Leita í fréttum mbl.is

Áskorun - stöndum saman !

Askorun-JaIslandSamtökin Já-Ísland, sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB birta í dag auglýsingu í fjölmiðlum vegna upphafs aðildarviðræðna Íslands við ESB. Textinn hljómar svona:

Áskorun - stöndum saman :Við skorum á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að standa af heilindum að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sem meirihluti landsmanna styður. Til þess að þjóðin megi njóta fjölmargra kosta fullrar aðildar þarf að ná samningi sem tryggir framtíðarhagsmuni Íslendinga sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar. Efnahagslegur stöðugleiki, lægri vextir, afnám verðtryggingar, lægra matvælaverð og þátttaka í ákvörðunum um eigin örlög er meðal grundvallarkosta aðildar. Við viljum að aðildarsamningur tryggi meðal annars eftirfarandi:
 

• Íslendingar fái aðgang að öllum stofnunum ESB og verði fullgildir

þátttakendur við allar ákvarðanir  

• Íslendingar geti tekið upp evru sem allra fyrst  

• Neytendur fái notið lægra verðs matvæla með afnámi tolla  

• Neytendur hafi frelsi til að kaupa vörur og þjónustu án hindrana

eða aukagjalda frá öllum ríkjum ESB, t.d. með netverslun  

• Efnahagslegur ávinningur Íslendinga af auðlindum hafsins verði áfram tryggður  

• Verndunarsjónarmiða verði gætt þannig að náttúruauðlindirÍslands nýtist framtíðarkynslóðum Íslendinga  

• Íslendingar haldi fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum sínum  

• Markviss stuðningur við dreifðar byggðir verði tryggður 

• Íslendingar hafi frelsi til að styðja landbúnað  

• Íslenska verði eitt af opinberum tungumálum ESB  

• Ísland verði ávallt herlaus þjóð og Íslendingar þurfi aldrei að gegna herskyldu
 

Samninganefnd Íslands gengur nú til eiginlegra samningaviðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu

í samræmi við ákvörðun Alþingis. Við óskum henni alls hins besta í erfiðu verkefni og hvetjum alla landsmenn til þess að standa þétt að baki henni og veita henni stuðning og aðhald til þess að hún nái sem bestum árangri. 

Það er sameiginlegur hagur okkar allra  

Já Ísland er sameiginlegur vettvangur einstaklinga og félagasamtaka sem eru hlynnt aðild Íslands að ESB enda verði framtíðarhagsmunir þjóðarinnar tryggðir. Auglýsingin er greidd með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband