Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn Pálsson skrifar um landbúnaðarmálin

Þorsteinn PálssonMálefni bænda í sambandi við ESB-umsóknina hafa verið í brennidepli að undanförnu. Í Fréttablaðinu í dag tekur Þorsteinn Pálsson þau fyrir í pistli grein af Kögunarhóli sínum, greinin ber heitið Vörnin. Þorsteinn ræðir t.d. tollvernd á landbúnaðarafurðum og segir meðal annars:

"Veigamesta krafa Bændasamtakanna er að halda óbreyttri tollvernd. Gallinn frá sjónarhóli bænda en kosturinn frá sjónarhóli neytenda er hins vegar sá að þetta er ekki hægt þegar gengið er í tollabandalag. Þegar landbúnaðarráðherra tekur þessa sömu afstöðu er hann því að reka slagbrand fyrir þær dyr sem næst þarf að ljúka upp í aðildarviðræðunum.

Veikleikinn

Athyglisvert er að í lágmarkskröfum Bændasamtakanna kemur fram að þau eru nú eins og fyrr reiðubúin að gefa tollverndina eftir á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, komi bætur fyrir. Það er einmitt ráðgert í aðildarviðræðunum. Þannig sýnist sveigjanleikinn varðandi tollverndina fara eftir því hvaða alþjóðasamtök eiga í hlut. Varnarlína sem þannig er dregin er málefnalega veik. Röksemdin ristir ekki djúpt.

Svipuð tvíhyggja hefur komið fram hjá samtökunum Heimssýn. Fulltrúar þeirra á Alþingi eru á móti innflutningi landbúnaðarafurða frá Evrópu en hafa lagt fram tillögu um fríverslun með landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að mönnum er ljóst að viðskiptaleg einangrun á þessu sviði er ekki til frambúðar. Nauðsynlegt þykir hins vegar að drepa óumflýjanlegri umræðu á dreif.

Bændasamtökin fullyrða að tollverndin hafi haldið verði á landbúnaðarvörum niðri. Það gengur þvert á lögmál hagfræðinnar. En rökstuðningurinn er samt ekki alveg út í bláinn. Hann er sá að bændur hafi tekið á sig kjaraskerðingu í þessum tilgangi. Það er trúlega rétt. En hér er komið að kjarna málsins um framtíðargildi óbreyttrar landbúnaðarstefnu.

Þetta þýðir að bændur hafa sjálfviljugir fallist á að kaupa tollverndina með lægri launum. Er þessi launalækkun sú víglína sem landbúnaðarráðherrann ætlar að verja? Væri ekki réttara að líta á þetta sem veikleika í óbreyttu skipulagi? Þarf ekki að bera slíkar gildrur í ríkjandi kerfi saman við breytingarnar sem hljótast af ESB-aðild?

Láglaunastefna af þessu tagi er þó í góðu samræmi við kjarnaröksemd aðildarandstæðinga. Hún er sú að tryggja samkeppnisstöðu landsins með rýrnun lífskjara í gegnum gengislækkanir." (Feitletrun, ES-blogg)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Rýrnun lífskjara í gegnum gengislækkanir"?

Það er einfalt að slá þessu fram, en hvað þá um AUKNINGU lífskjara í gegnum gengisHÆKKUN? Þetta er einmitt það sem gerðist á bóluárunum, jafnfarsælt og það reyndist nú! Þar með var aukinn kaupmáttur fólks (vegna lækkaðs verðs á bílum og alls konar vörum, þ..m.t. byggingarvörum, ýmsum heimilistækjum og matvælum) farinn að auðvelda eyðslu, auka verðbólgu og það sem meira er: fólk og fyrirtæki freistuðust til að taka erlend lán á þessu falska, of háa gengi krónunnar, og það kom okkur í koll síðar.

“Ragnar Árnason [prófessor] heldur því reyndar fram í fyrrnefndri bók um ísl. sjávarútveg, að raungengi íslensku krónunnar hafi löngum verið mjög hátt og afkoma sjávarútvegs hafi því verið rétt við núllið áratugum saman. [...] Hátt raungengi íslensku krónunnar hafi stuðlað að ódýrum innflutningi og þar með góðum lífskjörum almennings og orðið eins konar auðlindaskattur til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild (The North Atlantic Fisheries, bls. 262)” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, 1998, s. 23).

En þetta var á kostnað útflutningsgreina og ferðaþjónustunnar og stuðlaði þar með að minni fjárfestingu þeirra greina.

Hér verður að fara eitthvert meðalhóf.

En evran er engin lausn, það er ljóst af núverandi ástandi, evrusvæðið er í sínum mesta vanda hingað til og kann að gliðna sundur, enda er evran eins óhjálpleg og verða má til að lækna ástandið í PIGS-löndunum (og Ítalía og Frakkland kunna að bætast við (sbr. HÉR). Hún stendur umbótum einmitt fyrir þrifum. Menn ættu því ekki að láta það koma sér á óvart, að í Bretlandi vilja aðeins 8% taka upp evru í stað punds!

Svo munu íslenzkir bændur hvorki láta Jónas Kristjánsson, Þorstein Pálsson né Ólaf Stephensen blekkja sig. Þið voruð m.a.s. að mæra hér norðurhjarastyrki innan ESB í gærkvöldi, í síðustu grein, en staðreyndin er sú, að þeir eru frá löndunum sjálfum, ekki eitt evrucent frá Brussel, ekki einu sinni sem frádráttarliður frá hinum háu árgjöldum Finnlands og Svíþjóðar til Evrópusambandsins!

Jón Valur Jensson, 16.7.2011 kl. 14:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

OFÞENSLA var í mörgum ríkjum Evrópu, til að mynda Íslandi, svo og í Bandaríkjunum, á árunum 2006 og 2007, og evran er EKKI gjaldmiðill Íslendinga og Bandaríkjamanna.

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru að sögn Ríkisskattstjóra 22.675 milljarðar króna í árslok 2008, sem er andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 16.7.2011 kl. 15:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

SKULDIR ÍSLENSKRA HEIMILA SEM HLUTFALL AF RÁÐSTÖFUNARTEKJUM TVÖFALT MEIRI EN SPÆNSKRA HEIMILA.

20.8.2009: "Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%.

Skuldaaukning heimila hefur átt sér stað í flestum hagkerfum undanfarin ár en afar mismunandi er hversu skuldsett heimili í einstökum löndum eru. Skuldir íslenskra heimila eru hins vegar miklar og hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum hátt í samanburði við önnur þróuð hagkerfi.

Þannig er þetta hlutfall að meðaltali 134% í Bandaríkjunum, 180% á Írlandi og 140% á Spáni, svo einhver lönd séu nefnd. [...]

Hærra skuldahlutfall gerir heimilin viðkvæmari fyrir breytingum í gengi, verðbólgu, vöxtum og tekjum.
"

Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum tvöfalt meiri en spænskra heimila

Þorsteinn Briem, 16.7.2011 kl. 15:08

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sendu nú enn einu sinni inn 25 pósta, Steini, það dugar ekki minna gegn því sem ég skrifaði hér.

Jón Valur Jensson, 16.7.2011 kl. 15:12

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.

Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum,
1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingasjóða.

Um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í
samkvæmt EES-samningnum. [...]

Nefndin fjallaði um mögulegan kostnað Íslands við aðild að Evrópusambandinu og í því samhengi hvernig greiðslum aðildarríkja til sambandsins er háttað.

Við mat á kostnaði er nauðsynlegt að taka tillit til greiðslujöfnuðar við ESB en með því er átt við svokallaðar nettógreiðslur. Nettóframlag aðildarríkja eða nettógreiðslur eru greiðslur hvers aðildarríkis til ESB að frádreginni heildarfjárhæð styrkja sem koma til baka úr sjóðum ESB til verkefna í aðildarríkinu. [...]

Meiri hlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna. [...]

Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna. Vegna gengisbreytinga telur meiri hlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis

Þorsteinn Briem, 16.7.2011 kl. 15:39

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 16.7.2011 kl. 15:47

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:

"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir
og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

ÚTFLUTNINGURINN er MIKLU MEIRI nú en þá.

Sérstaklega er þó útflutningsVERÐMÆTIÐ MEIRA en það var.


Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af FULLUNNUM búvörum.

Útflutningurinn hefur með öðrum orðum AUKIST hröðum skrefum og miklu hraðar en innflutningur á landbúnaðarvörum."

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 16.7.2011 kl. 15:55

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendir ferðamenn koma EKKI til Íslands vegna þess að ódýrara sé að ferðast hingað en til Evrópusambandslandanna eða á milli þeirra.

Erlendum ferðamönnum fjölgaði
mest hérlendis á síðasta áratug þegar íslenska krónan var hátt skráð, á árunum 2006 og 2007.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010, sjá bls. 9


Árið 2006
var verðlag hérlendis 61% HÆRRA en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum, borið saman Í EVRUM.

Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvöru og tóbaki


Við Íslendingar kaupum hins vegar matvörur og aðrar vörur hér í íslenskum krónum en EKKI í evrum og árið 2009 komu 65% af innflutningi hér frá Evrópska efnahagssvæðinu en 84% af útflutningi héðan fóru þangað.

Gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hefur HÆKKAÐ um 122,41% frá ársbyrjun 2006.

KOSTNAÐUR
ferðaþjónustunnar hérlendis, til dæmis vegna bifreiða, bensín- og olíukaupa, hefur því AUKIST GRÍÐARLEGA frá árunum 2006 og 2007.

Og það á að sjálfsögðu einnig við um önnur íslensk fyrirtæki, þannig að þau hafa síður efni á að fjárfesta og ráða nýtt starfsfólk VEGNA ÞESS að gjaldmiðill okkar íslendinga er íslensk króna en ekki evra.

Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 57,03% og við Íslendingar kaupum til að mynda olíu í Bandaríkjadollurum.

"Sauðfjárbændur hafa tekið á sig verulegar aðfangahækkanir undanfarin ár.

Áburðarverð hefur þrefaldast, olía rÍflega tvöfaldast og rekstrarkostnaður í heild hækkað um rúm 170% frá 2005
."

Sauðfjárbændur svara Gylfa Arnbjörnssyni

Þorsteinn Briem, 16.7.2011 kl. 16:49

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessir landbúnaðarstyrkir ESB fara til fátækra landa í sambandinu, ekki ríkra. Svæðin norðan 62. breiddargráðu í Svíþjóð og Finnlandi fá sænska og finnska styrki.

Jón Valur Jensson, 17.7.2011 kl. 00:03

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

... meðan ESB leyfir þeim það!

Jón Valur Jensson, 17.7.2011 kl. 00:04

11 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Þorsteinn er því miður að eyileggja Sjálfstæðisflokkinn með þesu ESB bulli sínu

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 17.7.2011 kl. 00:36

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Kristinn Þórðarson,

Þú ert að eyðileggja kollinn á þér með því að rugla um það sem þú hefur ekkert vit á, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 17.7.2011 kl. 01:03

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Steini alltaf jafn duglegur að senda in ruglpóstana sína!

Gunnar Heiðarsson, 17.7.2011 kl. 01:05

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einungis LÍTILL HLUTI Svíþjóðar er norðan 62. breiddargráðu.

Allt Ísland
er hins vegar norðan hennar.

"Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki FRÁ EVRÓPUSAMBANDINU, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála."

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 17.7.2011 kl. 01:16

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Heiðarsson,

Ekkert nema ruslið mælir með þinni stóru ruslatunnu, elsku litli drengurinn minn.

Þorsteinn Briem, 17.7.2011 kl. 01:22

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Nordisk bistand i områdene C1-C4 og nasjonal bistand for Sør-Finland i område A og B.

Av landbruksstøtten kommer ca 60% fra nasjonale midler
og ca 40% fra EU. Total støtte til landbruket i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt på totalt 4 014 mill euro."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Strategy for Finnish Agriculture - Sjá svæði C1-C4 á bls. 72

Þorsteinn Briem, 17.7.2011 kl. 01:28

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.

In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4.

Aid is paid for traditional agricultural production sectors in the region, i.e. animal husbandry, including reindeer husbandry, plant production and horticulture (greenhouse production and storage aid).

Northern aid scheme also includes transportation aid for meat and milk in northernmost Finland.

In 2007 northern aid was paid to almost 35,000 beneficiaries in Finland. The payments to the production of 2007 have been estimated at 328 million euros, of which the share of animal husbandry is 78%.

Of the total aid 48% is paid as production aid for milk and 19% as various forms of aid for beef production. About 55% of the cultivated arable area of Finland is located in the area covered by the northern aid scheme."

Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry

Þorsteinn Briem, 17.7.2011 kl. 01:33

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Countries: Finland

Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)

"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)

Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture

Þorsteinn Briem, 17.7.2011 kl. 01:35

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Landbúnaðarstyrkjum ESB er ekki ætlað að vera varanlegir.

Á ákveðnum tímapunkti voru þeir t.d. helmingaðir.

Norðurhjarastyrkir norðan 62. breiddargráður eru NORRÆNIR, ekki ESB-styrkir.

Jón Valur Jensson, 17.7.2011 kl. 01:37

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Matarreikningur Finna lækkaði um 11% þegar Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu.

"- matprisene falt
i gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem i 1995 (årsak reduksjon i produsentprisen)

- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"


Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis var um 1,7% af landsframleiðslu á árunum 2000-2002 en 2% í Sviss, 1,5% í Noregi og 1,3% í Evrópusambandinu.


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9

Þorsteinn Briem, 17.7.2011 kl. 01:40

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á síðastliðnu ári voru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bættist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar voru því um 11,3 milljarðar króna árið 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69

Þorsteinn Briem, 17.7.2011 kl. 01:45

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS fengu árið 2010 um 540 milljónir króna úr ríkissjóði.

Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 67

Þorsteinn Briem, 17.7.2011 kl. 01:48

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Í aðildarsamningi Finnlands og Svíþjóðar 1994 var fundin sérlausn sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu. Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd." – Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum "Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu", Rv. 2007, bls.78.

En Jónas Kristjánsson og síðar alls konar ESB-sinnar hafa einmitt ráðizt á okkar eigið land vegna landbúnaðarstyrkja okkar! Þarna er hins vegar verið að leyfa þá!

Jón Valur Jensson, 17.7.2011 kl. 01:50

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Landbúnaðarmál:


"Er því mikilvægt að leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað, þótt ljóst sé að ákveðin breyting í uppbyggingu styrkjakerfisins muni eiga sér stað með aðild að sambandinu.

Fram kom að þróun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins hefur verið með þeim hætti að eiginleg framleiðslustýring hefur verið lögð af í formi kvótasetningar og MJÓLKURKVÓTI VERÐUR AFNUMINN FRÁ ÁRINU 2013.

Því er ekki lengur um að ræða framleiðslutengda styrki til bænda.

Þess í stað er þeim tryggð ákveðin lágmarksafkoma í formi BEINGREIÐSLNA sem byggð er á sögulegri framleiðslu.


Tiltekið svigrúm er þó fyrir FRAMLEIÐSLUTENGDA STYRKI NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU [OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN HENNAR]
.

Meirihlutinn telur einnig mikilvægt að hagsmunir vistvænnar og lífrænnar landbúnaðarframleiðslu verði hafðir að leiðarljósi í samningsferlinu."

"Meirihlutinn telur eðlilegt að horft verði til þess hvort skynsamlegt geti verið að fara fram á TAKMARKANIR á rétti þeirra sem ekki hafa lögheimili og fasta búsetu á landinu TIL AÐ EIGNAST FASTEIGNIR HÉR á landi með tilliti til þess að viðhalda búsetu í sveitum.

Bendir meirihlutinn hvað þetta varðar meðal annars á samsvarandi SÉRREGLUR MÖLTU OG DANMERKUR.
"

"FORDÆMI þau sem sköpuð hafa verið í AÐILDARSAMNINGUM RÍKJA eins og FINNLANDS munu án efa verða mikill styrkur fyrir Ísland, þar sem ástæða er til að ætla að meðal annars verði unnt að SKILGREINA ALLT LANDIÐ sem svæði norðurslóðalandbúnaðar og SEM HARÐBÝLT SVÆÐI.

Það gæti skapað grundvöll til að styrkja íslenskan landbúnað, til dæmis með FRAMLEIÐSLUTENGDUM STYRKJUM
, UMFRAM það sem ALMENNAR REGLUR Evrópusambandsins kveða á um og á það skal leggja þunga áherslu.

Á sama hátt telur meirihlutinn ríka ástæðu til að kannað verði til hlítar hvort SÉRÁKVÆÐI Rómarsáttmálans um eyjar og héruð sem eru Í MIKILLI FJARLÆGÐ FRÁ MEGINLANDI EVRÓPU geti átt við um stöðu Íslands."

"Ísland hefur til þessa samkvæmt EES-samningnum verið UNDANÞEGIÐ VIÐSKIPTUM MEÐ LIFANDI DÝR. Undanþágan var tímabundin til ársins 2000 en búið er að ganga frá því í tengslum við matvælalöggjöfinaUNDANÞÁGAN ER NÚ VARANLEG innan EES-samningsins."

Þorsteinn Briem, 17.7.2011 kl. 02:04

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.

RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

• Aðlögun flotans.

• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

• Veiðistjórnun og öryggismál.

• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 17.7.2011 kl. 02:13

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR að ESB hafa SÖMU STÖÐU og STOFNSÁTTMÁLAR ESB og því er EKKI HÆGT AÐ BREYTA ákvæðum þeirra, þar á meðal UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT sé að AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS séu JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

Þorsteinn Briem, 17.7.2011 kl. 02:28

28 Smámynd: The Critic

JVJ: Steini Breim er með heimildirnar á hreinu, hann vitnar í skýrslur og lög.
Þú hinsvegar vitnar einungis í eigin samsæriskenningar eins og svo margir nei sinnar sem berjast gegn hagsmunum þjóðarinnar. 

The Critic, 17.7.2011 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband