Leita í fréttum mbl.is

Hörð viðbrögð við vaxtahækkun - frekari hækkanir í kortunum!

Seðlabanki ÍslandsViðbrögð forkólfa í atvinnulífinu við stýrivaxtahækkun Seðlabankans eru á einni veg: Neikvæð. Af www.visir.is: "Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun sé óhugguleg," í frétt

Gylfi Arnbjörnsson segist vera "orðlaus": "„Ég er eiginlega bara orðlaus,“ segir Gylfi í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að eins og komi fram í greiningu bankans er meginástæða þess að verðbólgan hefur aukist sú, að gengi krónunnar hefur veikst. „Ég fæ ekki séð með hvaða hætti vaxtahækkanir eiga að hjálpa til við það að laga það. Vextir á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi, þrátt fyrir að þeir hafi lækkað mikið undanfarin misseri.“

Í Morgunkorni Íslandsbanka segir: "Peningastefnunefndin gefur til kynna í yfirlýsingu sinni sem birt var í morgun að frekari vaxtahækkana megi vænta á næstunni. Segja þeir að til þess að draga úr hættu á því að hærri verðbólguvæntingar og veikt gengi krónunnar festi of mikla verðbólgu í sessi og til að sporna gegn aukinni verðbólgu og hugsanlegum þrýstingi á gengi krónunnar kunni að vera þörf á því að hækka vexti frekar. Við reiknum með því að bankinn muni hækka vexti sína um 0,5 prósentur til viðbótar fyrir lok árs." (Leturbreyting, ES-blogg)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það mun ríkja langvarandi efnahagskreppa á Íslandi. Það er alveg ljóst.

Enda er það þannig að þessi langvinna efnahagskreppa er búin að marka sér sporin núna, og hún sést núna mjög vel á hækkun vaxta Seðlabanka Íslands núna í dag.

Jón Frímann Jónsson, 17.8.2011 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband