Leita í fréttum mbl.is

Ósmekklegheit!

TankStyrmir Gunnarsson, höfundur "Umsáturskenningarinnar" tengir í nýjum pistli á Evrópuvaktinni ESB við nasismann, með því að halda því fram að ESB ætli að ryðjast yfir Ísland, rétt eins og hernaðarmaskína Hitlers ruddist yfir Pólland í byrjun september árið 1939 og hóf þar með seinni heimsstyrjöldina. Talar Styrmir um "skriðdreka ESB" og svo framvegis! Þetta segir hann vera von þeirra sem vilja aðild Íslands að ESB!

Ósmekklegheitin eiga sér engin takmörk hjá Nei-sinnum. Styrmir veit vel að ESB á einmitt rætur sínar í þeim hörmungum sem Adolf Hitler leidd yfir Evrópu. ESB er svar Evrópu við því og tilraun til að sjá til þess að svona lagað gerist aldrei aftur! Með því að tryggja samstarf Evrópuþjóða á sem víðtækustum grundvelli, en þó mest með verslun og viðskiptum. Og það hefur tekist.

Enda er eina stríðið í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld það sem fram fór í Júgóslavíu á árunum 1991-1995 og varð vegna hruns kommúnismans og taumlausrar þjóðernishyggju örfárra leiðtoga Serbíu og draums þeirra um Stór-Serbíu. Mest Slobodan Milosevic, sem lést í fangelsi í stríðsglæpadómstólnum í Haag árið 2006. Serbía vill nú hinsvegar tengjast Evrópu með aðild að ESB.

Einnig kvartar Styrmir yfir því að aðildarsinnar vilji ekki rökræða málin og hafi engin rök. Það er fjarri sanni. Á fundi sem haldinn var um Evruna í vikunni, mætti fjöldi þeirra sem aðhyllast aðild og spurði hinn írska (og vinstri-sinnaða) prófessor, Antony Coughlan,  spjörunum úr. Minna fór hinsvegar fyrir spurningum frá Nei-sinnum, sem langflestir sátu þöglir. Höfðu þeir ekkert að segja?

Í lok pistilsins segir Styrmir að það sé "orrusta um Ísland" en það er kannski alveg í samræmi þann hugarheim og þá heimsmynd "Kalda stríðsins" sem greinilega hefur mótað hann og félaga hans á Evrópuvaktinni, Björn Bjarnason. Menn sem hafa lifað og hrærst með "kommúnistagrýlunni!"

Ofsóknakenndar hugmyndir um umsátur, "leifturstríð" og annað í þeim dúr, falla kannski í góðan jarðveg hér á landi um þessar mundir, enda sjaldan eða aldrei sem uppblásinn þjóðernisremba hefur verið jafn fyrirferðamikil og síðustu misseri. Jafnvel hreint útlendingahatur! Slíkt er hinsvegar ekki vel fallið til framfara og þróunar, heldur til einangrunar og afturfara.

Það gengur meira að segja svo langt að menn eru farnir að segja að íslensk hús séu betri en erlend hús! Eru íslensk hús kannski bestu hús í heimi? Hve langt er hægt að ganga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að vinna að aðild Íslands að ESB, eru föðurlandssvik.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 09:52

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hægt er að færa rök fyrir því að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér. Annarsvegar Styrmir og hinsvegar þið...

Styrmir lifir samkvæmt ykkar mati í gamla tímanum með kommagríluna hangandi yfir sér, en hann notar líkingamál sem ykkur hugnast ekki.

Þið hinsvegar hafið rétt fyrir ykkur að því leiti að ESB sé svar Evrópu við svona gjöreyðingarstríðum sem seinni heimstyrjöldin var. Það sem þið ekki áttið ykkur á er að á breyttum tímum koma fram önnur vopn, vopnin felast ekki í manndrepandi málmstykkjum sem skjóta kúlum og öðru slíku.

Þessi vopn sem um ræðir er fjármagnið, það er verkfærið sem menn sjá að dugar til að sigra heiminn. Það er vopn ESB...

Við erum enn í stríði en nú við þá sem hafa fjármagnið og hika ekki við að beita því til að komast yfir lönd og auðlindir, það í mínum huga er ósmekklegt, jafn ósmekklegt og að heyja gereyðingarstríð gegn mankyninu.

Með kveðju

Ólafur B Ólafsson

Ólafur Björn Ólafsson, 27.5.2011 kl. 10:07

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Föðurlandssvikaranir" eru þá ansi margir um alla Evrópu, til dæmis í Svíþjóð, þar sem Bjarne Örn Hansen á lögheimili.

Og trúlega kallar hann flesta Svía föðurlandssvikara þegar hann heilsar þeim.

Einkennilegt að vilja endilega búa í Svíþjóð fyrst það er svona skelfilegt að búa í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 27.5.2011 kl. 21:42

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Útflutningur héðan frá Íslandi fer aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn.

Íslensk fiskiskip hafa aðallega verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum og evrópskir neytendur kaupa mest af þeim fiski sem skipin veiða.

Og neytendurnir greiða kostnaðinn við skipasmíðarnar og veiðarnar, til að mynda olíu- og veiðarfærakaup, hvort sem skipin eru íslensk eða þýsk.

Þýsk skip fengju hins vegar engan rétt til veiða á Íslandsmiðum við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 27.5.2011 kl. 22:16

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Segir hver? látum ekki blekkjast, látum ekki reyna á smáa letrið í þessum flókna samningi sem ég held að ekki nokkur maður myndi skilja.

Guðmundur Júlíusson, 28.5.2011 kl. 01:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú skilur hvorki smátt né stórt letur, Guðmundur Júlíusson.

Þorsteinn Briem, 28.5.2011 kl. 01:58

8 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Hvað ertu að gefa i skyn Steini  með því að ég skilji ekki smáa eða stóra letrið?

Guðmundur Júlíusson, 28.5.2011 kl. 02:04

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99:

"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er hins vegar sterk, því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar Evrópusambandsins.

Á fundinum kom einnig fram að hlutfallslegur stöðugleiki miðaðist við hlutdeild aðildarríkja í kvótum en ekki magn. Breytingar á stofnstærðum hefðu því ekki áhrif á hlutfallslega hlutdeild einstakra ríkja í viðkomandi stofnum.

Hefði Ísland til að mynda 100% hlutdeild í einhverjum stofnum myndi slíkt haldast, hvort sem stærð viðkomandi fiskistofna minnkaði eða stækkaði.
"

"Það kom fram á fundinum að ekki væri lengur tekið tillit til kröfu aðildarríkja um bætur vegna tapaðra aflaheimilda við útfærslu efnahagslögsögunnar í 200 mílur, eins og gert var upphaflega.

Þetta viðhorf hefur verið staðfest af öðrum sem nefndin hefur rætt við, meðal annars sendiherra Danmerkur hjá Evrópusambandinu, sem hefur mikla reynslu af samningagerð á þessu sviði."

Þorsteinn Briem, 28.5.2011 kl. 02:29

10 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Mikið er ég glaður að Steini Briem skuli vera  komin aftur á stjá eftir langa fjarveru
Það skapast í kjölfarið svo mikil umræða um hluti sem skipta máli, nefnilega aðild að EB, sem verður aldrei samþykkt, en það er aukaatriði, Steini is back

Guðmundur Júlíusson, 28.5.2011 kl. 02:46

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

I love you too!!!

Þorsteinn Briem, 28.5.2011 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband