Leita í fréttum mbl.is

Verðbólga tvisvar sinnum hærri en verðbólgumarkmið S.Í.

PrósentHelstu miðlar greina frá því í dag að verðbólga á ársgrundvelli sé um 5% eða tvisvar sinnum meiri en verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, sem er upp á 2,5%.

Það hefur verið við lýði í fjölda ára, en aðeins á árunum 2003-4 og í byrjun þessa árs hefur tekist að halda þetta markmið. Sem segir ákveðna sögu.

Morgunblaðið sem og Vísir.is skýra frá þessu og nefndar eru margvíslegar skýringar á þessu, allt frá sumarútsölum til falls á gengi krónunnar, sem Jónas Kristjánsson gerði að umfjöllunarefni í pistli á bloggi sínu fyrir skömmu. Einnig má lesa um þessi mál á vef Hagstofunnar.

Íslenskir neytendur sitja því áfram í verðbólgusúpunni!

Til samanburðar má nefna að meðaltal verðbólgu innan ESB nú í júni var 2.7% og meðaltal verðbólgu í ESB frá 1991 til 2010 var 2.24%. Þetta heitir verðstöðugleiki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er rétt að það komi fram að verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eru á bilinu 2,5% - 4.0% (þetta hafa fjölmiðlar einhverra hluta vegna ekki haft fyrir að leiðrétta).  Verðbólga er því tvöfalt hærri en NEÐRI mörk SÍ eru en 25% fyrir ofan EFRI mörkin sem SÍ setur.  Samt sem áður er verðbólgan allt of mikil en þar er fyrst og fremst um að kenna slakri efnahagsstjórn núverandi ríkisstjórnar. 

Jóhann Elíasson, 25.7.2011 kl. 16:02

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

á hvaða hátt er efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar slök JE ? ég veit ekki betur en að henni sé hrósað um allan vestræna heiminn fyrir góða stjórnun.. án þess að ég sé að leggja dóm á það !

Óskar Þorkelsson, 25.7.2011 kl. 17:48

3 identicon

Eins gott að það eru gjaldeyrishöft.  Annars hefðum við ekki fengið annað verðbólguskrið.

Hvað segja Evrópumenn við því að setja á gjaldeyrishöft í verðbólgu til þess að fá annað ferskt seinna?

Höft merkir seinkun á því sem þarf að eiga sér stað.

Það þýðir ekki að tala einn dag um að gjaldeyrishöftin hefðu verið nauðsynleg og svo annan dag um það að krónar er að falla í skjóli gjaldeyrishafta.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 18:37

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óskar, þú skalt ekki koma með svona fullyrðingar sem þú getur ekki á nokkurn hátt staðið við.  Fyrir það fyrsta þá kannast ég ekki við að ALLURhinn vestræni heimur hafi hrósað efnahagsstjórnuninni hér, reyndar byrjaði IMF (AGS) að hrósa efnahagsstjórnuninni en þeir hafa heldur betur dregið í land.  Það ber ekki mikinn vott um skynsemi hjá fjármálaráðherra að hækka alla skatta í kreppu, það er ekkert gert til að koma atvinnulífinu í gang aftur, það er boðað að enn meiri höft verði sett á varðandi gjaldeyrisviðskipti,.............., svona væri lengi hægt að telja en sé þetta ekki nóg fyrir þig þá er hægt að tína meira til en ég nenni því ekki núna.

Jóhann Elíasson, 25.7.2011 kl. 19:27

5 identicon

Ég ætla að  verja Angelu Merkel aðeins.

Þetta segja allir stjórnmálaleiðtogar þegar þeir koma í heimsókn.  Það verður að finna eitthvað jákvætt.

En það var étið upp af íslenskum fjölmiðlum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 19:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands:

"Markmið stefnunnar í peningamálum er stöðugt verðlag. Hinn 27. mars 2001 var tekið upp formlegt verðbólgumarkmið. [...]:

  • Seðlabankinn stefnir að því að verðbólga, reiknuð sem árleg hækkun vísitölu neysluverðs á tólf mánuðum, verði að jafnaði sem næst 2½%.
  • Víki verðbólga meira en ±1½% frá settu marki ber bankanum að gera ríkisstjórninni grein fyrir ástæðu fráviksins, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hvenær hann telur að verðbólgumarkmiðinu verði náð að nýju."
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru 18% haustið 2008 og verðbólgan hér var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri.



Nú eru stýrivextirnir 4,25% og verðbólgan um 5%.

Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú
1,5%.

Frá áramótum
hefur gengi evru gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 7,82% og Bandaríkjadal um 8,32%.

Árið 2010
voru fluttar hér út vörur fyrir 561 milljarð króna fob en inn fyrir 440,8 milljarða króna fob.

Mest viðskipti voru við Evrópska efnahagssvæðið (EES), 81,8% af vöruútflutningi og 61% af vöruinnflutningi.


Vöruviðskipti við útlönd árið 2010


12.7.2011:




"Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um rúm fimm prósent frá upphafi árs eftir að hafa styrkst um þrjú prósent að meðaltali árið 2010."

Íslenska krónan hefur veikst um rúm 5% á árinu


Gengi evru
hefur HÆKKAÐ gríðarlega gagnvart íslensku krónunni undanfarin ár, 121,76% frá ársbyrjun 2006, og VERÐ Á MATVÆLUM frá öðrum Evrópulöndum hefur því HÆKKAÐ hér verulega.

EINNIG AÐFÖNGUM
frá öðrum Evrópulöndum, til að mynda alls kyns landbúnaðartækjum, tilbúnum áburði, kjarnfóðri og olíu.



Þar af leiðandi hefur verð á íslenskum landbúnaðarafurðum HÆKKAÐ mikið hér undanfarin ár, sem veldur HÆKKUN á vísitölu neysluverðs og þar af leiðandi HÆKKUN á lánum íslenskra bænda vegna íbúðarhúsnæðis og útihúsa, til að mynda fjósa og fjárhúsa.



En með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR.



"Á tólf mánaða tímabili hafa innlendar vörur og grænmeti hækkað um 6,1%, samkvæmt frétt Hagstofunnar.

Búvörur og grænmeti
hafa hækkað um 8,3% en innlendar vörur án búvöru um 4,5%. Innfluttar vörur hafa hækkað um 4,2%."



"Sauðfjárbændur hafa tekið á sig verulegar AÐFANGAHÆKKANIR undanfarin ár.

Áburðarverð hefur þrefaldast, olía rÍflega tvöfaldast og rekstrarkostnaður í heild hækkað um rúm 170% frá 2005
."

Sauðfjárbændur svara Gylfa Arnbjörnssyni

Þorsteinn Briem, 25.7.2011 kl. 19:34

7 identicon

Kopí/Paste maðurinn mættur.

Er nammidagur í dag?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 19:40

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

Þú ert greinilega með GJALDEYRISHÖFTIN Á HEILANUM og finnst gott að láta flengja þig hér nánast daglega, elsku kallinn minn.

Íslenska krónan
er MATADORPENINGAR og harla lítils virði, HVORT SEM hér eru gjaldeyrishöft EÐA EKKI.

Frá áramótum
hefur gengi evru HÆKKAÐ gagnvart íslensku krónunni um 7,82% OG Bandaríkjadal um 8,32%.

Þorsteinn Briem, 25.7.2011 kl. 19:57

9 identicon

En sumir verða að notast við madador peninga dag til dags og það er þér illa  við.

Þér finnst betra þegar ókunnugir gera tilboð í krónur á einhverju gengi.

Það finnst líka mellum í Berlín klukkan 4.  Velkominn í þeirra félagsskap.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 20:36

10 identicon

Þetta finnst mönnum fyndið

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 21:19

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er lengst rúmt eitt og hálft ár til kosninga.Eftir þær verður hægt að huga að því að skipta um gjaldmiðil,líklegast dollar.Þá verður ESB og evru umræðan úr sögunni.Það styttist í að bölinu verði aflétt.Nei við ESB, þótt allir verði að vona að það nái áttum.Niður með nafnleysingjann st.br.sem lýgur því að hann hafi unnið á Morgunblaðinu við hlið Styrmis og Hjartar Gíslasonar.

Sigurgeir Jónsson, 25.7.2011 kl. 22:00

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Fjölmargir geta staðfest að ég hafi verið blaðamaður á Morgunblaðinu, til að mynda Styrmir Gunnarsson, Matthías Johannessen og Björn Bjarnason, fyrrverandi ritstjórar blaðsins.

Ekki suða menn um það hér nánast daglega að þú gerir EKKI út bátinn Ísbjörn, áður Ísbjörninn, elsku kallinn minn.

ÞRÁHYGGJA
ykkar Stefáns Júlíussonar ríður ekki við einteyming.

MEIRIHLUTI
Íslendinga hefur ENGAN áhuga á að vera með mynd af Bandaríkjaforseta á gjaldmiðli sínum, hvað þá Elísabetu Bretadrottningu, þjóðhöfðingja Kanadamanna.

Þorsteinn Briem, 25.7.2011 kl. 22:29

13 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurgeir, Það er nokkuð augljóst að sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei komast aftur til valda á Íslandi.

Það sama gildir um framsóknarflokkinn, hann mun væntanlega aldrei komast til valda á Íslandi aftur.

Og USD verður aldrei gjaldmiðill Íslands. Evran verður það hinsvegar með tíð og tíma.

Jón Frímann Jónsson, 25.7.2011 kl. 23:50

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir síðustu alþingiskosningar voru um 54% þeirra sem ætluðu að kjósa Vinstri græna HLYNNT því að TAKA HÉR UPP EVRU sem gjaldmiðil okkar Íslendinga en 79% þeirra sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna, 57% Framsóknarflokkinn og 42% Sjálfstæðisflokkinn.

Um 9% þeirra sem ætluðu að kjósa Vinstri græna voru HVORKI HLYNNT NÉ ANDVÍG því að TAKA HÉR UPP EVRU en 13% þeirra sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna, 18% Framsóknarflokkinn og 21% Sjálfstæðisflokkinn.

Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir síðustu alþingiskosningar

Þorsteinn Briem, 26.7.2011 kl. 01:03

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvorki Vinstri grænir, FramsóknarflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn hafa lagt til að gjaldmiðill okkar Íslendinga verði Kanadadollar eða Bandaríkjadollar.

Þorsteinn Briem, 26.7.2011 kl. 01:12

16 identicon

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 07:42

17 identicon

Kalla eftir evrópskri samstöðu gegn hatri
José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir samevrópskum viðbrögðum gegn útlendingahatri og fordómum í kjölfar hinna hryllilegu hryðjuverkaárása í Noregi.

„Þetta er einhver alvarlegasti atburður sem átt hefur sér stað í Evrópu. Hann kallar á viðbrögð, evrópsk viðbrögð, til varnar frelsi og lýðræði og gegn öfgum,“ sagði Zapatero á blaðamannafundi með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í London í gær. Zapatero hvatti í kjölfarið leiðtoga Evrópuríkja til að sameinast um viðbrögð.

Í kjölfarið vottaði Cameron fórnarlömbum árásanna samúð sína og bætti svo við: „Bretland og Spánn hafa bæði orðið fyrir barðinu á hræðilegum hryðjuverkum í fortíðinni og ég veit að við munum báðir bjóða Norðmönnum allan þann stuðning sem við getum á næstu dögum.“

Anders Behring Breivik, sem játað hefur á sig árásirnar, gaf út á netinu 1500 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu daginn sem árásirnar áttu sér stað. Í stefnuyfirlýsingunni lýsir hann yfir stríði gegn þeim ríkisstjórnum og stjórnmálaöflum í Evrópu sem eru umburðarlynd gagnvart íslam.

Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt árásirnar á síðustu dögum en margir hafa endurómað orð Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, frá því á föstudag: „Nú erum við öll Norðmenn.“

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband