmerkur hjá Evrópusambandinu, sem hefur mikla reynslu af samningagerð á þessu sviði."
Þorsteinn Briem, 28.5.2011 kl. 02:29
Mikið er ég glaður að Steini Briem skuli vera komin aftur á stjá eftir langa fjarveru

Það skapast í kjölfarið svo mikil umræða um hluti sem skipta máli, nefnilega aðild að EB, sem verður aldrei samþykkt, en það er aukaatriði, Steini is back
Guðmundur Júlíusson, 28.5.2011 kl. 02:46
I love you too!!!
Þorsteinn Briem, 28.5.2011 kl. 03:15
Um 85% íslenskra ungmenna vilja vinna í öðrum Evrópulöndum í framtíðinni
Þorsteinn Briem, 28.5.2011 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.