Leita í fréttum mbl.is

Aðildarviðræður vekja athygli

euractivUpphaf aðildarviðræðna Íslands og ESB (eftir 10 daga) er byrjað að vekja athygli. Til að mynda er sagt frá þeim á vefsíðunni Euractiv, sem sérhæfir sig í umfjöllun um Evrópumál.

Þar er meðal annars sagt frá því að upphafið markist af þeirri staðreynd að fyrsta daginn verði hægt að loka köflum í viðræðunum. Þetta vegna aðildar Íslands að EES- samningnum. Um er að ræða kaflana um vísindi og menntun og menningu.

En það er einnig bent á að erfiðir kaflar séu í viðræðunum, m.a um fiskveiðimál.

Lesa má um þetta hér, í frétt Euractiv. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er jákvætt að þessu fer að ljúka.Ef ekki verður kominn samningur á borðið innan árs má búast við því að VG fari að hugsa sér til hreyfings.Kosningar verða í síðasta lagi í apríl 2013.Útilokað er að VG fari í Alþingiskosningar með ESB umsóknina á herðunum.Ef ESB dregur smningaviðræðurnar verða Íslendingar að leggja einhliða samning á borðið og ef ESB samþykkir hann ekki verður viðræðunum slitið.

Sigurgeir Jónsson, 17.6.2011 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband