Leita í fréttum mbl.is

DV.is: Össur fagnar nýrri könnun

Össur SkarphéðinssonÁ DV.is segir: " ,,Þessi merkilega niðurstaða kemur í kjölfar annarra kannana sem hafa sýnt að meirihluti þjóðarinnar vill taka upp annan gjaldmiðil en krónuna. Málið er nú ekki flóknara en svo að evran verður ekki tekin upp nema ganga í Evrópusambandið," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Heimsýn.

Könnunin sýnir að á einu ári hefur stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu aukist um næstum helming, eða úr 30 prósent í 43 prósent. Á sama tíma hefur andstæðingum aðildar fækkað úr 70 í 57 prósent. Össur segir að þetta sýni stórsókn aðildarsinna, og staðfesti gildi gagnsærra vinnubragða og yfirvegaðs og málefnalegs málflutnings í tengslum við umsóknarferlið.

,,Önnur jákvæð teikn fyrir Evrópuferlið eru svo ítrekaðar kannanir sem sýna að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill halda samningaferlinu áfram, og fá að kjósa um niðurstöðuna,” segir Össur

Utanríkisráðherra segir að þetta séu góðar fréttir fyrir fullveldið núna á sjálfan þjóðhátíðardaginn, því aðild að Evrópusambandinu myndi verulega styrkja efnahagslega stöðu og fullveldi Íslands."

Öll frétt DV.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hagfræðingnum vafðist tunga um tönn þegar fréttamaðurinn spurði um kosti þess að taka upp Kanadadollar.En það sem bæði fréttamaður Stöðvar 2 og hagfræðingurinn þögðu um var það að við eigum þess engan kost að taka upp evru vegna hótana ESB.Við getum hinsvegar tekið upp strax hvort sem er Kanadadollar eða USA dollar.Hvergi hefur komið fram að þessi ríki leggist gegn því.En það styttist í ögurstundina í ESB viðræðunum sem betur fer.Og það hitnar stöðugt meira undir VG eftir því sem nær dregur kosningum og lengra líður án þess að samningur liggi fyrir.VG verður búið að sprengja ríkisstjórnina innan árs ef ekki verður kominn samningur innan þess tíma. 

Sigurgeir Jónsson, 17.6.2011 kl. 22:00

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef Össuri tekst ekki að koma Íslandi inn Í ESB er hans tími liðinn í stjórnmálum.

Sigurgeir Jónsson, 17.6.2011 kl. 22:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Lengi hefur legið fyrir að hér verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu þegar samningur um aðildina liggur fyrir á næsta ári.

Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn né Vinstri grænir hafa lagt til að við ættum að taka hér upp Bandaríkjadollar eða Kanadadollar, hvorki nú í ár eða á næstu árum.

Og harla ólíklegt er að vinstri grænir og margir aðrir hafi nokkurn áhuga á því að gjaldmiðill okkar Íslendinga verði með mynd af Bandaríkjaforseta eða Elísabetu Englandsdrottningu, þjóðhöfðingja Kanadamanna.

Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:


"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í  þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum."

Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar


Ályktun flokksþings framsóknarmanna í apríl síðastliðnum:


"Þá er mikilvægt að koma í veg fyrir að hugsanleg skammtíma veiking íslensku krónunnar í kjölfar haftaafnáms leiði til sjálfvirkrar hækkunar verðtryggðra lána í landinu og þar með skuldaaukningar heimila og fyrirtækja.

Jafnframt verði sett í gang þverpólitísk skoðun á því hvort og þá hvaða kostir aðrir í gjaldmiðlamálum kunni að vera til staðar SEM BETUR TRYGGI langtímahagsæld þjóðarinnar."

"Framsóknarflokkurinn telur að þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að Evrópusambandinu ..."

Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins árið 2009:


"Peningamálastefnuna verður að endurskoða. Ljóst er að KRÓNAN verður lögeyrir landsins ENN UM SINN, sama hvað verður fyrir valinu síðar.

Afar mikilvægt er að agi sé á hagstjórn; ríkisútgjöldum sé haldið í lágmarki og að samræmi sé milli ríkisfjármála og peningamálastefn­unnar.

Þannig er æskilegt að stjórnvöld einsetji sér að uppfylla skilyrði eins og fram koma í Maastricht-sáttmálanum.


Ákvarðanir um
framtíðarskipan gjaldmiðilsmála verður hins vegar að taka af mikilli yfirvegun eftir gaumgæfi­lega skoðun á öllum möguleikum.

Lagt er til að vinna við ENDURSKOÐUN Á GJALDMIÐLI LANDSINS hefjist strax ..."

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 00:40

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins 2008, sjá bls. 20-27:

"Upptaka evru felur meðal annars í sér að enginn kostnaður fylgir því að skipta úr einum gjaldmiðli í annan og þar með yrðu viðskipti við evrulöndin ódýrari en viðskipti við önnur lönd, auk þess sem verðsamanburður yrði auðveldari.

Þá minnkar gengisáhætta sem getur leitt til meiri fjármagnsflutninga landa á milli og aukinn stöðugleiki fæst í gengismál. Afleiðingar þess gætu birst í formi lægra verðlags og hærri kaupmáttar.

Þá yrði Seðlabanki Evrópu bakhjarl þess gjaldmiðils sem Íslendingar notuðu og þar með spöruðust háar fjárhæðir, sem ella færu í að halda úti nauðsynlegum gjaldeyrisforða."

"Íslenska krónan er veruleg viðskiptahindrun í því opna viðskiptaumhverfi sem íslenskt atvinnulíf vinnur nú í."

"Gengissveiflur umfram það sem okkar viðskiptalönd búa við munu alltaf reynast íslenskum útflutningi fjötur um fót."

"Hér á landi má segja að séu notaðir 3-4 gjaldmiðlar, íslensk króna, verðtryggð og gengistryggð króna, evra og Bandaríkjadalur. Þetta hefur mikil áhrif á peningamálastjórnunina."

"Upptaka Bandaríkjadals hefði mun meiri stöðugleika í för með sér en honum yrði þó betur náð með upptöku evru, þar sem innflutningur og útflutningur til evrusvæðisins er hlutfallslega mestur þegar horft er til einstakra gjaldmiðilssvæða.

Að auki hefur bandaríski seðlabankinn ekki gefið kost á að vera lánveitandi til þrautavara, sem er mikilvægt upp á fjármálastöðugleika að gera, á meðan Seðlabanki Evrópu gerir það gagnvart aðildarþjóðum Efnahags- og myntbandalags Evrópu."

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 00:52

6 identicon

Sigurgeir, af hverju verðum við oftar sammála?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 01:54

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjómaður með milljón á mánuði og býr í Þýskalandi.

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 02:51

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar þurfum nauðsynlega á kjarabótum að halda en ekki nokkurra prósenta hækkun á launum og bótum, sem er svo étin upp með hækkun á verðlagi hér á nokkrum mánuðum.

"Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1,25% en stýrivextir Seðlabanka Íslands eru 4,25%.

Og með upptöku evru hér verður verðtrygging afnumin.

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 03:00

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þjóðhollir vita sem er, að menn vinna það ekki fyrir neinn ímyndaðan gjaldmiðilsstöðugleika að afsala landinu öllu æðsta löggjafarvaldi. Sá, sem ræður lögum okkar, ræður og landi og þjóð.

Þar fyrir utan er evran alls ekkert stöðug né gulls ígildi. Lesið greinina Spáir hruni evrusamstarfsins í Mbl. 14. þ.m. Þar segir í upphafi:

"Einn af þekktustu hagfræðingum heims, Nouriel Roubini, segir í grein í Financial Times í gær að mistekist hafi að leysa vandann vegna mismunandi efnahagsgetu og samkeppnishæfni aðildarríkja evrusvæðisins. Að óbreyttu stefni nú í að að evrusamstarfið leysist upp.

Roubini, sem er hagfræðiprófessor í New York, er m.a. frægur fyrir að hafa spáð rétt um fjármálakreppuna 2008. Hann segir rætt um þrjár leiðir út úr evruvandanum.

Í fyrsta lagi að láta gengi evrunnar falla til að auka samkeppnishæfnina í jaðarríkjunum en harðlínustefna evrópska seðlabankans bendi ekki til að það sé raunhæf leið. Í öðru lagi að auka framleiðni og halda launum niðri en það verði of seinlegt, hafi t.d. tekið Þjóðverja heilan áratug. Loks sé nefnd verðhjöðnun en hún valdi samdrætti. Argentínumenn hafi reynt þessa aðferð í þrjú ár en loks gefist upp og hætt að borga af skuldum sínum.

„Ef við gefum okkur því að þessar þrjár lausnir séu ólíklegar er í raun aðeins eftir ein leið til að auka samkeppnishæfni og hagvöxt í jaðarríkjunum: yfirgefa evruna, taka aftur upp þjóðargjaldmiðilinn og ná þannig fram geysimikilli gengisfellingu, bæði á nafnverði og í reynd,“ segir Roubini."

Tilvitnun lokið, og látið nú ekki Steina Briem komast upp með að ata auri blessaðan blaðamanninn sem í sakleysi sínu miðlaði þessu úr einu virtasta viðskiptablaði Evrópu.

Hugsið ykkur frekar um varðandi þessa evru ykkar, sem kann að vera bráðfeig! Lesið líka Reykjavíkurbréf Moggans í dag, það er gott fyrir meltinguna! Miklu staðbetri orkugjafi en skýjakastalar!

Jón Valur Jensson, 18.6.2011 kl. 04:50

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Loftkastalar og skýjaborgir !

Jón Valur Jensson, 18.6.2011 kl. 05:12

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"As of October 2009, Canada's national unemployment rate was 8.6 percent. Provincial unemployment rates vary from a low of 5.8 percent in Manitoba to a high of 17 percent in Newfoundland and Labrador.

Between October 2008 and October 2010, the Canadian labour market lost 162,000 full-time jobs and a total of 224,000 permanent jobs.

Canada's federal debt
is estimated to be $566.7 billion for 2010–11, up from $463.7 billion in 2008–09.

Canada’s net foreign debt rose by $40.6-billion to $193.8-billion in the first quarter of 2010."

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 11:34

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Meirihluti Íslendinga vill búa áfram á Evrópska efnahagssvæðinu og taka hér upp nýjan gjaldmiðil.

Frá áramótum
til þriðja þessa mánaðar hafði gengi evru gagnvart Kanadadollar HÆKKAÐ um 7,34%, Bandaríkjadollar um 9,07%, japanska jeninu um 8,17%, breska sterlingspundinu um 3,41%, íslensku krónunni um 7,5%, sænsku krónunni um 0,39%, norsku krónunni um 0,08% og dönsku krónunni um 0,04%.

Seðlabanki Íslands varð gjaldþrota og við Íslendingar skuldum háar fjárhæðir erlendis, eins og til að mynda Írar, Portúgalar og Grikkir.

Danir, Svíar, Finnar og Pólverjar hafa veitt okkur há lán undanfarin ár til að við getum greitt gamlar erlendar skuldir okkar.

Allar þessar þjóðir eru í Evrópusambandinu og vegnar ágætlega, svo og til að mynda Eistlandi, sem tók upp evru nú um áramótin og hefur veitt Grikkjum LÁN, rétt eins og við Íslendingar höfum fengið lán hjá Evrópusambandsríkjum eftir bankahrunið hér haustið 2008.

Evruríkin telja einfaldlega hagkvæmast að nota evruna, enda eiga þau mest viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, rétt eins og við Íslendingar.

80% Íra eru ánægð með evruna


"G8-hópurinn (e. Group of Eight) er hópur átta stærstu iðnríkja heims; Bandaríkjanna, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Japans, Bretlands, Kanada og Rússlands, auk þess sem Evrópusambandið á fulltrúa í hópnum."

G8-hópurinn


Af þessum átta ríkjum er helmingurinn í Evrópusambandinu og þrjú þeirra nota evruna.

Við höfum margfalt minni viðskipti við Bandaríkin en Evrópska efnahagssvæðið og sáralítil viðskipti við Kanada.

Bandaríkin skulda gríðarlegar fjárhæðir erlendis og Kanadamenn eiga mest viðskipti við Bandaríkin.

"The United States is by far its largest trading partner, accounting for about 73% of exports and 63% of imports as of 2009."

Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn né Vinstri grænir hafa lagt til að við ættum að taka hér upp Bandaríkjadollar eða Kanadadollar, hvorki nú í ár eða á næstu árum.

Allir þessir flokkar hafa hins vegar sýnt áhuga á að við Íslendingar tækjum hér upp nýjan gjaldmiðil, þar sem íslenska krónan er hvorki fugl né fiskur, enda þótt hún sé með mynd af fiski.

Og fljótlega getum við tekið hér upp íslenska evrumynt með vangamynd af Davíð Oddssyni. En hann er að vísu ekki fiskur og reyndar hvorki fugl né fiskur.

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 11:38

13 identicon

Steini:  Ertu á móti því að menn séu að vinna á sjó?  Eða þá að starfa á Íslandi og búa í Þýskalandi?  Um þetta snýst EES og ESB og Norðurlandasamráðið.

Ef það á að vera málefnanleg umræða þá verður að ræða um hvað þessir millilanda samningar snúast.

ESB mun t.d. ekki skila kjarabótum.  EES hinsvegar hefur fært okkur tækifæri sem þú vilt ekki tala um því þau hafa öll verið afnumin af þeim flokki sem vill síðan ganga í ESB.

Þetta er auðvitað alveg fáránlegt.

Svo er ég námsmaður í dag elsku Steini minn.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 11:49

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

íslendingar eiga þess engan kost að taka upp evru vegna andstöðu ESB. Þar á ofan efast hagfræðingar heims um evruna sem framtíðargjaldmiðil, nú síðast fyrrverandi saðlabankastjóri USA.Jafnvel þótt Ísland gangi í ESB eru engar líkur til að Ísland geti tekið upp evru næstu 5 árin það styrsta.Áhrif einstakra ríkja ESB fara minkandi í heiminum.Þau ríki sem kalla sig átta stærstu iðríki heims eru það ekki.ESB ríkin Bretland ,Ítalía og Frakkland eru komin aftur fyrir Indland,Ítalíu, og Kína, eða fara aftur fyrir þau á næstu árum.Við beiðni um inngöngu í ESB átti Alþingi að reyna að líta til framtíðar minnst 20-40 ára.Evrópa er að verða auðlindasnautt gamalmennahæli sem ekkert bíður annað en fátækt.Helmingur aðildarríkjanna er nú þegar fátækari en Ísland.Næsta ríkisstjórn mun að sjálfsögðu skoða gjaldmiðilsskipti þegar búið verður að slá ESB aðild út af borðinu,annað hvort með því að fella samning sem verður að liggja á borðinu innan eins árs eða draga aðildarumsóknina til baka, vegna þess að ESB ætlar sér ekki að gera neinn samning sem verður felldur.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 18.6.2011 kl. 11:59

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Átti að vera Indland,Brasilíu og Kína.

Sigurgeir Jónsson, 18.6.2011 kl. 12:01

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er alveg rétt hjá Sigurgeiri um evruna. Esb. stendur sjálft gegn því, að Ísland taki upp evruna. Svo er til lítils fyrir Steina að vitna í gamlar skoðanakannanir um að Íslendingar vilji evruna. Þótt margir taki ekki ekki eftir fréttum, hafa flestir þó tekið eftir vandræðunum á evrusvæðinu síðustu mánuði. En afstaða Esb. í fyrrnefndu evrumáli er skiljanleg í ljósi þess, að valdablokkin í Esb. vill komast yfir Ísland. Þannig er þá krafan eða óskin um evru notuð purkunarlaust af Esb.innlimunarsinnum í þágu áróðurs fyrir því hve brýnt sé að koma í framkvæmd innlimun landsins í Esb.!

Steini notar "hátt gengi" sem eitthvað til að mæla með evrunni. Sömu sögu geta Grikkir, Spánverjar, Írar, Portúgalir og Ítalir ekki sagt! Okkur vantaði ekki að hækka, heldur lækka gjaldmiðilinn, það hefur fært okkur stórauknar gjaldeyristekjur. Hágengi hefur verið notað áratugum saman af stjórnvöldum hér til að halda uppi kaupmætti á kostnað útflutningsgreina og ferðaþjónustunnar. Ragnar Árnason prófessor hefur skrifað athyglisverða hluti um þau mál.

Miklu einfaldara og útlátaminna væri að taka upp dollar en evru - þó mæli ég ekki með neinum gjaldmiðilsskiptum. 75% heimsviðskipta fara fram í dollurum, þ. á m. á áli.

Athyglisvert er fleira hjá Sigurgeiri, m.a. þetta: "Helmingur aðildarríkjanna [í Esb.] er nú þegar fátækari en Ísland." Þá má minna á þá staðreynd, að yrði Ísland (eins og við hefðum sennilega áfram athafnaþrótt til*) í hópi betur/bezt stæðra ríkja í Esb., þá fengi landið EKKI styrki þaðan (þ.e. endurgreiðslu hluta aðildargjalda) í sama mæli og fátækari ríkin í Esb.

* Þessi athafnaþróttur þjóðarinnar dygði okkur þó skammt eftir að Esb.-ríki væru farin að hirða hér upp fisk á miðum okkar nánast að sinni vild. Þetta myndi eflaust ekki hefjast í fullum mæli fyrr en að loknum einhverjum málamynda-umþóttunartíma. Eftir það væru miðin ekki lengur okkar, heldur Esb. að mestu leyti, og stjórn sjávarútvegsmála okkar væri þá komin til Brussel og löggjafarvaldið æðsta sömuleiðis. Eftir það væri eftirleikurinn auðveldur, með 0,06% atkvæðavægi Íslands sem meintan varnarmátt okkar í ráðherraráðinu!!!

Jón Valur Jensson, 18.6.2011 kl. 12:40

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

Sjálfur hef ég verið sjómaður og gefið út blað vikulega um sjávarútveg, auk þess að skrifa daglega um sjávarútveg og margvísleg önnur málefni í mörg ár á Morgunblaðinu.

Hér verða væntanlega gjaldeyrishöft þar til Ísland fengi aðild að Evrópusambandinu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári, 2012.

Króatía fær væntanlega aðild að Evrópusambandinu 1. júlí 2013 og Ísland gæti þá einnig fengið aðild að sambandinu.

Þá yrði hægt að binda gengi íslensku krónunnar við evruna með 15% vikmörkum í tvö ár með aðstoð Seðlabanka Evrópu og taka hér upp evru að því tímabili liðnu.

Slóvenía
fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á
±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.

Economy of Slovenia


Malta
og Kýpur fengu
einnig aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, ári síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar, í ársbyrjun 2008.

Economy of Malta


Economy of Cyprus


"Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1,25% en stýrivextir Seðlabanka Íslands eru 4,25%.

Og með upptöku evru hér verður verðtrygging afnumin.

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 13:26

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki hægt að afnema verðtryggingarákvæði samninga, án þess að bætur komi fyrir. Hitt er augljóst, að Esb. mundi rústa mestöllum ísl. landbúnaði. Það vilja Íslendingar ekki, og bændur vilja ekki lúta svo í gras, að þeir yrðu hafðir á styrkjum um óvissan tíma, m.a. fyrir að eiga jarðir eða flytjast þaðan brott. Þar að auki höfum við vel efni á að hafa þessa tolla, þeir eru líka partur af tekjum ríkisins og nýtast því og þar með okkur öllum, þeir stuðla líka að vernd íslenzkra fyrirtækja (efla samkeppnisstöðu þeirra) og atvinnu við þau; stuðla ennfremur að betri nýtingu bústofns okkar og afurða, stuðla að fæðuöryggi hér, stuðla að byggð í sveitum landsins og þar með að hagkvæmari byggð í flestum landshlutum og t.d. meira öryggi ferðamanna.

Þrátt fyrir að smávæglegar tollalækkanir fylgdu (óhugsanlegri!) Esb.inntöku landsins, yrði hér ekkert "meðalverðlag í Esb.ríkjum" á matvælum, enda er verðlag á þessum vörum í NV-Evrópuríkjum Esb. mun hærra en meðalverðlagið A- og S-Evrópuríkin í Esb. draga niður meðalverðið). Svo svo bætist við óhjákvæmilegur flutningskostnaður til þessa fjarlægasta lands í álfunni, sem og hærra verðlag vegna smás markaðar, þannig að við kaupum ekki gylliboð Steina og annarra innlimunarmanna.

Þar fyrir utan hafði skipting úr gömlum gjaldmiðli landanna í evru víðast hvar hækkun í för með sér á verðlagi - kaupmenn og aðrir söluaðilar neyttu færis ...

Þar að auki seljum við ekki sjálfstæði landsins fyrir súpudiska, hvað þá heldur kexpakka!

Jón Valur Jensson, 18.6.2011 kl. 13:52

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta átti að vera svigagrein: (A- og S-Evrópuríkin í Esb. draga niður meðalverðið).

Jón Valur Jensson, 18.6.2011 kl. 13:54

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er ágæt, nýbirt grein Axels Jóhanns Axelssonar, sem þið hafið ugglaust áhuga á í þessu sambandi: Evran að verða skattgreiðendum dýrkeypt.

Jón Valur Jensson, 18.6.2011 kl. 14:17

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo var ég að fá skilaboð frá vinkonu (samherja í Samstöðu) með ábendingu á þessa frétt í morgun: Vandinn breiðist út (þ.e. evruvandinn), og skilaboð hennar voru þessi: "Búinn að sjá þetta? Í kvöldfréttum ARD í gær var Evru-krísan fréttaefni nr. 1. 2. 3 og 4. Það fór allur fréttatíminn í þessar HEAVY umræður um að Evran sé í stór hættu!!! Þetta vilja veruleikafyrrtir landar okkar ekki hlusta á! Sambandið stendur á fallvöltum fótum, alveg að detta ofaní brunninn...Endalaus mótmæli um alla álfuna sem við heyrum EKKERT um í fréttum hér!!!"

(ARD er þýzk sjónvarps- og fréttastöð, sjá ARD.de ).

Jón Valur Jensson, 18.6.2011 kl. 14:35

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.6.2011 (síðastliðinn miðvikudag):

"Stjórnvöld í Kanada hvöttu Bandaríkin í gær til að forðast að lenda í greiðsluþroti, enda hefði það í för með sér "truflanir" fyrir hagkerfi heimsins.

Fjármálaráðherra Kanada, Jim Flaherty, sagði fjölmiðlum að hann hefði rætt málið við bandaríska ráðamenn og hvatt þá til að finna einhverja lausn á fjárlagahalla Bandaríkjanna en Bandaríkin eru gríðarlega mikilvægur markaður fyrir kanadískan útflutning.

"Við þurfum ekki á frekari truflun á hagkerfi heimsins að halda þessa dagana," sagði Flaherty.

Ummæli hans koma í kjölfar þess að enn er reynt að ná samstöðu á Bandaríkjaþingi um að hækka þakið á leyfilegum skuldum bandaríska ríkisins fyrir 2. ágúst næstkomandi en þá gæti farið svo að Bandaríkin fari að hætta að geta greitt af skuldum sínum að öðrum kosti.

Fjárlagahalli bandaríska ríkisins á þessu ári er talinn verða um 1,4 trilljónir dollarar.
"

Kanada hvetur Bandríkin til að forðast greiðsluþrot

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 15:34

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.3.2011:

"Til að losna við gjaldeyrishöft að fullu þurfa Íslendingar væntanlega að taka upp annan gjaldmiðil, að mati Helga Magnússonar, formanns Samtaka iðnaðarins (SI).

Það telur hann undirstrika mikilvægi þess að Íslendingar freisti þess af fullu afli að ná viðunandi samningum við Evrópusambandið.

Þetta kom fram í ræðu Helga á Iðnþingi í gær."

Vilja nýjan gjaldmiðil til að losna undan höftunum

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 15:45

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú getur skrifað eins lengi og þig lystir um Kanadadollara, Steini, ég hef engan áhuga. Svo er til lítils að vitna í Esb.-sinnann Helga Magnússon. Og hvers vegna bregztu ekki frekar við evru-fréttunum hér ofar?! Er kannski orðið feimnismál að tala um evruna?!

Jón Valur Jensson, 18.6.2011 kl. 16:10

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.2.2011:

"Tæplega 60 prósent landsmanna vilja skipta út krónunni fyrir annan gjaldmiðil á næstu árum.

Kjósendur Framsóknarflokks vilja einir halda í krónuna en viðsnúningur hefur orðið í afstöðu Sjálfstæðismanna til málsins.

Þetta kemur fram í könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins.

Spurt var: Vilt þú að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi?

40,5 prósent vilja halda í krónuna en 59,5 prósent vilja taka upp nýjan gjaldmiðil."

Sextíu prósent landsmanna vilja skipta krónunni út

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 16:12

26 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þetta eru mjög góðar fréttir.  Samt svolítið fyndnar vegna þess að mjög fáir í stjórnsýslunni þekkja út á hvað EES snýst og vita meðal annars ekki hvað innlendur eða erlendur aðili eru.  Meira að segja þá eru Upplýsingasíður fyrir Íslendinga og útlendinga sem ætla að nýta sér þau réttindi sem EES býður upp á eru með röngum og úreltum upplýsingum.  

Vonandi verður bætt úr þessu á næstunni en ég myndi vilja sjá ESB sinna standa sig í því að upplýsa fólk meira um þau réttindi og tækifæri sem felast í aðild að EES og ESB.  Þá myndu örugglega fleiri styðja aðild og samningaferlið.

Lúðvík Júlíusson, 18.6.2011 kl. 16:26

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendum ferðamönnum fjölgaði mest hérlendis á síðasta áratug þegar íslenska krónan var hátt skráð, 2006 og 2007, og Evrópubúar og Bandaríkjamenn höfðu almennt frekar efni á að ferðast en nú.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010, sjá bls. 9


Og kostnaður ferðaþjónustunnar hér, til dæmis vegna bifreiða, bensín- og olíukaupa, hefur að sjálfsögðu aukist mikið frá þeim tíma vegna lágs gengis íslensku krónunnar undanfarin ár.

Það á einnig við um önnur íslensk fyrirtæki, þannig að þau hafa síður efni á að fjárfesta og ráða nýtt starfsfólk.

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 16:38

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú heldur áfram að endurtaka þig, Steini. En þessi könnun var gerð 23. og 24. febrúar síðastliðinn -- svo að í henni koma ekki fram áhrifin af því vantrausti sem upp er komið á evruna úti á meginlandinu -- og þá sennilega eitthvert aukið vantraust á henni líka hér, þótt það sé svo, eins og samherji minn skrifaði mér, frúin sem ég vitnaði hér í kl. 14:35 í dag, að þessi umtöluðu mál þar úti séu nokkuð sem "við heyrum EKKERT um í fréttum hér!" 40,5 prósent vilja halda í krónuna en 59,5 prósent vilja taka upp nýjan gjaldmiðil.

Í 2. lagi: einungis tóku 76,6 prósent afstöðu til spurningarinnar.

Í 3. lagi: evrusinnar geta ekki eignað evrunni þau 59,5 prósent þeirra, sem svöruðu, því að sumir dætu t.d. allt eins viljað Bandaríkjadal.

Í 4. lagi hafði þarna stuðningur við krónuna heldur AUKIZT, eins og fram kemur á vefsíðunni sem þú gafst tengil á: "Fleiri vilja halda í krónuna nú - sé miðað könnun sem Fréttablaðið gerði í apríl 2009. Þá vildu rétt rúmlega 38 prósent halda í krónuna en tæp 62 prósent taka upp nýjan gjaldmiðil."

Ætli stuðningurinn við krónuna hafi ekki aukizt enn meira síðan? -- eða a.m.k. færri spenntir fyrir þeim sennilega fallvalta gjaldmiðli evrunni?!!!

PS. Ertu ekki ennþá farinn að lesa fréttina (Vandinn breiðist út) sem ég vísaði þér á í síðasta innleggi mínu (kl. 14:35)?

Jón Valur Jensson, 18.6.2011 kl. 17:01

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

... því að sumir gætu t.d. allt eins viljað Bandaríkjadal.

Og lestu nú t.d. þetta fyrst og síðast í fréttinni sem ég nefndi:

"Forsætisráðherra Lúxemborgar, Jean-Claude Juncker, sem stýrir umræðu efnahagsmála innan evruríkjanna, varaði við því í dag að kreppan sem ríki í Grikklandi og fleiri aðildarríkjum myntbandalags Evrópu geti breiðst enn frekar út. Varar hann við því að Ítalía og Belgía geti orðið næstu fórnarlömb. „Við erum að leika okkur að eldinum," segir hann í viðtali við þýska dagblaðið Suddeutsche Zeitung. [...]

Hann varar við því að einkaaðilar verði þvingaðir til þess að taka þátt í öðrum björgunarpakka Grikkja sem er verið að undirbúa. Alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtækin myndu ekki líta á slíkt jákvæðum augum og það gæti haft hrikaleg áhrif á evruna. "

Jón Valur Jensson, 18.6.2011 kl. 17:21

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum til þriðja þessa mánaðar hafði gengi evru gagnvart Kanadadollar HÆKKAÐ um 7,34%, Bandaríkjadollar um 9,07%, japanska jeninu um 8,17%, breska sterlingspundinu um 3,41%, íslensku krónunni um 7,5%, sænsku krónunni um 0,39%, norsku krónunni um 0,08% og dönsku krónunni um 0,04%.

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 17:21

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og nú fer evran sennilega að hrynja, kannski rólega, en hrynja samt!

Jón Valur Jensson, 18.6.2011 kl. 17:23

32 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Steini, þannig að tekjur af ferðamönnum og útflutningi til landa utan evrusvæðisins hefðu lækkað í evrum.  Það er hentugt í bullandi góðæri en stöðugleiki eða lækkandi gengi er æskilegt þegar það er efnahagssamdráttur.

Gjaldmiðlar virka ekki eins og hlutabréfavísitölur.  Hátt gengi þýðir ekki að gjaldmiðillinn sé sterkur og öfugt.  Saga íslensku krónunnar sýnir okkur það.

Lúðvík Júlíusson, 18.6.2011 kl. 17:26

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti erlendra ferðamanna hér hefur komið frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, hvort sem íslenska krónan hefur verið hátt eða lágt skráð.

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 17:43

35 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Steini, þessi gögn sanna mál mitt.  Takk fyrir þessar undirtektir.

Lúðvík Júlíusson, 18.6.2011 kl. 17:50

36 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Langhundar Jóns Vals eru tímasóun, enda stendur ekkert markvert í þeim hvort sem er.

Það er enginn vandi á Evrusvæðinu. Það eru vissulega lönd í vandræðum sem nota evruna sem gjaldmiðil. Þá eingöngu vegna slæmra stjórnmála í viðkomandi landa. Enda er upptaka evru ekki "jail free card" eins og margir andstæðingar ESB halda fram.

Hvað evruna varðar. Þá skal að vitnast til að evran hefur styrkst um ~15% gagnvart USD á síðustu 12 mánuðum (1 ári). Þannig að evran er ekki að fara hrynja neitt.

Gögn ECB er að finna hérna (staða evrunar gagnvart öllum gjaldmiðlum heims er hérna, nema ISK auðvitað).

Jón Frímann Jónsson, 18.6.2011 kl. 18:13

37 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Greinilegt að þessi könnun hleypir fjöri í umræðuna. Íslendingar eiga eftir að kynna sé hvað ESB raunverulega er og taka síðan taka afstöðu til aðildarsamnings, en hin raunverulega samningavinna hefst eftir aðeins nokkra daga.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 18.6.2011 kl. 18:33

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er yfirmáta aulalegt að brennimerkja innlegg sem "langhunda" í stað þess að glíma við innihald þeirra. Þar fyrir utan eru hvolpar mínir ekkert lengri en Steina Briem; af hverju jarmarðu ekki allt eins á þá, Jón Frímann?

Evrópusamtök, þið ættuð að fara að kynna ykkur réttindaafsalið sem fólgið var í aðildarsamningum Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis (1994), en þetta má lesa á eftirfarandi Esb.-vefslóð: eur-lex.europa.eu/en/treaties/dat/11994N/htm/11994N.html#0001010001. Passið ykkur samt að fá ekki glýju í augun af hátíðlegum skrúðmælgis-tóninum; það eru valdheimildirnar, sem Esb. aflar sér með samningnum, sem skipta þarna mestu máli, umfram allt að Esb. fær þarna allt æðsta, ráðandi löggjafarvald yfir hinum nýju meðlimaríkjum.

Lesendur þurfa ekki að láta það koma sér á óvart, að JFrJ haldi áfram í sinni afneitun, hann er bara fastur í því mynztri og hefur aukinheldur ekki sömu tilfinningu fyrir þjóðarréttindum eins og meirihluti Íslendinga.

En ég held að Steini sé bara klumsa - á engin gagnsvör nema þá helzt þau að mæla með evru vegna hás gengis þar. Það mætti halda, að telji sig vera á einhverjum íþróttaleikvangi, þar sem hástökk í þeim efnum gefi mönnum yfirburði. En hágengið getur jafnvel unnið gegn Þjóðverjum í alþjóðlegri samkeppni, hvað þá gegn Grikkjum, Írum og Spánverjum.

En kannski er þetta það eina sem Steini telur sig hafa skynbragð á í hagfræði: að hátt gengi gefi mesta hrós á hrós ofan.

Jón Valur Jensson, 18.6.2011 kl. 21:44

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég var nú bara að sinna blessuðu kvenfólkinu, strákar mínir.

BreZkri og þýZkri.

Enda þótt þið séuð afar áhugaverð fyrirbæri frá sálfræðilegum og náttúrufræðilegum sjónarhóli séð, eigið þið nú ekki hug minn allan og verðið að sætta ykkur við það.

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 22:32

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 22:38

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði - Viðskiptablaðið 26. apríl 2007:

"Á árunum 2004 og 2005 var hagvöxtur hér á landi yfir 7% tvö ár í röð. Samkvæmt mati Seðlabankans var slaki í þjóðarbúskapnum á árinu 2003 og framleiðsla því undir framleiðslugetu.

Uppbygging á þessum árum var mikil og aukning fólksfjölda hröð. Því er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að hagkerfið myndi þola hagvöxt umfram 3%, allavega um tíma.

Þróunin var hins vegar sú að strax á árinu 2004 var slakinn horfinn og gott betur. Því leiddi megnið af 7% hagvextinum á árinu 2005 til aukningar á þenslu.

Þarna var því um að ræða hagvöxt umfram framleiðslugetu, sem er því ekki vöxtur til frambúðar.

Afleiðingin af þessu hagvaxtartímabili blasir við í dag þar sem viðskiptahalli hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið hærri og mælist fjórðungur af landsframleiðslu og verðbólga nálgast 8%, að undanskildri skattalækkun.

Atvinnuleysi mælist varla. Þvert á móti hefur innflutningur vinnuafls aldrei verið meiri. Með öðrum orðum, ójafnvægið í þjóðarbúskapnum er gífurlegt. Öllum ætti að vera ljóst að þetta ástand stenst ekki til frambúðar."

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 23:02

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jöklabréf eða krónubréf (e. glacier bonds) eru skuldabréf sem gefin voru út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá ágúst 2005.

Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.

Forsendur viðskipta sem þessara er
mikill munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt sögulegt gengi þess gjaldmiðils sem bréfin eru gefin út í og mikil eftirspurn í því landi eftir lánsfé.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."

Jöklabréf


Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 23:07

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.

"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.

Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."

Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 23:09

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evru gagnvart sænsku krónunni lækkað um 0,57% og norsku krónunni um 1,94% en HÆKKAÐ gagnvart íslensku krónunni um 79,88%.

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 23:45

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vegna gengisfalls íslensku krónunnar þurfa erlend stóriðjufyrirtæki hér að greiða mun lægri laun en áður, þar sem þau greiða hér laun í íslenskum krónum.

Íslenskir starfsmenn stóriðjufyrirtækjanna fá hins vegar mun færri evrur en áður fyrir þær íslensku krónur sem þeir fá greiddar fyrir sína vinnu, jafnvel þó hún væri nú jafn verðmæt fyrir stóriðjufyrirtækin og fyrir gengisfall krónunnar.

Og vegna gengisfalls íslensku krónunnar hafa allar vörur hækkað hér gríðarlega í verði, bæði erlendar og innlendar, með tilheyrandi verðbólgu.

Í íslenskar vörur eru notuð erlend aðföng og íslenskur landbúnaður notar gríðarlega mikið af erlendum aðföngum, til að mynda dráttarvélar, olíu, kjarnfóður, heyrúlluplast og tilbúinn áburð, sem hefur hækkað gífurlega mikið í verði, meðal annars vegna gengisfalls íslensku krónunnar.

Íslensk heimili og fyrirtæki þurfa að kaupa hér alls kyns erlendar vörur og aðföng, til að mynda byggingavörur, bifreiðar, olíu og bensín, og flest íslensk skip eru smíðuð á Evrópska efnahagssvæðinu.

Og öll áætlanagerð heimila og fyrirtækja hér er að sjálfsögðu mjög erfið þegar þau þurfa að búa við gríðarlegar gengissveiflur íslensku krónunnar.

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 23:54

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú líZt mér á þig, Steini, hugsaði ég, er ég sá innlegg þitt kl. 22:32. En þeim hefur orðið skammgóður vermir að þér, konunum breZku og þýZku, sýnist mér, a.m.k. er copy/paste-smiðjan komin á fullt aftur, mikið rýkur úr henni, framar venju jafnvel.

Jón Valur Jensson, 18.6.2011 kl. 23:57

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þið voruð að kvarta og ekki get ég brugðist ykkur endalaust, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 18.6.2011 kl. 23:59

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Zzzzzzzzzz ......

Jón Valur Jensson, 19.6.2011 kl. 00:34

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auma krónu á hann Jón,
einnig gamalt tóblerón,
ævagamlan ask og spón,
úldinn sel og skallabón.

Þorsteinn Briem, 19.6.2011 kl. 02:29

50 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Jón Valur, hann Steini talar um þig í fleirtölu

Steini kemur samt inn á mjög góðan punkt í allri umræðunni.  Eins og kemur fram í máli Katrínar Ólafsdóttur lektors þá var hagvöxturinn vegna mikils innflutnings, gríðalegrar skuldasöfnunar og ójafnvægis í hagkerfinu.  Hagvöxturinn var því ekki til frambúðar.  Hagvaxtarskeiðinu lauk þegar erlendir aðilar sáu að skuldasöfnunin og viðskiptahallinn voru ekki sjálfbær.

Gott dæmi um skaðsemi sterks gjaldmiðils er krónan þegar hún hélst sterk þrátt fyrir að flest allir þættir hagkerfisins hefðu þurft veikari krónu, td. til að draga úr skuldasöfnun, viðskiptahalla og samdrætti á landsbyggðinni.

Nú eru margir ESB sinnar sem halda að hægt verði að ganga í ESB og fá aftur sterka krónu og loks sterkan gjaldmiðil(evru), alveg eins og 2007!!  Það er því miður ekki hægt eins og Katrín Ólafsdóttir bendir réttilega á.  Og sjálfur Steini bendir á með jöklabréfavandanum.

Forsenda afnáms verðtryggingar er stöðugur gjaldmiðill, það er einkenni margra sterkra gjaldmiðla en þó ekki alltaf.  Steini bendir meira að segja á að Evran hafi styrkst um 8% gagnvart USD og 9% gagnvart JPY, máli mínu til stuðnings.

Lúðvík Júlíusson, 19.6.2011 kl. 07:58

51 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki hrjáir ástin þig,

Evrusteinn, til kvenna,

endar á því að yrkja um mig

með öfugsnúnum penna.

Jón Valur Jensson, 19.6.2011 kl. 10:47

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á öllu Evrópska efnahagssvæðinu er frjáls fjármagnsflutningur undir venjulegum kringumstæðum.

Við tökum lán erlendis í erlendum gjaldeyri og þurfum að greiða lánin til baka í erlendum gjaldeyri, ásamt vöxtum.


Tekjur íslenskra fyrirtækja eru aðallega í evrum, eða gjaldmiðlum sem bundnir eru gengi evrunnar, og þar af leiðandi er eðlilegast að fyrirtækin greiði hér laun í evrum.


Vörur í verslunum hérlendis eru aðallega keyptar í evrum og því er einnig eðlilegast að vörurnar séu seldar hér í evrum.


Vöruverð hér hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár, fyrst og fremst vegna gengishruns íslensku krónunnar og hækkun á vöruverðinu veldur hér verðhækkun á öllu sem tengt er vísitölu neysluverðs.


"Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi. Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."

Vegna gengishruns íslensku krónunnar og mikillar verðbólgu hérlendis undanfarin ár hafa erlend aðföng og rekstrarvörur einnig hækkað hér mikið í verði.

Og kaupmáttur hefur minnkað mikið hérlendis undanfarin ár vegna gengishrunsins og verðbólgunnar hér.

Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.


Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu. Við Íslendingar ferðumst einnig aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og þurfum að kaupa evrur fyrir íslenskar krónur þegar við greiðum fyrir vörur og þjónustu á evrusvæðinu.

Mun færri Íslendingar ferðast nú til útlanda en fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.

Hérlendis var hins vegar árleg fjölgun erlendra ferðamanna að meðaltali
6,8% á ári síðasta áratug, þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar hafi bæði verið mjög hátt og mjög lágt á þessu tímabili.

Nú eru 1,25% stýrivextir á öllu evrusvæðinu og þeir eru mun lægri en stýrivextir Seðlabanka Íslands, sem eru nú 4,25%, en hér eru gjaldeyrishöft.

Og með upptöku evru fellur hér niður verðtrygging.


Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru
15.685 milljarðar króna í árslok 2007 en sjö milljörðum króna hærri ári síðar, eða 22.675 milljarðar króna í árslok 2008.

Þegar litið er á heildarmyndina bjargar íslenska krónan því ENGU fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga.


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


"Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var inneign íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum að meðaltali um 110 milljarðar króna síðustu tvö ár fyrir bankahrunið."

"Gjaldeyrishöftin eru einfaldlega yfirlýsing um að íslenska krónan sé ekki í lagi, þau virka eins og stórt viðvörunarskilti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Fréttablaðið.

Vilhjálmur segir að fyrirtæki kjósi því að halda erlendum gjaldeyri á gjaldeyrisreikningum, frekar en að skipta honum í krónur.

Og samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum áttu íslensk fyrirtæki um 174 milljarða króna í erlendum gjaldeyri á svokölluðum gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum í maí [2009]."

Samtök atvinnulífsins um gjaldeyrishöftin


Evran er sterkur gjaldmiðill og gengi hennar er nú 57,21
% HÆRRA gagnvart Bandaríkjadal en þegar evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 en einungis 0,57% lægra gagnvart sænsku krónunni og 1,94% lægra gagnvart norsku krónunni, enda eru Svíþjóð og Noregur á Evrópska efnahagssvæðinu og Svíþjóð er þar að auki í Evrópusambandinu.

Með evruna væri því tiltölulega ódýrt fyrir okkur Íslendinga að kaupa vörur frá Bandaríkjunum, til að mynda heimilistæki og bifreiðar, svo og ferðast þangað.

Hins vegar koma einungis um 10% erlendra ferðamanna hér frá Bandaríkjunum og einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar fór þangað árið 2009.

Og með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla hér niður allir tollar á vörum frá Evrópusambandslöndunum.


"The euro is the official currency of the Eurozone, 17 of the 27 Member States of the European Union (EU), and is the currency used by the EU institutions.

The
eurozone consists of Austria, Belgium, Cyprus, Estonia, Finland, France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Luxembourg, Malta, the Netherlands, Portugal, Slovakia, Slovenia and Spain.

"... other EU memberstates have a direct peg [to the Euro] due to ERM II: the Danish krone, the Lithuanian litas and the Latvian lats."

"The euro
is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro.

Over 150 million people in Africa
use a currency pegged to the euro, 25 million people outside the eurozone in Europe and another 500,000 people on Pacific islands."

Þorsteinn Briem, 19.6.2011 kl. 14:22

53 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Steini, ég held þú skiljir ekki þær upplýsingar sem þú setur hingað.

Þú vitnar í Katrínu Ólafsdóttur sem bendir á að sterk króna og viðskiptahallinn sem því fylgdi og tekinn var að láni hafi ekki verið góð undirstaða fyrir varanlegan hagvöxt.

Síðan segirðu að leiðin áfram sé gjaldmiðill sem hafi styrkst um 60% frá árinu 2002.

Þú veist það jafn vel og aðrir að ef gjaldmiðillinn hefði styrkst um 60% þá hefði samkeppnishæfni landsins versnað og því ættum við ekki gjaldeyri til að kaupa inn "ódýrar" vörur frá USA.

Þetta er grundvallaratriði í hagfræði.

Einkennilegt að vitna í Katrínu Ólafsdóttur ef þú ert síðan ekki sammála því sem hún segir.

Lúðvík Júlíusson, 19.6.2011 kl. 17:02

54 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lúðvík Júlíusson,

Við Íslendingar kaupum aðallega vörur frá Evrópska efnahagssvæðinu og seljum okkar vörur aðallega þangað. Þaðan koma flestir erlendir ferðamenn og þangað ferðumst við Íslendingar aðallega.

Íslendingar í erlendum skólum stunda einnig flestir nám á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þegar íslenska krónan var sterk árið 2007 voru Íslendingar með annan fótinn á Strikinu í Kaupmannahöfn og hinn í Mall of America í Bandaríkjunum.

Það er að engu leyti slæmt fyrir okkur að vera með sterka evru og geta þannig til að mynda keypt ódýrar vörur frá Bandaríkjunum.

Þar að auki tollfrjálsar vörur frá Evrópusambandslöndunum.

Evran er ekki íslenska krónan síðustu árin fyrir bankahrunið hér haustið 2008.

Ekki væna aðra um að skilja ekki það sem þeir setja fram þegar þú skilur það ekki sjálfur, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 19.6.2011 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband