Leita í fréttum mbl.is

...og Krónan fellur!

KrónaÁ www.visir.is segir: "Gengi íslensku krónunnar heldur áfram að veikjast þvert á aðstæður í landinu. Gengisvísitalan er nú komin yfir 220 stig sem er svipað og hún var um vorið í fyrra.

Nefna má að gengið þarf ekki að veikjast nema um rúm 10% í viðbót til að ná neðstu stöðu sinni í hruninu haustið 2008. Í desember það ár fór gengisvísitalan í 248 stig.

Þessi veiking á gengi krónunnar er gegn aðstæðum og hefur m.a. orðið greiningum stóru bankana umhugsunarefni." Öll fréttin

Hvar endar þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Átti gengið ekki að styrkjast með höftunum?

Best að herða höftin og halda áfram að brjóta á fjórfrelsinu.

Kanski væri ekki vitlaust að fólk myndi kynna sér hvað "gengi" gjaldmiðils er.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 13:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

Gjaldeyrishöft verða EKKI afnumin hér á næstunni og við Íslendingar erum EKKI að "brjóta á fjórfrelsinu", eins og hér hefur komið fram, nokkrum sinnum.

"Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um rúm fimm prósent frá upphafi árs eftir að hafa styrkst um þrjú prósent að meðaltali árið 2010."

Íslenska krónan hefur veikst um rúm 5% á árinu


Frá áramótum
hefur gengi evrunnar HÆKKAÐ gagnvart Bandaríkjadal um 6,47% og íslensku krónunni um 8,14%.

Hreinn gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands, erlendar eignir að frádregnum erlendum skammtíma skuldum, var 408,3 milljarðar króna í lok júní síðastliðins.


Nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs næstu 12 mánuði
eru hins vegar áætlaðar 419,5 milljarðar króna.

Hreinn gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands 408 milljarðar króna


Fái Ísland aðild að Evrópusambandinu eftir tvö ár, eins og Króatía, 1. júlí 2013, yrði íslenska krónan bundin gengi evrunnar í tvö ár með aðstoð Seðlabanka Evrópu og evran yrði gjaldmiðill okkar Íslendinga að loknu því tímabili.

"Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu."

Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17


Stundir þú nám í Þýskalandi í vetur getur íslenskur námsmaður fengið allt að 11.546 evra lán, um 213 þúsund íslenskar krónur á mánuði á núvirði í níu mánuði, frá Lánasjóði íslenskra námsmanna til að stunda þar fullt nám allt skólaárið.

Þorsteinn Briem, 15.7.2011 kl. 15:13

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er sorglegt.

Það þarf erlenda fjárfestingu í landið.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 15:16

4 identicon

Steini:  Er ekki verið að brjóta á fjórfrelsinu?  Það er ekki frjálst flæði fjármagns né frjálst flæði vinnuafls.

Það merkir að Ísland er aðeins að uppfylla 50% af EES samningnum.

Það veistu vel.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 15:53

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Íslendingum virðist hafa tekist að tengja sig við USD á einhvern óskiljanlegan hátt sýnist mér.

Það er eins gott fyrir íslenska hagkerfið að það verði ekki greiðslufall í BNA núna í Ágúst. Það gæti endað illa fyrir íslendinga ef það gerist.

Jón Frímann Jónsson, 15.7.2011 kl. 16:28

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Steini Briem,

í tilkynningu til sameiginlegu EES nefndarinnar frá 28. nóvermber 2008 segir skýrt: "The measures entail restrictions on the free movement of capital..." (bls. 1)

Fjórfrelsið kveður á um frjálst flæði fólks, vöru, þjónustu og fjármagns.

Í reglum Seðlabankans nr. 370/2010 kveður á um takmarkanir á fjármagnsflutingum á milli landa og skilaskyldu á gjaldeyristekjum.

Takmarkanir á fjármagnsflutningum takmarka búsetumöguleika Íslendinga á EES svæðinu og ríkisborgara annarra EES ríkja hér á landi.

Það er hægt að túlka þetta á marga vegu en staðreyndirnar ljúga ekki.

Það þýðir ekkert að copy-paste(a) hinar og þessar fréttir en hafa svo ekki staðreyndirnar á hreinu.

Lúðvík Júlíusson, 15.7.2011 kl. 18:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

EF
óleyfilegt væri fyrir okkur Íslendinga að vera með gjaldeyrishöft núna værum við "að brjóta á fjórfrelsinu".

Hins vegar er það EKKI óleyfilegt, eins og fram kemur hér að ofan.

Erlend fjárfesting
mun að öllum líkindum STÓRAUKAST hérlendis, eins og til að mynda í Eistlandi, með því að binda íslensku krónuna við gengi evrunnar eftir tvö ár með aðstoð Seðlabanka Evrópu og taka hér upp evru tveimur árum síðar.

En EKKI með því eingöngu að aflétta gjaldeyrishöftunum og vera hér með gríðarlega óstöðuga íslenska krónu gagnvart evrunni.

Þorsteinn Briem, 15.7.2011 kl. 18:31

8 identicon

Steini:  Þarna segir þú að það séu takmarkanir á fjórfrelsinu en það sé ekki verið að brjóta neitt því ríkinu sé þetta heimilt.

Hinsvegar verður þú að hafa í huga að ef almenningur ætlar að nýta sér þau einföldu réttindi sem fjórfrelsið færir þeim og er grundvallarstoð ESB og EES þá hótar íslenska ríkið þeim með stjórnvaldssektum og fangelsisvist.

Það er alveg sama hvort íslenska ríkinu sé þetta heimilt, en engum sem vill að Ísland vilji ganga í ESB ætti að finnast þessar hótanir eðlilegar þó svo að þeim sé heimilt að gera þetta.

Enda er það trú okkar í ESB að ríkið eigi ekki að hefta fjórfrelsið enda hafa engin ríki gert það sama og Ísland þó þeim sé það einnig heimilt.

Það eiga að vera hagsmunir okkar ESB sinna að benda á kosti samstarfs ESB ríkja en ekki að syngja lofsöngva um höft, boð og bönn.

Það er áhugavert að þú bendir mér á að ég geti tekið lán fyrir náminu. Jú, ég má taka lán og stunda nám erlendis. En ég má ekki starfa á Íslandi og eiga fjölskyldu erlendis.  Heldur verður fjölskyldumaðurinn, ég, að stunda lögbrot.  Það er verið að hóta því að ég verði kærður og etv. kastað í grjótið aðeins vegna þess að ég held uppi fjölskyldu erlendis. 

Ertu nokkuð með fordóma?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 19:01

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

Ef gjaldeyrishöftunum yrði aflétt núna Í EINU VETFANGI myndi íslenska krónan falla VERULEGA gagnvart til að mynda evrunni, allt VERÐLAG hér á Íslandi þar af leiðandi HÆKKA MIKIÐ og þar með öll VERÐTRYGGÐ LÁN.

Þú býrð hins vegar í Þýskalandi, þar sem vextir eru mun lægri en hérlendis, verðbólgan mun minni og engin verðtrygging, enda er evran gjaldmiðill Þjóðverja en ekki íslenska krónan.

Mörg þúsund íslenskir námsmenn erlendis lentu í gríðarlegum erfiðleikum vegna gengishruns íslensku krónunnar haustið 2008.


Allt þetta hefur komið fram hér áður, nokkrum sinnum.

Einungis EINU SINNI þurfti að segja syni mínum að hann fengi gotterí á laugardögum en aðra daga ekki.

Þorsteinn Briem, 15.7.2011 kl. 19:40

10 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Steini minn,

það er enginn að tala um fyrirvaralaust afnám gjaldeyrishafta.  Þú getur því alveg verið óhræddur og óskelkaður.

Það er hins vegar staðreynd að reglum um gjaldeyrismál(gjaldeyrishöftin) hefur breytt í næstum hvert einasta skipti sem þau hafa verið endurskoðuð, sem gerist á 6 mánaða fresti. Fyrirhuguð lögfesting gjaldeyrishaftanna breytir þeim meira en gert hefur verið í næstum 2 ár!!

Það er mikil þröngsýni að halda að heimurinn sé svart/hvítur þegar kemur að gjaldeyrishöftum, að annað hvort séu höft eða ekki.  Höft er hægt að útfæra á óteljandi vegu.

Það er ekkert sem mælir gegn því, og hefur Seðlabankinn ekki lagt fram neinar tölulegar staðreyndir því til sönnunar, að ekki sé hægt að leyfa venjulegu fólki að njóta þeirra einföldu réttinda sem aðild Íslands að EES veitir þeim.

Almenningur er ekki með stórar stöðutökur í krónunni og hefur ekki stundað spáukaupmennsku með krónuna.

Það þýðir ekkert að segja að aðili sem, að þínu mati, hefur það tiltölulega gott eigi ekki að njóta sjálfsagðra réttinda sem ríki hafa samið um sín á milli.  Það er bara ekki þitt að meta. 

Það hefur verið litið á fjórfrelsið sem hornstein í evrópsku samstarfi.  Það er því minna en undarlegt að stuðningsmaður aðilar Íslands að ESB, eins og þú telur þig vera, skulir telja þig geta ákveðið hverjir fái að njóta þeirra og hvenær.  Það er líka undarlegt að þú skulir verja aðgerðir sem ganga gegn þeirri hugmyndafræði sem þú segist styðja.

Eitt er að styðja en annað að skilja.

Eitt er að skilja hvers vegna höftin voru sett og takmörk sett á frjálsa för fólks og fjármagns en annað að styðja það.

Lúðvík Júlíusson, 15.7.2011 kl. 20:59

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef gjaldeyrishöftunum yrði aflétt núna Í EINU VETFANGI myndi íslenska krónan falla VERULEGA gagnvart til að mynda evrunni, allt VERÐLAG hér á Íslandi þar af leiðandi HÆKKA MIKIÐ og þar með öll VERÐTRYGGÐ LÁN.

Þorsteinn Briem, 15.7.2011 kl. 21:14

12 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Steini,

þú vísar ekki í neitt sem hrekur það sem ég segi hér að ofan.

Lúðvík Júlíusson, 15.7.2011 kl. 21:25

13 Smámynd: Þorsteinn Briem


"Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu."

Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17

Þorsteinn Briem, 15.7.2011 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband