Leita í fréttum mbl.is

Enginn grískur flokkur vill yfirgefa Evruna!

EvraGrikkland er á allra vörum, spennan mikil og mótmæli í Aþenu. Fyrir liggur að Grikkir þurfa að grípa til umfangsmikilla aðgerða í efnahagsmálum.

Menn um víðan völl fylgjast með og þar eru Svíar ekki undanskildir. Stefan Fölster, aðalhagfræðingur samtaka sænskra atvinnurekenda er einni þeirra. Hann er jafnframt einn af virtari hagfræðingum Svíþjóðar.

Í samtali við Sænska dagblaðið ræðir hann málefni Grikklands og bendir á að nú þegar hafi Grikkland framkvæmt margar aðgerðir, þó kannski tilfinning manna sé önnur. Til dæmis hafa bæði laun í opinbera geiranum verið lækkuð og þar hefur starfsfólki einnig verið fækkað. Skattar á áfengi og tóbak hafa verið hækkaðir. Fölster telur að það sé hægt að leysa vandamál Grikkja með skipulegum hætti.

Sumir hafa sagt að Grikkland verði að fara út úr Evru-samstarfinu. Það telur Stefan Fölster afar ólíklegt og bendir á þá áhugaverðu staðreynd að ENGINN grískur stjórnmálaflokkur talar fyrir því að Grikkland fari út úr Evrunni!

En hér uppi á Íslandi, í N-Atlantshafi, eru öfl sem segja að það sé eina lausn Grikkja!

Vita þau betur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að Grikkir vilji ekki skera af sér fótinn eftir að hafa fest hann í gildrunni er nú tæpast til marks um að þeim líði vel.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 00:12

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvaða pólitíkusar vilja segja sjálfum sér upp.??? Grikkland er búið að gefa sjálfum sér dóm hvort sem við íslendingar vitum betur en þessi Svíi Stefán Förster eða ekki.

Valdimar Samúelsson, 29.6.2011 kl. 08:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÁRALÖNG ÓSTJÓRN hjá Grikkjum, rétt eins og hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum:

Sjálfstæðisflokkurinn - TRAUST efnahagsstjórn, stærsta velferðarmálið!


Framsóknarflokkurinn - ÁRANGUR ÁFRAM, ekkert stopp!

Þorsteinn Briem, 29.6.2011 kl. 09:28

4 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hans: En heldur þú ekki að Grikkjum myndi líða enn verr ef efnahagskerfið hryndi fullkomlega? Grikkir þurfa að gera það sem mörg önnur ríki hafa verið að gera, taka t.d. til í rekstri hins opinbera, sem er um 40% af VLF og með puttana í mjög mörgu.

Og sú umfjöllun sem er um Grikkland hér á landi er mjög einföld og skautar fram hjá mikilvægum atriðum.

Það er vegna þess að það þjónar ákveðnum hagsmunum, sem eru alfarið á móti öllu sem heitir ESB eða Evra!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 29.6.2011 kl. 09:46

7 identicon

Grikkir Jenny ekki evru eda ESB um heldur griskum stjornvoldum.

Tad hefur komid oft fram.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 15:13

8 identicon

Eg meinti kenna en ekki Jenny:)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband