29.5.2011 | 10:34
Össur með ítarlega grein í Fréttablaðinu
Utanríkisráherra Íslands, Össur Skarphéðinsson, ritaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni Ísland, Evrópusambandið, norðurslóðir og Kína.
Össur segir: "Mér hefur fundist athyglisvert að skoða fullyrðingar ýmissa mótherja Evrópusambandsins um að umsókn okkar þjóni ekki íslenskum hagsmunum af því hún komi í veg fyrir nánari samvinnu Íslands við lönd norðurskautsins, og skaði möguleika okkar á auknum tengslum við Alþýðulýðveldið Kína. Þessu er einkum haldið fram af gildum Sjálfstæðismönnum sem hafa sumir skilgreint sig sem innmúraða og innvígða og leita saumnálarleit að pólitískum rökum gegn aðild.
Báðar staðhæfingarnar eru þó rangar. Um norðurslóðir er auðvelt að sýna fram á, að umsókn um aðild að Evrópusambandinu styrkir hagsmuni Íslands á norðurslóðum. Hún dregur ekki úr tækifærum í norðrinu heldur eflir þau. Fullyrðingunni um Alþýðulýðveldið hafa Kínverjar svarað sjálfir, því aldrei hefur Kína sýnt Íslandi jafnmikinn áhuga og einmitt eftir að Alþingi samþykkti umsókn um aðild."
Össur heldur áfram og segir: "Bæði almenn og sértæk rök má færa fyrir að aðild Íslands að Evrópusambandinu falli vel að vaxandi hagsmunum Íslendinga á norðurslóðum.
Áhugi ESB hefur sprottið einkum af umhyggju fyrir náttúru og loftslagi. Stefna sambandsins er langt í frá fullmótuð. Því er ákjósanlegt fyrir Ísland að sækja um aðild núna, og tryggja að Ísland geti í samningaviðræðum og síðar sem aðildarþjóð haft rík áhrif á stefnu þess til að styðja við hagsmuni Íslendinga. Á leikvangi alþjóðamála er sambandið einn öflugasti málsvari loftslagsverndar og þéttra alþjóðareglna um siglingar og mengunarvarnir. Það þjónar því Íslandi að hafa afl þess á bak við hagsmuni sína í norðrinu.
Nálgun Evrópusambandsins einkennist í senn af forystuhlutverki þess um loftslagsvernd og sterkari viðleitni en flestra til að vernda hina ofurviðkvæmu náttúru norðurheimskautsins. Áhugi annarra hefur vaxið í réttu hlutfalli við auknar líkur á nýtingu olíu og gass. Nálgun ESB gagnvart norðurslóðum slær hins vegar nákvæmlega í takt við hina íslensku afstöðu: Kapp er best með forsjá."
Síðan víkur Össur að þerri firru andstæðinga ESB að það muni gleypa hér allt með húð og hári:
"Þeir sem mest styggð kemur að vegna Evrópusambandsins sarga stundum á því að bak við velvild Evrópu liggi svartar hvatir ágirndar á auðlindum Íslendinga. Það er þó fjarri veruleikanum.
Ekkert í reglum sambandsins leiðir til þess að möguleikar evrópskra fjárfesta til að sælast í orkuna í fallvötnum eða háhitasvæðum Íslands ykjust við aðild. Ekki töpuðu Bretar og Írar olíulindum sínum í Norðursjó. Um lifandi auðlindir í hafinu gildir regla, sem kennd er við hlutfallslegan stöðugleika. Hún þýðir á mæltu máli að ríki Evrópusambandsins geta ekki gert kröfu um aflaheimildir nema þau byggi á sögulegri veiðireynslu. Henni er ekki til að dreifa í tilviki nokkurrar þjóðar síðustu 35 árin eða svo.
Besta vitnið um þetta er þó kannski norska konan sem situr fyrir franska græningja á Evrópuþinginu; Eva Joly. Í Silfrinu fyrr í vetur vísaði hún algjörlega á bug að Evrópuríkin myndu hvoma í sig auðlindir Íslands. Frú Joly, sem mælti eindregið með aðild var ómyrk: Við hvorki getum né viljum taka auðlindir ykkar." (Feitletrun, ES-blogg)
Bendum einnig á viðtal við Össur á Eyjunni þar sem hann ræðir líka ESB-málið og þar segir hann meðal annars: "Ég er...stundum undrandi á því að rök andstæðinga aðildar eru sjaldan málefnaleg. Þau snúast aldrei um hvað er gott eða vont fyrir Ísland, heldur um tæknilega hluti einsog hvort aðlögun sé í gangi, eða hvort það sé verið að múta fólki. Mér finnst stundum tvískinnungur í máli manna.
Í hverju birtist þetta sem þú kallar tvískinnung?
Til dæmis því að formaður Heimssýnar og aðrir andstæðingar ESB sífra mikið um það sem þeir kalla aðlögun á sama tíma og þeir greiða atkvæði viku eftir viku og mánuð eftir mánuð með fjölda laga og tilskipana, sem fela í sér blóðhráa aðlögun að Evrópusambandinu gegnum þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu. Þá segja þessir heiðursmenn ekki múkk og samþykkja möglunarlaust allt sem ESB kemur með, jafnvel þó þeir eða Alþingi geti ekki breytt einum einasta stafkrók. Í mínum huga er þetta aðlögun einsog hún gerist verst, og fjarri því að vera lýðræðisleg. Ég veit ekki einu sinni hvort hún stenst lengur stjórnarskrána. Ein af ástæðunum til að ganga í ESB er að geta haft áhrif á lögin sem við þurfum í dag að taka hrá frá Brussel án þess að geta nokkru breytt."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.